Gera sömuleiðis ráð fyrir 75 punkta hækkun stýrivaxta Atli Ísleifsson skrifar 16. mars 2023 12:41 Una Jónsdóttir er forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti um 75 punkta á miðvikudaginn þegar tilkynnt verður um næstu ákvörðun. Spáin rímar við spá Greiningar Íslandsbanka sem birt var í gær. Gangi spáin eftir munu meginvextir Seðlabankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara úr 6,5 prósentum í 7,25. Í tilkynningu frá Hagfræðideild Landsbankans segir að aukin verðbólga í febrúar hafi komið á óvart, verið almennari en áður og að undirliggjandi verðbólguþrýstingur hafi aukist. „Verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hefur aukist og gengi krónunnar hefur lítið sem ekkert breyst. Þættir á borð við miklar launahækkanir, stuttan gildistíma nýrra kjarasamninga og áframhaldandi óvissu um launaþróun eru einnig til þess fallnir að auka verðbólguþrýsting. Þá teljum við að vísbendingar um kröftugan hagvöxt, þó nokkuð mikla einkaneyslu og áframhaldandi komu erlendra ferðamanna renni frekari stoðum undir stýrivaxtaspána. Þrátt fyrir að meginvextir bankans hafi hækkað úr 0,75% í 6,5% á tæpum tveimur árum virðast þeir síður en svo hafa dregið allan þrótt úr hagkerfinu. Við teljum að nefndin ræði hækkun vaxta á bilinu 0,5-1 prósentustig og að 0,75 prósentustiga hækkun verði ofan á,“ segir í tilkynningunni. Stígi fast til jarðar Ákveði nefndin að hækka stýrivexti er um að ræða tólftu hækkunina í röð. Síðasta vaxtaákvörðun, sem tilkynnt var 8. febrúar, fól í sér 50 punkta hækkun, úr 6 prósentum í 6,5. Næsta stýrivaxtaákvörðun á eftir þeirri í næstu viku, er á dagskrá 24. maí og þar á eftir í ágúst. „Þar sem nokkuð langt er á milli næstu funda gerum við ráð fyrir að nefndin telji vissast að stíga fast til jarðar og sem fyrr segir teljum við að þau ræði hækkun vaxta á bilinu 0,5-1 prósentustig og að 0,75 prósentustiga hækkun verði ofan á,“ segir í spá Landsbankans. Seðlabankinn Landsbankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Spá 75 punkta stýrivaxtahækkun Seðlabankans Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 75 punkta í næstu viku þannig að þeir fari úr 6,5 prósentum í 7,25 prósent. 15. mars 2023 08:45 Spá því að verðbólga hjaðni á milli mánaða Greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbankans spá því að ársverðbólga hjaðni lítillega þegar næstu verðbólgutölur verða gefnar út. Sérfræðingar beggja deilda sjá fyrir sér að verðbólgi lækki hægt næstu mánuði. 16. mars 2023 12:39 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Gangi spáin eftir munu meginvextir Seðlabankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara úr 6,5 prósentum í 7,25. Í tilkynningu frá Hagfræðideild Landsbankans segir að aukin verðbólga í febrúar hafi komið á óvart, verið almennari en áður og að undirliggjandi verðbólguþrýstingur hafi aukist. „Verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hefur aukist og gengi krónunnar hefur lítið sem ekkert breyst. Þættir á borð við miklar launahækkanir, stuttan gildistíma nýrra kjarasamninga og áframhaldandi óvissu um launaþróun eru einnig til þess fallnir að auka verðbólguþrýsting. Þá teljum við að vísbendingar um kröftugan hagvöxt, þó nokkuð mikla einkaneyslu og áframhaldandi komu erlendra ferðamanna renni frekari stoðum undir stýrivaxtaspána. Þrátt fyrir að meginvextir bankans hafi hækkað úr 0,75% í 6,5% á tæpum tveimur árum virðast þeir síður en svo hafa dregið allan þrótt úr hagkerfinu. Við teljum að nefndin ræði hækkun vaxta á bilinu 0,5-1 prósentustig og að 0,75 prósentustiga hækkun verði ofan á,“ segir í tilkynningunni. Stígi fast til jarðar Ákveði nefndin að hækka stýrivexti er um að ræða tólftu hækkunina í röð. Síðasta vaxtaákvörðun, sem tilkynnt var 8. febrúar, fól í sér 50 punkta hækkun, úr 6 prósentum í 6,5. Næsta stýrivaxtaákvörðun á eftir þeirri í næstu viku, er á dagskrá 24. maí og þar á eftir í ágúst. „Þar sem nokkuð langt er á milli næstu funda gerum við ráð fyrir að nefndin telji vissast að stíga fast til jarðar og sem fyrr segir teljum við að þau ræði hækkun vaxta á bilinu 0,5-1 prósentustig og að 0,75 prósentustiga hækkun verði ofan á,“ segir í spá Landsbankans.
Seðlabankinn Landsbankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Spá 75 punkta stýrivaxtahækkun Seðlabankans Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 75 punkta í næstu viku þannig að þeir fari úr 6,5 prósentum í 7,25 prósent. 15. mars 2023 08:45 Spá því að verðbólga hjaðni á milli mánaða Greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbankans spá því að ársverðbólga hjaðni lítillega þegar næstu verðbólgutölur verða gefnar út. Sérfræðingar beggja deilda sjá fyrir sér að verðbólgi lækki hægt næstu mánuði. 16. mars 2023 12:39 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Spá 75 punkta stýrivaxtahækkun Seðlabankans Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 75 punkta í næstu viku þannig að þeir fari úr 6,5 prósentum í 7,25 prósent. 15. mars 2023 08:45
Spá því að verðbólga hjaðni á milli mánaða Greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbankans spá því að ársverðbólga hjaðni lítillega þegar næstu verðbólgutölur verða gefnar út. Sérfræðingar beggja deilda sjá fyrir sér að verðbólgi lækki hægt næstu mánuði. 16. mars 2023 12:39