Guðni Th. Jóhannesson: Ekki lögfesta mannréttindabrot í þínu nafni! Askur Hrafn Hannesson, Íris Björk Ágústsdóttir og Aníta Sóley Scheving Þórðardóttir skrifa 20. mars 2023 21:30 Við skorum á Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands að nýta neitunarvald sitt í þeim tilgangi að stöðva atlögu Alþingis til að lögfesta ómannúðlegt útlendingafrumvarp. Frumvarpið fer þvert gegn Mannréttindayfirlýsingu og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem og jafnréttislögum. Einnig hefur beiðnum um óháð mat á því hvort frumvarpið standist stjórnarskrá verið hafnað af meirihluta Alþingis. Helstu mannréttindasamtök og stofnanir Íslands á borð við Íslandsdeild Amnesty International, Unicef á Íslandi, Rauða krossinn, Kvenréttindafélag Íslands, Samtökin 78, Mannréttindaskrifstofu Íslands og fleiri hafa öll fordæmt frumvarpið. Því krefjumst við að þú stígir inn í og leiðréttir þessi afglöp Alþingis og standir vörð um mannréttindi og stjórnarskrá Íslands. Á þessu stigi málsins ert þú hinsta von okkar Íslendinga sem vilja koma í veg fyrir þessa ómannúðlegu löggjöf. Þessi lagasetning setur hættulegt fordæmi og sendir þau skilaboð að Ísland sé fjandsamlegt stórum hópi fólks. Ætti Ísland ekki vera að leiðandi í jafnrétti og mannúð? Þegar Alþingi bregst skyldu sinni eins og það gerði þá er það undir þér komið sem forseta að halda uppi heiðri og gildum Íslands. Á Ísland.is höfum við byrjað undirskriftalista sem hægt er að nálgast undir þessari vefslóð: https://listar.island.is/Stydjum/135 Höfundar eru meðlimir grasrótarhreyfingarinnar Fellum frumvarpið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forseti Íslands Alþingi Stjórnarskrá Mannréttindi Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Sjá meira
Við skorum á Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands að nýta neitunarvald sitt í þeim tilgangi að stöðva atlögu Alþingis til að lögfesta ómannúðlegt útlendingafrumvarp. Frumvarpið fer þvert gegn Mannréttindayfirlýsingu og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem og jafnréttislögum. Einnig hefur beiðnum um óháð mat á því hvort frumvarpið standist stjórnarskrá verið hafnað af meirihluta Alþingis. Helstu mannréttindasamtök og stofnanir Íslands á borð við Íslandsdeild Amnesty International, Unicef á Íslandi, Rauða krossinn, Kvenréttindafélag Íslands, Samtökin 78, Mannréttindaskrifstofu Íslands og fleiri hafa öll fordæmt frumvarpið. Því krefjumst við að þú stígir inn í og leiðréttir þessi afglöp Alþingis og standir vörð um mannréttindi og stjórnarskrá Íslands. Á þessu stigi málsins ert þú hinsta von okkar Íslendinga sem vilja koma í veg fyrir þessa ómannúðlegu löggjöf. Þessi lagasetning setur hættulegt fordæmi og sendir þau skilaboð að Ísland sé fjandsamlegt stórum hópi fólks. Ætti Ísland ekki vera að leiðandi í jafnrétti og mannúð? Þegar Alþingi bregst skyldu sinni eins og það gerði þá er það undir þér komið sem forseta að halda uppi heiðri og gildum Íslands. Á Ísland.is höfum við byrjað undirskriftalista sem hægt er að nálgast undir þessari vefslóð: https://listar.island.is/Stydjum/135 Höfundar eru meðlimir grasrótarhreyfingarinnar Fellum frumvarpið.
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar