Svört skýrsla um rasisma og kvenfyrirlitningu hjá Lundúnarlögreglunni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. mars 2023 07:33 Casey dregur ekkert undan og málar afar dökka mynd af lögreglunni í skýrslunni. epa/Kirsty O'Connor Lundúnarlögreglan er ónýt, rúin trausti og þjáist af kerfisbundnum rasisma, kvenfyrirlitningu og fordómum gegn samkynhneigðum. Þetta segir í nýrri 363 blaðsíðna skýrslu um stöðu lögreglunnar, sem unnin var undir forystu barónessunnar Louise Casey. Það voru yfirmenn Lundúnarlögreglunnar sem óskuðu eftir skýrslunni eftir að lögreglumaður var fundinn sekur um að hafa rænt Söruh Everard árið 2021, nauðgað henni og myrt. Í skýrslunni er meðal annars að finna sögur af kynferðisbrotum sem oftar en ekki var hylmt yfir eða gert lítið úr. Þá segjast 12 prósent kvenna innan lögreglunnar hafa orðið fyrir áreitni eða árásum í vinnunni og þriðjungur hafa upplifað mismunun á grundvelli kyns. Menningin innan Lundúnarlögreglunnar virðist hafa einkennst af einelti og mismunun og vonbrigðum lögreglumanna með framgöngu yfirmanna sinna. Einn lögreglumaður sem var múslimi fann beikon í skónum sínum og þá var skegg síka skorið. Lögreglumenn úr röðum minnihlutahópa voru mun líklegri til að sæta agaviðurlögum og svartir mun líklegri til að sæta harkalegum aðgerðum af hálfu lögreglu. Enn fremur er hlutfall hvítra lögreglumanna mun hærra en meðal íbúa Lundúna. Að sögn Casey virðist vandinn sem steðjar að Lundúnarlögreglunni bókstaflega ógna tilvist hennar. Segir hún að ef ekki verði gripið til aðgerða liggi fyrir að best væri að búta embættið niður í smærri einingar. Skýrslunni hefur almennt verið fagnað, meðal annars af borgarstjóranum Sadiq Khan og innanríkisráðherranum Suellu Braverman. Sir Mark Rowley, yfirmaður Lundúnarlögreglunnar, sagðist samþykkja niðurstöðurnar en vildi ekki ganga svo langt að tala um kerfisbundinn rasisma og kvenfyrirlitningu. „Kerfisbundin“, eða „stofnanabundin“, væri pólitískt hugtak. Hér má finna ítarlega frétt Guardian um málið. Bretland Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Það voru yfirmenn Lundúnarlögreglunnar sem óskuðu eftir skýrslunni eftir að lögreglumaður var fundinn sekur um að hafa rænt Söruh Everard árið 2021, nauðgað henni og myrt. Í skýrslunni er meðal annars að finna sögur af kynferðisbrotum sem oftar en ekki var hylmt yfir eða gert lítið úr. Þá segjast 12 prósent kvenna innan lögreglunnar hafa orðið fyrir áreitni eða árásum í vinnunni og þriðjungur hafa upplifað mismunun á grundvelli kyns. Menningin innan Lundúnarlögreglunnar virðist hafa einkennst af einelti og mismunun og vonbrigðum lögreglumanna með framgöngu yfirmanna sinna. Einn lögreglumaður sem var múslimi fann beikon í skónum sínum og þá var skegg síka skorið. Lögreglumenn úr röðum minnihlutahópa voru mun líklegri til að sæta agaviðurlögum og svartir mun líklegri til að sæta harkalegum aðgerðum af hálfu lögreglu. Enn fremur er hlutfall hvítra lögreglumanna mun hærra en meðal íbúa Lundúna. Að sögn Casey virðist vandinn sem steðjar að Lundúnarlögreglunni bókstaflega ógna tilvist hennar. Segir hún að ef ekki verði gripið til aðgerða liggi fyrir að best væri að búta embættið niður í smærri einingar. Skýrslunni hefur almennt verið fagnað, meðal annars af borgarstjóranum Sadiq Khan og innanríkisráðherranum Suellu Braverman. Sir Mark Rowley, yfirmaður Lundúnarlögreglunnar, sagðist samþykkja niðurstöðurnar en vildi ekki ganga svo langt að tala um kerfisbundinn rasisma og kvenfyrirlitningu. „Kerfisbundin“, eða „stofnanabundin“, væri pólitískt hugtak. Hér má finna ítarlega frétt Guardian um málið.
Bretland Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira