Námskeiðið hafi einkennst af samhengislausu tali Bjarki Sigurðsson skrifar 16. mars 2023 20:57 Konan vildi fá endurgreitt frá fyrirtækinu. Getty Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa telur að kona sem keypti námskeið fyrir sig og fjölskyldu sína ætti ekki að fá endurgreitt þrátt fyrir að hafa verið afar ósátt við inntak þess. Að mati konunnar einkenndust fyrirlestrarnir sem hún borgaði fyrir af samhengislausu tali sem tengdust inntaki námskeiðsins ekki. Í fyrrasumar keypti konan aðgang að dagsnámskeiði hjá ónefndu fyrirtæki fyrir sig og fjölskyldu sína. Greiddi hún fyrir það 240 dollara, tæplega 34 þúsund krónur, og fékk einnig kennslubók. Vill hún meina að fyrirtækið sem hún keypti námskeiðið af hafi ekki veitt þá þjónustu sem hún taldi sig vera að kaupa. Krafðist hún fullrar endurgreiðslu þar sem fyrirkomulag og inntak námskeiðsins hafi verið með öllu óásættanlegt í engu samræmi við þær upplýsingar sem komi fram á heimasíðu fyrirtækisins. Samhengislausir fyrirlestrar Meðal þess sem hún kvartaði undan í kæru sinni til Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa var að námskeiðið hafi ekki farið fram í kennslustofu eins og áætlað var heldur heima hjá starfsmanninum sem hélt fyrirlestra námskeiðsins. Þá hafi fyrirlestrarnir sjálfir einkennst af fjögurra klukkustunda samhengislausu tali um eitthvað sem er strikað úr dómnum og önnur málefni. Hafi fyrirlesarinn ítrekað farið út fyrir efnið og á einum tímapunkti boðið dóttur konunnar að sitja í fangi sér þar sem hún hafi verið við það að sofna undir fyrirlestrinum. Konan kveðst hafa verið í töluverðu áfalli eftir námskeiðið þar sem það hafi ekki verið í samræmi við væntingar sínar. Hún hafði kynnt sér upplýsingar námskeiðsins og umsagnir viðskiptavina á heimasíðu fyrirtækisins en þær voru allar afar jákvæðar. Sagan var þó allt önnur ef skoðaðar voru ferðasíður á borð við TripAdvisor þar sem er að finna fjölda umsagna frá einstaklingum sem hafi fengið slæma reynslu af námskeiðinu. Engin andsvör bárust Nefndinni bárust engar umsagnir eða andsvör um kæruna frá fyrirtækinu eftir að hafa óskað eftir þeim. Að mati nefndarinnar hefði konan átt að reyna að leysa málið beint með gagnaðila, sem hún hafði ekki gert. Hún hafði ekki verið í neinum samskiptum við fyrirtækið og einungis óskað eftir því að fá endurgreiðslu hins greidda gjalds við kortafyrirtæki sitt en sú greiðsla barst henni nýlega. Þar sem hún hafði ekki reynt að hafa samband fyrst við seljanda og greint honum frá kvörtun sinni var kærunni því vísað frá nefndinni. Þá var einnig litið til þess að konan hafði þegar fengið endurgreitt frá kortafyrirtæki sínu. Úrskurð nefndarinnar má lesa í heild sinni hér. Neytendur Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Í fyrrasumar keypti konan aðgang að dagsnámskeiði hjá ónefndu fyrirtæki fyrir sig og fjölskyldu sína. Greiddi hún fyrir það 240 dollara, tæplega 34 þúsund krónur, og fékk einnig kennslubók. Vill hún meina að fyrirtækið sem hún keypti námskeiðið af hafi ekki veitt þá þjónustu sem hún taldi sig vera að kaupa. Krafðist hún fullrar endurgreiðslu þar sem fyrirkomulag og inntak námskeiðsins hafi verið með öllu óásættanlegt í engu samræmi við þær upplýsingar sem komi fram á heimasíðu fyrirtækisins. Samhengislausir fyrirlestrar Meðal þess sem hún kvartaði undan í kæru sinni til Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa var að námskeiðið hafi ekki farið fram í kennslustofu eins og áætlað var heldur heima hjá starfsmanninum sem hélt fyrirlestra námskeiðsins. Þá hafi fyrirlestrarnir sjálfir einkennst af fjögurra klukkustunda samhengislausu tali um eitthvað sem er strikað úr dómnum og önnur málefni. Hafi fyrirlesarinn ítrekað farið út fyrir efnið og á einum tímapunkti boðið dóttur konunnar að sitja í fangi sér þar sem hún hafi verið við það að sofna undir fyrirlestrinum. Konan kveðst hafa verið í töluverðu áfalli eftir námskeiðið þar sem það hafi ekki verið í samræmi við væntingar sínar. Hún hafði kynnt sér upplýsingar námskeiðsins og umsagnir viðskiptavina á heimasíðu fyrirtækisins en þær voru allar afar jákvæðar. Sagan var þó allt önnur ef skoðaðar voru ferðasíður á borð við TripAdvisor þar sem er að finna fjölda umsagna frá einstaklingum sem hafi fengið slæma reynslu af námskeiðinu. Engin andsvör bárust Nefndinni bárust engar umsagnir eða andsvör um kæruna frá fyrirtækinu eftir að hafa óskað eftir þeim. Að mati nefndarinnar hefði konan átt að reyna að leysa málið beint með gagnaðila, sem hún hafði ekki gert. Hún hafði ekki verið í neinum samskiptum við fyrirtækið og einungis óskað eftir því að fá endurgreiðslu hins greidda gjalds við kortafyrirtæki sitt en sú greiðsla barst henni nýlega. Þar sem hún hafði ekki reynt að hafa samband fyrst við seljanda og greint honum frá kvörtun sinni var kærunni því vísað frá nefndinni. Þá var einnig litið til þess að konan hafði þegar fengið endurgreitt frá kortafyrirtæki sínu. Úrskurð nefndarinnar má lesa í heild sinni hér.
Neytendur Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira