Síðasta vídeóleigan í bænum lokar dyrunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. mars 2023 09:59 Illugi Jökulsson tók þessa mynd af Aðal-Reyni við gluggann á Aðalvideoleigunni árði 2020. Skreytingar í gluggum leigunnar hafa vakið athygli í gegnum árin. Illugi Jökulsson Þau tíðindi verða í lok mánaðar þegar síðasta kvikmyndaleigan í fullum rekstri lokar dyrum sínum. Um er að ræða Aðalvideoleiguna við Klapparstíg þar sem Reynir Maríuson hefur staðið vaktina í á fjórða áratug. Sú var tíðin að finna mátti vídeóleigu á hverju horni á höfuðborgarsvæðinu. Oftar en ekki sjoppur þar sem var hægt að græja sig upp af snakki, bland í poka í litlum grænum pokum, og gosi og um leið leigja vídeóspólur. Ein ný, önnur gömul var tvíhleypa sem margar leigur buðu upp á. Hægt var að leigja myndbandstæki, jafnvel kaupa sér lottómiða og sígarettupakka, sem mun fleiri keyptu þá en nú. En nú er öldin önnur. Streymisveitur á borð við Netflix, Stöð 2+ og Sjónvarp Símans njóta mikilla vinsælda og enginn þarf að hafa áhyggjur af því lengur að spóla til baka. Reynir, best þekktur sem Aðal-Reynir, greinir frá tíðindunum á Klapparstíg í færslu á Facebook. „Jæja elsku bestu viðskiptavinir til margra ára og allir aðrir til sjávar og sveita. Nú er komið að þessu. Aðalvideoleigan…Síðasta kvikmyndaleigan í fullum rekstri á íslandi er að loka núna um næstu mánaðarmót,“ segir Aðal-Reynir. Gerið mér síðasta greiðann Frá og með föstudeginum 10. mars verði ótrúlegt úrval DVD-diska til sölu, frá öllum heimshornum og allar gerðir af kvikmyndum. „Gerið mér nú síðasta greiðann, dreifið þessari tilkynningu og komið til að hjálpa mér að loka, svo að ég komist frá uppsöfnuðu tapi síðustu tveggja ára, svona eins vel og hægt er.“ Það sé hægt með því að kaupa myndir eða gefa í lokunarsjóð. Þá bíður Aðal-Reynir fólki upp á að leggja inn á Aðalfélagið. „Þessir aurar munu koma hundraðfalt til baka,“ segir Aðal-Reynir og minnir á opnunartímann frá sex um kvöldmatarleytið til hálf tólf um kvöldið bæði föstudag og laugardag. Áður var vídeóleigan ávallt opin frá þrjú á daginn til hálf tólf á kvöldin. Margir ætla að kíkja í heimsókn Fjölmargir tjá sig við færslu Aðal-Reynis. Þeirra á meðal Illugi Jökulsson rithöfundur og fjölmiðlamaður. „Sannarlega tímamót. Síðasta vídeóleigan - og sú langbesta - lokar. Margt í boði,“ segir Illugi. Gerður Kristný rithöfundur þakkar kærlega fyrir sig og það gerir Þorsteinn Stephensen tónleikahaldari líka. „Við Svanur komum og kaupum bunch af myndum. Þu ert einstakur, hetja og menningarmógúll. Þin og þinnar búðar verður sárt saknað.“ Þá boðar Þorsteinn J. Vilhjálmsson, ljósvakamaður með meiru, komu sína um helgina. „Herra minn! Mætum.“ Harðorður í garð þeirra sem hlaða niður ólöglega Fram kom í viðtali við Aðal-Reyni í Morgunblaðinu árið 2017 að hann væri með um þrjátíu þúsund titla til leigu. Þar eru margar myndir sem hreinlega hefur verið ómögulegt að nálgast eftir öðrum löglegum leiðum. Kvikmyndir frá öllum heimshornum, eldgamlar sem glænýjar. Hann sagði samkeppnina við streymisveitur eðlilega og heiðarlega. Hins vegar væri ólöglegt niðurhal eitthvað annað og verra. Þar töpuðust miklar tekjur í gegnum útleigu og sömuleiðis skattar. Þá sagði Reynir að erlendir ferðamenn kæmu margir við í leigunni. Ekki til að leigja sér spólu heldur frekar til að skoða leiguna, eins og um safn væri að ræða. Bíó og sjónvarp Reykjavík Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira
