Magnaður áfangi fyrir íslenskuna Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar 15. mars 2023 07:01 Það er sannarlega magnaður áfangi fyrir íslenskuna að tungumálið okkar hafi verið valið í þróunarfasa fyrir nýjustu útgáfu gervigreindarmállíkansins GPT-4, fyrst allra tungumála fyrir utan ensku. Samstarfsverkefni með fyrirtækinu OpenAI hefur komið því til leiðar að stærsta gervigreindarnet heims er nú fínþjálfað til þess að skilja og miðla upplýsingum á íslensku. Það er sannarlega stórmál fyrir mál málanna – íslenska tungu. Ör þróun gervigreindartækni er afar mikilvæg fyrir tungumál eins og okkar og þar felast mörg sóknarfæri sem flest eru ókönnuð enn– en með samstarfinu fáum við ákveðið forskot til þess. Við viljum jú að framtíðin geti svarað okkur á íslensku. Orð til alls fyrst Samstarf þetta er afrakstur af heimsókn sendinefndar forseta Íslands í maí sl. þar sem við heimsóttum meðal annars höfuðstöðvar OpenAI í San Fransisco. Fyrirtækið er leiðandi í alþjóðlegri umræðu um opið aðgengi að gervigreindartækni og ábyrga og örugga þróun hennar fyrir heimsbyggðina alla. Hægt var að nýta íslensku að takmörkuðu leyti í fyrri útgáfu mállíkansins en með þessari nýju uppfærslu er árangurinn margfalt betri og möguleikar gervigreindarinnar til þess að læra hraðar og miðla betur á íslensku hafa aukist verulega. Samstarfið um íslenska virkni tækninnar er eitt af sex þróunarverkefnum sem OpenAI stendur að í tengslum við útgáfu GPT-4 og það eina af þeim sem tengist annarri þjóðtungu en ensku. Til skoðunar er í framhaldinu hvort samstarfið geti síðar orðið fyrirmynd fyrir önnur tungumál og því er íslenskan ákveðinn brautryðjandi að þessu leyti. Dýrmæt þekking Samvinna skilar okkur árangri. Við komum með heilmikið að borðinu í samtali okkar við erlend tæknifyrirtæki – Íslendingar hafa fjárfest í mikilvægu innviðum á sviðum máltækni gegnum fyrstu máltækniáætlun stjórnvalda sem formlega var farið af stað með árið 2019 og lýkur nú í ár. Um 60 manns hafa unnið að fjölbreyttum verkefnum og hér á landi hefur byggst upp dýrmæt fagþekking á þessu spennandi sviði vísinda og nýsköpunar sem eftir er tekið. Íslenskar kjarnalausnir á sviðum máltækni eru aðgengilegar í opnum aðgangi, m.a. fyrir frumkvöðla, fólk í nýsköpun og fyrirtæki í fjölbreyttum rekstri sem geta þróað notendalausnir út frá þeim. Hagnýting slíkra lausna fyrir almenning verður ein megináhersla í áframhaldandi máltækniverkefnum en brátt hefst vinna við að undirbúning og skrif næstu áætlunar. Þakkir og stolt Ég vil þakka þeim fjölmörgu sem komið hafa að þessum spennandi verkefnum, ekki síst forseta Íslands sem lagt hefur sitt lóð á vogarskálarnar við að tala máli íslenskunnar í alþjóðlegu samhengi – og annarra tungumála fámennari ríkja – samstarfsfólki hjá Almannarómi og SÍM-hópnum, og sjálfboðaliðunum sem fyrir tilstilli máltæknifyrirtækisins Miðeindar komu að þjálfun gervigreindarinnar síðustu misserin. Fá málefni eru mér jafn hugleikin og íslenskan, tungumálið er grunnur alls sem við gerum og stöndum fyrir. Við höfum ríkum skyldum að gegna við að tryggja aðgengi að íslensku og notkun hennar til framtíðar. Íslenskt hugvit og ástríða munu stuðla að því að það verði gerlegt. Höfundur er menningar- og viðskiptaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Gervigreind Íslensk tunga Tækni Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Það er sannarlega magnaður áfangi fyrir íslenskuna að tungumálið okkar hafi verið valið í þróunarfasa fyrir nýjustu útgáfu gervigreindarmállíkansins GPT-4, fyrst allra tungumála fyrir utan ensku. Samstarfsverkefni með fyrirtækinu OpenAI hefur komið því til leiðar að stærsta gervigreindarnet heims er nú fínþjálfað til þess að skilja og miðla upplýsingum á íslensku. Það er sannarlega stórmál fyrir mál málanna – íslenska tungu. Ör þróun gervigreindartækni er afar mikilvæg fyrir tungumál eins og okkar og þar felast mörg sóknarfæri sem flest eru ókönnuð enn– en með samstarfinu fáum við ákveðið forskot til þess. Við viljum jú að framtíðin geti svarað okkur á íslensku. Orð til alls fyrst Samstarf þetta er afrakstur af heimsókn sendinefndar forseta Íslands í maí sl. þar sem við heimsóttum meðal annars höfuðstöðvar OpenAI í San Fransisco. Fyrirtækið er leiðandi í alþjóðlegri umræðu um opið aðgengi að gervigreindartækni og ábyrga og örugga þróun hennar fyrir heimsbyggðina alla. Hægt var að nýta íslensku að takmörkuðu leyti í fyrri útgáfu mállíkansins en með þessari nýju uppfærslu er árangurinn margfalt betri og möguleikar gervigreindarinnar til þess að læra hraðar og miðla betur á íslensku hafa aukist verulega. Samstarfið um íslenska virkni tækninnar er eitt af sex þróunarverkefnum sem OpenAI stendur að í tengslum við útgáfu GPT-4 og það eina af þeim sem tengist annarri þjóðtungu en ensku. Til skoðunar er í framhaldinu hvort samstarfið geti síðar orðið fyrirmynd fyrir önnur tungumál og því er íslenskan ákveðinn brautryðjandi að þessu leyti. Dýrmæt þekking Samvinna skilar okkur árangri. Við komum með heilmikið að borðinu í samtali okkar við erlend tæknifyrirtæki – Íslendingar hafa fjárfest í mikilvægu innviðum á sviðum máltækni gegnum fyrstu máltækniáætlun stjórnvalda sem formlega var farið af stað með árið 2019 og lýkur nú í ár. Um 60 manns hafa unnið að fjölbreyttum verkefnum og hér á landi hefur byggst upp dýrmæt fagþekking á þessu spennandi sviði vísinda og nýsköpunar sem eftir er tekið. Íslenskar kjarnalausnir á sviðum máltækni eru aðgengilegar í opnum aðgangi, m.a. fyrir frumkvöðla, fólk í nýsköpun og fyrirtæki í fjölbreyttum rekstri sem geta þróað notendalausnir út frá þeim. Hagnýting slíkra lausna fyrir almenning verður ein megináhersla í áframhaldandi máltækniverkefnum en brátt hefst vinna við að undirbúning og skrif næstu áætlunar. Þakkir og stolt Ég vil þakka þeim fjölmörgu sem komið hafa að þessum spennandi verkefnum, ekki síst forseta Íslands sem lagt hefur sitt lóð á vogarskálarnar við að tala máli íslenskunnar í alþjóðlegu samhengi – og annarra tungumála fámennari ríkja – samstarfsfólki hjá Almannarómi og SÍM-hópnum, og sjálfboðaliðunum sem fyrir tilstilli máltæknifyrirtækisins Miðeindar komu að þjálfun gervigreindarinnar síðustu misserin. Fá málefni eru mér jafn hugleikin og íslenskan, tungumálið er grunnur alls sem við gerum og stöndum fyrir. Við höfum ríkum skyldum að gegna við að tryggja aðgengi að íslensku og notkun hennar til framtíðar. Íslenskt hugvit og ástríða munu stuðla að því að það verði gerlegt. Höfundur er menningar- og viðskiptaráðherra.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun