VR-ingar þurfa ábyrgan formann Ingibjörg Ósk Birgisdóttir skrifar 9. mars 2023 16:31 Nú er formannskjör hafið í VR eins og kunnugt er. Sitjandi formaður sækist enn og aftur eftir endurkjöri þó að erindi hans í formannsstólinn sé satt að segja ekki mjög ljóst. Áhugasvið formannsins er þröngt og beinist nær eingöngu að húsnæðismálum og lífeyrissjóðsmálum. Enda þótt bráðar úrlausnir á húsnæðismarkaði séu sannarlega mjög brýnt verkefni þá þarf formaður í svo stóru stéttarfélagi eins og VR líka að gefa gaum að mörgu fleira. Formennsku í VR fylgir mikil ábyrgð og áhrifavald og þar hefur sitjandi formaður brugðist að undanförnu. Hann hafði til dæmis ekki dug í sér að fordæma hópuppsögn VR-félaga á skrifstofu Eflingar, þagði þunnu hljóði og lét fjölmiðlamenn ekki ná til sín. Hann hefur löngum gert mjög lítið úr hlutverki ASÍ og talað um að draga þyrfti verslunarmenn út úr sambandinu. Það kom því meira en lítið á óvart þegar hann vildi sjálfur skyndilega setjast í forsetastólinn hjá ASÍ til að sameina fylkingar og “stilla saman strengi”. En það fór nú þannig að hann guggnaði á framboði sínu á miðju ASÍ-þingi og skildi samherja sína í hreyfingunni eftir í hálfgerðu rugli í aðdraganda kjarasamninga, einmitt þegar mikið lá við að sýna samstöðu. Hringlandaháttur formannsins og flótti við gerð nýlegra kjarasamninga er síðan alkunnur. Slíkur leiðtogi er ekki heppilegur. Mikilvægt er fyrir VR-inga að nýta það tækifæri sem nú fæst í formannskjörinu og kjósa Elvu Hrönn Hjartardóttur, frambjóðanda sem hyggst einbeita sér af alefli að brýnum hagsmunum verslunar- og skrifstofufólks í vinnuumhverfi sem verður æ flóknara og alþjóðlegra, frambjóðanda sem vill leitast við að efla samstöðu innan VR og innan verkalýðshreyfingarinnar í heild í stað þeirrar sundrungar sem nú ríkir í hreyfingunni. Elva Hrönn leggur áherslu á jafnrétti og fjölbreytileika og vill stofna ungliðaráð innan VR og gefa þannig ungu fólki enn meira vægi en áður innan félagsins. Það er skynsamleg stefna því að ungt fólk er meirihluti félagsfólks. Ég hef verið svo heppin að kynnast báðum formannsframbjóðendunum og kostum þeirra en eins og málum er háttað mun Elva Hrönn Hjartardóttir fá mitt atkvæði því hún hefur víða sýn á þarfir og verkefni VR og skynjar leiðandi stöðu félagsins á vinnumarkaði, hún kann líka að hlusta á fólk og vinna með fólki sem mun koma sér vel í þeim vandasömu og hugsanlega afdrifaríku kjarasamningsviðræðum sem framundan eru á vinnumarkaði. Ég hef fulla trú á því að Elva Hrönn verði öflugur leiðtogi sem formaður VR og vil hvetja VR-félaga til að kynna sér áherslur og stefnumál hennar. Vonandi verðið þið sammála mér og kjósið Elvu Hrönn sem formann VR í kosningunum sem nú standa yfir. Höfundur sat í stjórn VR frá 2010-2020. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Nú er formannskjör hafið í VR eins og kunnugt er. Sitjandi formaður sækist enn og aftur eftir endurkjöri þó að erindi hans í formannsstólinn sé satt að segja ekki mjög ljóst. Áhugasvið formannsins er þröngt og beinist nær eingöngu að húsnæðismálum og lífeyrissjóðsmálum. Enda þótt bráðar úrlausnir á húsnæðismarkaði séu sannarlega mjög brýnt verkefni þá þarf formaður í svo stóru stéttarfélagi eins og VR líka að gefa gaum að mörgu fleira. Formennsku í VR fylgir mikil ábyrgð og áhrifavald og þar hefur sitjandi formaður brugðist að undanförnu. Hann hafði til dæmis ekki dug í sér að fordæma hópuppsögn VR-félaga á skrifstofu Eflingar, þagði þunnu hljóði og lét fjölmiðlamenn ekki ná til sín. Hann hefur löngum gert mjög lítið úr hlutverki ASÍ og talað um að draga þyrfti verslunarmenn út úr sambandinu. Það kom því meira en lítið á óvart þegar hann vildi sjálfur skyndilega setjast í forsetastólinn hjá ASÍ til að sameina fylkingar og “stilla saman strengi”. En það fór nú þannig að hann guggnaði á framboði sínu á miðju ASÍ-þingi og skildi samherja sína í hreyfingunni eftir í hálfgerðu rugli í aðdraganda kjarasamninga, einmitt þegar mikið lá við að sýna samstöðu. Hringlandaháttur formannsins og flótti við gerð nýlegra kjarasamninga er síðan alkunnur. Slíkur leiðtogi er ekki heppilegur. Mikilvægt er fyrir VR-inga að nýta það tækifæri sem nú fæst í formannskjörinu og kjósa Elvu Hrönn Hjartardóttur, frambjóðanda sem hyggst einbeita sér af alefli að brýnum hagsmunum verslunar- og skrifstofufólks í vinnuumhverfi sem verður æ flóknara og alþjóðlegra, frambjóðanda sem vill leitast við að efla samstöðu innan VR og innan verkalýðshreyfingarinnar í heild í stað þeirrar sundrungar sem nú ríkir í hreyfingunni. Elva Hrönn leggur áherslu á jafnrétti og fjölbreytileika og vill stofna ungliðaráð innan VR og gefa þannig ungu fólki enn meira vægi en áður innan félagsins. Það er skynsamleg stefna því að ungt fólk er meirihluti félagsfólks. Ég hef verið svo heppin að kynnast báðum formannsframbjóðendunum og kostum þeirra en eins og málum er háttað mun Elva Hrönn Hjartardóttir fá mitt atkvæði því hún hefur víða sýn á þarfir og verkefni VR og skynjar leiðandi stöðu félagsins á vinnumarkaði, hún kann líka að hlusta á fólk og vinna með fólki sem mun koma sér vel í þeim vandasömu og hugsanlega afdrifaríku kjarasamningsviðræðum sem framundan eru á vinnumarkaði. Ég hef fulla trú á því að Elva Hrönn verði öflugur leiðtogi sem formaður VR og vil hvetja VR-félaga til að kynna sér áherslur og stefnumál hennar. Vonandi verðið þið sammála mér og kjósið Elvu Hrönn sem formann VR í kosningunum sem nú standa yfir. Höfundur sat í stjórn VR frá 2010-2020.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar