Rússar ætla að sækja drónann í Svartahaf Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2023 15:00 Dróni af gerðinni MQ-9 Reaper. EPA/Yfirliðþjálfinn Paul Holcomb Rússar ætla að reyna að sækja brak bandaríska drónans sem brotlenti í Svartahafi í gær. Bandaríkjamenn segja drónann hafa lent í hafinu eftir að rússneskri herþotu hafi verið flogið utan í hann. Fjölmiðlar í Rússlandi hafa eftir Nikolai Patrushev, embættismanni úr þjóðaröryggisráði Rússlands, að það komi ekki annað til greina en að reyna að ná brakinu. Óljóst sé hvort það sé hægt en þeir verði að reyna. RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir Patrushev að atvikið með drónann sanni að Bandaríkjamenn hafi beina aðkomu að stríðinu í Úkraínu. Frá Washington má heyra að drónanum, sem var af gerðinni MQ-9 Reaper, hafi verið flogið í hefðbundnu eftirlitsflugi yfir alþjóðlegu hafsvæði yfir Svartahafi. Bandaríkjamenn segja að rússneskir flugmenn á tveimur SU-27 orrustuþotum hafi flogið í kringum drónann og þar að auki skvett eldsneyti á hann. Þeir segja einnig að Rússarnir hafi flogið í kringum drónann í allt að fjörutíu mínútur þegar ein orrustuþotan rakst utan í hann. Við það hafi þurft að lenda drónanum á alþjóðlegu hafsvæði í Svartahafi. Bandaríkjamenn telja líklegt að orrustuþotan hafi skemmst en segja að flugmanni hennar hafi tekist að lenda henni. Dróninn er sagður hafa lent í sjónum suðaustur af hinni frægu Snákaeyju, um þrjátíu sjómílur frá strönd Úkraínu. Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, tjáði sig um atvikið í dag. Hann sagði meðal annars að hegðun rússnesku flugmannanna hefði verið „hættuleg“. Hann sagði einnig að Bandaríkin myndu áfram fljúga í alþjóðlegri lofthelgi og annarsstaðar þar sem það væri löglegt. Rússar halda því aftur á móti fram að drónanum hafi verið flogið inn á lokað svæði nærri landamærum Rússlands. Þá segja þeir að dróninn hafi lent í hafinu eftir að flugmaður hans hafi misst stjórn á honum. Sjá einnig: Sendiherra Rússa í Bandaríkjunum kallar uppákomuna „ögrun“ AP fréttaveitan segir Bandaríkjamenn vera að íhuga að hvort birta eigi myndefni úr drónanum sem sýnir atvikið. Reaper-dróninn er um ellefu metra langur, fjögurra metra hár og rúm tvö tonn að þyngd. Hægt er að fljúga honum í allt að fimmtíu þúsund feta hæð og um 2.500 kílómetra. Hann getur borið allt að átta eldflaugar og ber einnig margskonar skynjara. Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Fréttir af flugi Hernaður Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira
Fjölmiðlar í Rússlandi hafa eftir Nikolai Patrushev, embættismanni úr þjóðaröryggisráði Rússlands, að það komi ekki annað til greina en að reyna að ná brakinu. Óljóst sé hvort það sé hægt en þeir verði að reyna. RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir Patrushev að atvikið með drónann sanni að Bandaríkjamenn hafi beina aðkomu að stríðinu í Úkraínu. Frá Washington má heyra að drónanum, sem var af gerðinni MQ-9 Reaper, hafi verið flogið í hefðbundnu eftirlitsflugi yfir alþjóðlegu hafsvæði yfir Svartahafi. Bandaríkjamenn segja að rússneskir flugmenn á tveimur SU-27 orrustuþotum hafi flogið í kringum drónann og þar að auki skvett eldsneyti á hann. Þeir segja einnig að Rússarnir hafi flogið í kringum drónann í allt að fjörutíu mínútur þegar ein orrustuþotan rakst utan í hann. Við það hafi þurft að lenda drónanum á alþjóðlegu hafsvæði í Svartahafi. Bandaríkjamenn telja líklegt að orrustuþotan hafi skemmst en segja að flugmanni hennar hafi tekist að lenda henni. Dróninn er sagður hafa lent í sjónum suðaustur af hinni frægu Snákaeyju, um þrjátíu sjómílur frá strönd Úkraínu. Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, tjáði sig um atvikið í dag. Hann sagði meðal annars að hegðun rússnesku flugmannanna hefði verið „hættuleg“. Hann sagði einnig að Bandaríkin myndu áfram fljúga í alþjóðlegri lofthelgi og annarsstaðar þar sem það væri löglegt. Rússar halda því aftur á móti fram að drónanum hafi verið flogið inn á lokað svæði nærri landamærum Rússlands. Þá segja þeir að dróninn hafi lent í hafinu eftir að flugmaður hans hafi misst stjórn á honum. Sjá einnig: Sendiherra Rússa í Bandaríkjunum kallar uppákomuna „ögrun“ AP fréttaveitan segir Bandaríkjamenn vera að íhuga að hvort birta eigi myndefni úr drónanum sem sýnir atvikið. Reaper-dróninn er um ellefu metra langur, fjögurra metra hár og rúm tvö tonn að þyngd. Hægt er að fljúga honum í allt að fimmtíu þúsund feta hæð og um 2.500 kílómetra. Hann getur borið allt að átta eldflaugar og ber einnig margskonar skynjara.
Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Fréttir af flugi Hernaður Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira