Sjúkraliðar – eftirsóttir til vinnu, líka utan heilbrigðisþjónustunnar Sandra B. Franks skrifar 7. mars 2023 10:30 Næstkomandi vor munu sjúkraliðar útskrifast af háskólastigi í fyrsta skipið. Slíkt er ekki aðeins mikilvægt fyrir sjúkraliða heldur skiptir þetta einnig miklu máli fyrir heilbrigðiskerfið allt. Það er æ meiri og ríkari krafa um endurmenntun og símenntun innan heilbrigðisþjónustunnar og hafa sjúkraliðar sýnt það í verki að þeir eru tilbúnir í slíkt. Fagnám til diplómaprófs fyrir starfandi sjúkraliða er ný námsbraut við Háskólann á Akureyri sem er mikilvæg leið fyrir starfandi sjúkraliða til að byggja ofan á þekkingu sína og færni. Í náminu er lögð áhersla á að efla klíníska færni og þekkingu í samskiptum sem meðferðartæki, sem og þátttöku í þverfaglegu samstarfi og teymisvinnu. Kjörsvið öldrunar- og heimahjúkrunar fór af stað 2021 og er fyrst og fremst hugsað til að auka gæði í heilbrigðis- og velferðarþjónustu til handa öldruðum einstaklingum og fjölskyldum þeirra. Einnig er boðið upp á samfélagsgeðhjúkrun en eftirspurn eftir slíkri heilbrigðisþjónustu mun eingöngu aukast þegar fram líða stundir. Jákvæðu ráðherrarnir: Áslaug og Willum Í síðustu viku átti Sjúkraliðafélag Íslands fund með háskólaráðherra til að ræða sérstaklega um þennan nýja hóp sjúkraliða sem komin á háskólastig. Við nefndum við ráðherrann hugmyndir okkar um mögulegt samstarf Háskólans á Akureyri við Háskóla Íslands. Áslaug, með lausnamiðuðu viðmóti sínu tók jákvætt í hugmyndina, og benti á að slíkt þyrfti vissulega að gerast á forsendum skólanna. Fulltrúar Sjúkraliðafélags Íslands munu því í þessari viku funda með rektor Háskóla Íslands til að ræða m.a. þessa hugmynd. Við ræddum einnig við ráðherrann um mögulegar leiðir til að bæta hjúkrunarþjónustu og hagkvæmni þess að bjóða upp raunfærnimat sem námsleið fyrir þá sjúkraliða sem vilja halda áfram í námi innan hjúkrunarfræðinnar. Sem fyrr tók ráðherra vel undir tillöguna og virtist jákvæð gagnvart slíkri námsleið. Raunfærnimat er í reynd leið til að meta þá færni og þekkingu sem viðkomandi hefur öðlast á vinnumarkaði og/eða í fyrra námi sínu. Matið getur þannig mögulega stytt formlegt nám, sparað hinu opinbera fjármuni og verið hvatning fyrir sjúkraliða til að sækja sér enn frekari menntun á skyldu sviði. Við ræddum einnig þessi mál við heilbrigðisráðherrann í síðustu viku sem ætíð hefur sýnt stöðu sjúkraliða mikinn skilning. Aukin tækifæri til menntunar fyrir sjúkraliða helst einnig í hendur við einn stærsta aðkallandi vanda vestrænna þjóða, sem er skortur á heilbrigðisstarfsfólki. Willum tók undir áherslur félagsins um mikilvægi þess að stjórnendur heilbrigðisstofnana finni þessum sjúkraliðum stað í kerfinu, enda verða þeir mikilvæg viðbót við hjúkrunarþjónustu í landinu sem kemur til með að létta undir með öðru heilbrigðisstarfsfólki og þá einkum hjúkrunarfræðingum. Nú er býnt að bregðast við Sjúkraliðar eru næstfjölmennsta heilbrigðisstétt landsins en allt að 40% þeirra er að detta á lífeyrisaldurinn næstu 15 árin. Þessu til viðbótar fer núna um helmingur nýútskrifaðra sjúkraliða að starfa við annað en fagið og meira en helmingur sjúkraliða hafa í hugsað af alvöru að hætta í starfi síðustu 12 mánuði. Ofan í þessa þróun mun fjöldi eldri borgara tvöfaldast næstu 25 árin og því er ljóst að nú er tíminn til að bregðast við með fleiri tækifærum fyrir menntaða sjúkraliða og almennri fjölgun hjá heilbrigðisstéttum. Boltinn er hjá ráðherrunum Það er mikilvægt að finna stuðning og skilning ráðafólks á stöðu sjúkraliða. Það var þessi ríkisstjórn sem setti á fót þetta nýja háskólanám fyrir sjúkraliða og því er það fullkomlega eðlilegt að þessi sama ríkisstjórn fylgi stefnu sinni vel eftir. Í því ljósi er það frekar furðulegt að Sjúkraliðafélags Íslands standi iðulega í stappi við forsvarsfólk heilbrigðisstofnana þegar kemur að því að gera ráð fyrir þessum nýju menntuðu sjúkraliðum innan stofnana. Þá sætir það einnig furðu hversu erfitt það reynist hjá heilbrigðisstofnunum að taka tillit til aukinnar menntunar sjúkraliða í stofnanasamningum. Ríkisstjórnin og stjórnvöld hafa sýnt að vilji þeirra sé að efla sjúkraliðastéttina, m.a. með auknum tækifærum til viðbótar- og símenntunar. En betur má ef duga skal, því sjúkraliðar eru mjög eftirsóttir til vinnu, einnig utan heilbrigðisþjónustunnar. Þeir hverfa einfaldlega í önnur störf og leita á önnur mið ef ekki er gert ráð fyrir að menntun þeirra sé metin að verðleikum, og til launa. Það þarf að gera ráð fyrir að sjúkraliðar sem lokið hafa fagnámi til diplómaprófs sé sérstaklega ávarpað í stofnanasamningum. Nú mega stjórnvöld ekki missa boltann, heldur þurfa þau að eiga samtalið við sínar undirstofnanir til að tryggja stefna þeirra sé virt. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Næstkomandi vor munu sjúkraliðar útskrifast af háskólastigi í fyrsta skipið. Slíkt er ekki aðeins mikilvægt fyrir sjúkraliða heldur skiptir þetta einnig miklu máli fyrir heilbrigðiskerfið allt. Það er æ meiri og ríkari krafa um endurmenntun og símenntun innan heilbrigðisþjónustunnar og hafa sjúkraliðar sýnt það í verki að þeir eru tilbúnir í slíkt. Fagnám til diplómaprófs fyrir starfandi sjúkraliða er ný námsbraut við Háskólann á Akureyri sem er mikilvæg leið fyrir starfandi sjúkraliða til að byggja ofan á þekkingu sína og færni. Í náminu er lögð áhersla á að efla klíníska færni og þekkingu í samskiptum sem meðferðartæki, sem og þátttöku í þverfaglegu samstarfi og teymisvinnu. Kjörsvið öldrunar- og heimahjúkrunar fór af stað 2021 og er fyrst og fremst hugsað til að auka gæði í heilbrigðis- og velferðarþjónustu til handa öldruðum einstaklingum og fjölskyldum þeirra. Einnig er boðið upp á samfélagsgeðhjúkrun en eftirspurn eftir slíkri heilbrigðisþjónustu mun eingöngu aukast þegar fram líða stundir. Jákvæðu ráðherrarnir: Áslaug og Willum Í síðustu viku átti Sjúkraliðafélag Íslands fund með háskólaráðherra til að ræða sérstaklega um þennan nýja hóp sjúkraliða sem komin á háskólastig. Við nefndum við ráðherrann hugmyndir okkar um mögulegt samstarf Háskólans á Akureyri við Háskóla Íslands. Áslaug, með lausnamiðuðu viðmóti sínu tók jákvætt í hugmyndina, og benti á að slíkt þyrfti vissulega að gerast á forsendum skólanna. Fulltrúar Sjúkraliðafélags Íslands munu því í þessari viku funda með rektor Háskóla Íslands til að ræða m.a. þessa hugmynd. Við ræddum einnig við ráðherrann um mögulegar leiðir til að bæta hjúkrunarþjónustu og hagkvæmni þess að bjóða upp raunfærnimat sem námsleið fyrir þá sjúkraliða sem vilja halda áfram í námi innan hjúkrunarfræðinnar. Sem fyrr tók ráðherra vel undir tillöguna og virtist jákvæð gagnvart slíkri námsleið. Raunfærnimat er í reynd leið til að meta þá færni og þekkingu sem viðkomandi hefur öðlast á vinnumarkaði og/eða í fyrra námi sínu. Matið getur þannig mögulega stytt formlegt nám, sparað hinu opinbera fjármuni og verið hvatning fyrir sjúkraliða til að sækja sér enn frekari menntun á skyldu sviði. Við ræddum einnig þessi mál við heilbrigðisráðherrann í síðustu viku sem ætíð hefur sýnt stöðu sjúkraliða mikinn skilning. Aukin tækifæri til menntunar fyrir sjúkraliða helst einnig í hendur við einn stærsta aðkallandi vanda vestrænna þjóða, sem er skortur á heilbrigðisstarfsfólki. Willum tók undir áherslur félagsins um mikilvægi þess að stjórnendur heilbrigðisstofnana finni þessum sjúkraliðum stað í kerfinu, enda verða þeir mikilvæg viðbót við hjúkrunarþjónustu í landinu sem kemur til með að létta undir með öðru heilbrigðisstarfsfólki og þá einkum hjúkrunarfræðingum. Nú er býnt að bregðast við Sjúkraliðar eru næstfjölmennsta heilbrigðisstétt landsins en allt að 40% þeirra er að detta á lífeyrisaldurinn næstu 15 árin. Þessu til viðbótar fer núna um helmingur nýútskrifaðra sjúkraliða að starfa við annað en fagið og meira en helmingur sjúkraliða hafa í hugsað af alvöru að hætta í starfi síðustu 12 mánuði. Ofan í þessa þróun mun fjöldi eldri borgara tvöfaldast næstu 25 árin og því er ljóst að nú er tíminn til að bregðast við með fleiri tækifærum fyrir menntaða sjúkraliða og almennri fjölgun hjá heilbrigðisstéttum. Boltinn er hjá ráðherrunum Það er mikilvægt að finna stuðning og skilning ráðafólks á stöðu sjúkraliða. Það var þessi ríkisstjórn sem setti á fót þetta nýja háskólanám fyrir sjúkraliða og því er það fullkomlega eðlilegt að þessi sama ríkisstjórn fylgi stefnu sinni vel eftir. Í því ljósi er það frekar furðulegt að Sjúkraliðafélags Íslands standi iðulega í stappi við forsvarsfólk heilbrigðisstofnana þegar kemur að því að gera ráð fyrir þessum nýju menntuðu sjúkraliðum innan stofnana. Þá sætir það einnig furðu hversu erfitt það reynist hjá heilbrigðisstofnunum að taka tillit til aukinnar menntunar sjúkraliða í stofnanasamningum. Ríkisstjórnin og stjórnvöld hafa sýnt að vilji þeirra sé að efla sjúkraliðastéttina, m.a. með auknum tækifærum til viðbótar- og símenntunar. En betur má ef duga skal, því sjúkraliðar eru mjög eftirsóttir til vinnu, einnig utan heilbrigðisþjónustunnar. Þeir hverfa einfaldlega í önnur störf og leita á önnur mið ef ekki er gert ráð fyrir að menntun þeirra sé metin að verðleikum, og til launa. Það þarf að gera ráð fyrir að sjúkraliðar sem lokið hafa fagnámi til diplómaprófs sé sérstaklega ávarpað í stofnanasamningum. Nú mega stjórnvöld ekki missa boltann, heldur þurfa þau að eiga samtalið við sínar undirstofnanir til að tryggja stefna þeirra sé virt. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar