Fótbolti

Enn einn fót­bolta­maðurinn deyr eftir að hafa hnigið niður á vellinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Moustapha Sylla var aðeins 21 árs gamall þegar hann lést.
Moustapha Sylla var aðeins 21 árs gamall þegar hann lést. Getty/Mauro Horita

Fréttir af fráföllum ungra fótboltamanna halda áfram að vekja óhug í knattspyrnuheiminum. Því miður er þetta að gerast aftur og aftur og oft tekst ekki að bjarga viðkomandi.

Nú síðast fréttist af dauða Fílabeinsstrendingnum Moustapha Sylla. Hinn 21 árs gamli Sylla hneig niður í deildarleik á Fílabeinsströndinni.

Sylla var þarna að spila með liði sínu Racing Club Abidjan en liðið var að spila við Sol á heimavelli sínum í Abidjan. Hann spilaði sem varnarmaður.

Sylla hneig niður og var fluttur á sjúkrahús en þar tókst ekki að bjarga lífi hans.

Hvorki félagið eða knattspyrnusamband Fílabeinsstrandarinnar hafa gefið upp ástæður dauðsfallsins.

Það vakti mikla athygli þegar tókst að bjarga lífi Christians Eriksen á Evrópumótinu í fótbolta sumarið 2021 og hann spilaði fótbolta á nýjan leik.

Þá var allt til alls og hann fékk bestu mögulegu aðstoð mjög fljótlega eftir að hann hneig niður.

Það er hins vegar ekki alltaf svo og í þessum kringumstæðum þá skipta sekúndurnar máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×