Sú var tíðin að finna mátti vídeóleigu á hverju horni á höfuðborgarsvæðinu. Oftar en ekki sjoppur þar sem var hægt að græja sig upp af snakki, bland í poka í litlum grænum pokum, og gosi og um leið leigja vídeóspólur. Ein ný, önnur gömul var tvíhleypa sem margar leigur buðu upp á. Hægt var að leigja myndbandstæki, jafnvel kaupa sér lottómiða og sígarettupakka, sem mun fleiri keyptu þá en nú. En nú er öldin önnur. Streymisveitur á borð við Netflix, Stöð 2+ og Sjónvarp Símans njóta mikilla vinsælda og enginn þarf að hafa áhyggjur af því lengur að spóla til baka. Reynir, best þekktur sem Aðal-Reynir, greinir frá tíðindunum á Klapparstíg í færslu á Facebook. „Jæja elsku bestu viðskiptavinir til margra ára og allir aðrir til sjávar og sveita. Nú er komið að þessu. Aðalvideoleigan…Síðasta kvikmyndaleigan í fullum rekstri á íslandi er að loka núna um næstu mánaðarmót,“ segir Aðal-Reynir. Gerið mér síðasta greiðann Frá og með föstudeginum 10. mars verði ótrúlegt úrval DVD-diska til sölu, frá öllum heimshornum og allar gerðir af kvikmyndum. „Gerið mér nú síðasta greiðann, dreifið þessari tilkynningu og komið til að hjálpa mér að loka, svo að ég komist frá uppsöfnuðu tapi síðustu tveggja ára, svona eins vel og hægt er.“ Það sé hægt með því að kaupa myndir eða gefa í lokunarsjóð. Þá bíður Aðal-Reynir fólki upp á að leggja inn á Aðalfélagið. „Þessir aurar munu koma hundraðfalt til baka,“ segir Aðal-Reynir og minnir á opnunartímann frá sex um kvöldmatarleytið til hálf tólf um kvöldið bæði föstudag og laugardag. Áður var vídeóleigan ávallt opin frá þrjú á daginn til hálf tólf á kvöldin. Margir ætla að kíkja í heimsókn Fjölmargir tjá sig við færslu Aðal-Reynis. Þeirra á meðal Illugi Jökulsson rithöfundur og fjölmiðlamaður. „Sannarlega tímamót. Síðasta vídeóleigan - og sú langbesta - lokar. Margt í boði,“ segir Illugi. Gerður Kristný rithöfundur þakkar kærlega fyrir sig og það gerir Þorsteinn Stephensen tónleikahaldari líka. „Við Svanur komum og kaupum bunch af myndum. Þu ert einstakur, hetja og menningarmógúll. Þin og þinnar búðar verður sárt saknað.“ Þá boðar Þorsteinn J. Vilhjálmsson, ljósvakamaður með meiru, komu sína um helgina. „Herra minn! Mætum.“ Harðorður í garð þeirra sem hlaða niður ólöglega Fram kom í viðtali við Aðal-Reyni í Morgunblaðinu árið 2017 að hann væri með um þrjátíu þúsund titla til leigu. Þar eru margar myndir sem hreinlega hefur verið ómögulegt að nálgast eftir öðrum löglegum leiðum. Kvikmyndir frá öllum heimshornum, eldgamlar sem glænýjar. Hann sagði samkeppnina við streymisveitur eðlilega og heiðarlega. Hins vegar væri ólöglegt niðurhal eitthvað annað og verra. Þar töpuðust miklar tekjur í gegnum útleigu og sömuleiðis skattar. Þá sagði Reynir að erlendir ferðamenn kæmu margir við í leigunni. Ekki til að leigja sér spólu heldur frekar til að skoða leiguna, eins og um safn væri að ræða.
Bíó og sjónvarp Reykjavík Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira