Sérstöku landsteymi ætlað að bregðast við erfiðari málum strax Fanndís Birna Logadóttir skrifar 6. mars 2023 21:12 Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir þau vinna í stóru myndinni en einnig bregðast við aðkallandi áskorunum sem fyrst. Vísir/Vilhelm Á fimmta hundruð manns tóku þátt í svokölluðum þjóðfundi um framtíð skólaþjónustu í Hörpu í dag, þar sem ný heildarlöggjöf í málaflokknum er væntanleg. Mennta- og barnamálaráðherra segir þau hafa skort löggjöf og stofnun til að aðstoða kerfið við að bregðast við áskorunum en við því sé verið að bregðast. Hann mun koma á fót landsteymi á næstu dögum sem er ætlað er að taka á erfiðum málum. Mikið samráð hefur átt sér stað frá því að tilkynnt var um nýja heildstæða löggjöf í skólamálum og undirbúningur í fullum gangi. Niðurstöður samráðs við nokkur hundruð hagsmunaraðila aðila á undanförnum mánuðum voru meðal annars ræddar á fundinum. „Það hefur verið mikill samhljómur, heyrum við, hjá mjög ólíkum hópum hagsmunaaðila varðandi heildarsýnina. Hvernig fólk sér fyrir sér hvað skólaþjónustan þurfi að gera og svo framvegis. En það eru töluvert mikið af úrlausnarefnum eftir,“ segir Sigrún Daníelsdóttir, verkefnastjóri hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Viðbúið er að ákveðnir þættir, svo sem þrepaskiptur stuðningur í skólum, muni taka langan tíma að framkvæma þar sem mikil uppbygging þarf að eiga sér stað auk þess sem styrkja þurfi innviði. Verið sé að leita að lausnum til lengri og skemmri tíma. „Það er svona verið að raða á flokka, skilgreina og skipuleggja, og það er bara mjög margt sem að við erum enn með algjörlega opið,“ segir Sigrún. Löggjöf til lengri tíma en landsteymi komið á fót strax Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir þau vinna að því að setja upp þjónustukerfi fyrir skólakerfið í heild sinni, hvort sem það eru leik-, grunn- eða framhaldsskólar, svo þau geti tekist á við fjölbreyttar og breytilegar áskoranir sem að blasa við. „Við höfum ekki haft farveginn, við höfum ekki haft stofnun sem hefur það hlutverk að þjónusta þegar slíkt kemur upp, og við höfum ekki samtalskerfið um það hvernig við ætlum að tryggja flæði á milli skólastiga, hvernig við ætlum að tryggja það að lítil og stór sveitarfélög geti tryggt slíka þjónustu og svo framvegis,“ segir Ásmundur Einar. Hann gerir ráð fyrir að ný skólalöggjöf og breytingar samhliða henni fari fyrir þingið næsta vetur en tíma mun taka að innleiða þær breytingar. Þá er frumvarp í samráðsgátt um nýja þjónustustofnun, sem ráðherrann telur munu leggja grunninn að breyttu skólakerfi og tekur að hluta við Menntamálastofnun, og verður það líklega lagt fyrir þingið í vor. „Samhliða þessu erum við líka að tilkynna það hér í dag að við ætlum að setja upp sérstaka landssveit eða landsteymi sem er ætlað að grípa inn í þyngri mál strax inni í skólakerfinu. Það fer í gang á næstu viku, tíu dögum, þannig að þó við séum að vinna í stóru myndinni til lengri tíma þá ætlum við að grípa inn í núna og aðstoða við áskoranir dagsins í dag,“ segir Ásmundur Einar. Undanfarið virðist til að mynda ofbeldi meðal barna hafa aukist og margir nemendur glímt við slæma andlega heilsu. Ítrekað hefur verið kallað eftir því að skólayfirvöld stígi fast þar inn og eru þau að bregðast við því ákalli. „Þetta er eitthvað sem er að gerast víðar en á Íslandi. Það sem við erum að gera hér er að við erum að stíga fyrstu grunnskrefin í því að snúa þessari þróun við, vil ég meina, vegna þess að hluti af því að innleiða þessa skólaþjónustu er að innleiða þrepaskiptan stuðning í skóla og aukna geðheilbrigðisnálgun í skólakerfinu,“ segir hann. Hingað til hafi þau skort tæki til að bregðast við í málaflokk sem er fjölbreyttur og síbreytilegur. „Við höfum ekki haft stofnun og löggjöf sem að hefur það hlutverk að aðstoða skólakerfið við sínar áskoranir en líka við það að þróast í takt við breytt samfélag. Þannig að þessi þjóðfundur hér er bara grundvallarhlekkur í þessu ferðalagi sem er að smíða þessa löggjöf,“ segir Ásmundur Einar. Þá þurfi málin að vera í stöðugri endurskoðun samhliða þróuninni í framtíðinni. „Daginn sem við hættum að spá í því hvort að við þurfum að breyta hlutum í þessu kerfi, þá erum við að byrja hnignum. Þannig að grunnurinn að öllu er lagður í menntakerfinu og þeim kerfum sem þjónusta börn á Íslandi og við þurfum alltaf að vera að taka þau til endurskoðunar,“ segir hann. Skóla - og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Við ætlum ekki að glutra niður þessu tækifæri“ Nýráðinn forstjóri Menntamálastofnunar telur að með boðuðum breytingum barna- og menntamálaráðherra muni íslenska skólakerfið nútímavæðast og verða betur í stakk búið að innleiða nýjungar í kennslu. Nýrri stofnun er ætlað að vera þjónandi og styðjandi við starfsfólk skólanna. 18. október 2022 13:05 Byggjum upp skólaþjónustu til framtíðar – taktu þátt! Hinn 17. október sl. kynnti ég áform um viðamiklar breytingar á menntakerfinu og ný heildarlög um skólaþjónustu. Uppbygging heildstæðrar skólaþjónustu um allt land, sem byggð er á þrepaskiptum stuðningi, er ein af meginaðgerðum menntastefnu til ársins 2030. 25. október 2022 08:00 Yfirvöld þurfi að bregðast við svo þau verði ekki sanngirnisbótaskyld Talskonur Heimilis og skóla segja úrræðaleysi ríkja í málefnum barna sem verða fyrir ofbeldi í skólum. Varaformaðurinn vill fá opinbera stefnumótun í málaflokknum. Ella sé hætta á að það þurfi að greiða þolendum ofbeldis sanngirnisbætur í framtíðinni. 3. október 2022 19:46 Börn niður í ellefu ára aldur beiti ofbeldi til þess eins að fá „læk“ á samfélagsmiðlum Ofbeldi meðal ungra krakka hefur aukist og stöðugt fleiri börn bera á sér vopn, að sögn lögreglu. Dæmi séu um að krakkar allt niður í ellefu ára aldur taki þátt í slagsmálum – oft í þeim eina tilgangi að geta birt af þeim myndbönd á samfélagsmiðlum. 13. desember 2021 21:01 Grípa þurfi fyrr inn í þegar kemur að ofbeldishegðun barna Taka þarf ofbeldi meðal barna og ungmenna föstum tökum og grípa inn fyrr að sögn framkvæmdastjóra Barna- og fjölskyldustofu. Málum þar sem ungmenni beita ofbeldi virðast fara fjölgandi en þrír fjórtán ára drengir réðust á fólk að tilefnislausu í miðbænum í gærkvöldi. 16. október 2022 19:38 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Mikið samráð hefur átt sér stað frá því að tilkynnt var um nýja heildstæða löggjöf í skólamálum og undirbúningur í fullum gangi. Niðurstöður samráðs við nokkur hundruð hagsmunaraðila aðila á undanförnum mánuðum voru meðal annars ræddar á fundinum. „Það hefur verið mikill samhljómur, heyrum við, hjá mjög ólíkum hópum hagsmunaaðila varðandi heildarsýnina. Hvernig fólk sér fyrir sér hvað skólaþjónustan þurfi að gera og svo framvegis. En það eru töluvert mikið af úrlausnarefnum eftir,“ segir Sigrún Daníelsdóttir, verkefnastjóri hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Viðbúið er að ákveðnir þættir, svo sem þrepaskiptur stuðningur í skólum, muni taka langan tíma að framkvæma þar sem mikil uppbygging þarf að eiga sér stað auk þess sem styrkja þurfi innviði. Verið sé að leita að lausnum til lengri og skemmri tíma. „Það er svona verið að raða á flokka, skilgreina og skipuleggja, og það er bara mjög margt sem að við erum enn með algjörlega opið,“ segir Sigrún. Löggjöf til lengri tíma en landsteymi komið á fót strax Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir þau vinna að því að setja upp þjónustukerfi fyrir skólakerfið í heild sinni, hvort sem það eru leik-, grunn- eða framhaldsskólar, svo þau geti tekist á við fjölbreyttar og breytilegar áskoranir sem að blasa við. „Við höfum ekki haft farveginn, við höfum ekki haft stofnun sem hefur það hlutverk að þjónusta þegar slíkt kemur upp, og við höfum ekki samtalskerfið um það hvernig við ætlum að tryggja flæði á milli skólastiga, hvernig við ætlum að tryggja það að lítil og stór sveitarfélög geti tryggt slíka þjónustu og svo framvegis,“ segir Ásmundur Einar. Hann gerir ráð fyrir að ný skólalöggjöf og breytingar samhliða henni fari fyrir þingið næsta vetur en tíma mun taka að innleiða þær breytingar. Þá er frumvarp í samráðsgátt um nýja þjónustustofnun, sem ráðherrann telur munu leggja grunninn að breyttu skólakerfi og tekur að hluta við Menntamálastofnun, og verður það líklega lagt fyrir þingið í vor. „Samhliða þessu erum við líka að tilkynna það hér í dag að við ætlum að setja upp sérstaka landssveit eða landsteymi sem er ætlað að grípa inn í þyngri mál strax inni í skólakerfinu. Það fer í gang á næstu viku, tíu dögum, þannig að þó við séum að vinna í stóru myndinni til lengri tíma þá ætlum við að grípa inn í núna og aðstoða við áskoranir dagsins í dag,“ segir Ásmundur Einar. Undanfarið virðist til að mynda ofbeldi meðal barna hafa aukist og margir nemendur glímt við slæma andlega heilsu. Ítrekað hefur verið kallað eftir því að skólayfirvöld stígi fast þar inn og eru þau að bregðast við því ákalli. „Þetta er eitthvað sem er að gerast víðar en á Íslandi. Það sem við erum að gera hér er að við erum að stíga fyrstu grunnskrefin í því að snúa þessari þróun við, vil ég meina, vegna þess að hluti af því að innleiða þessa skólaþjónustu er að innleiða þrepaskiptan stuðning í skóla og aukna geðheilbrigðisnálgun í skólakerfinu,“ segir hann. Hingað til hafi þau skort tæki til að bregðast við í málaflokk sem er fjölbreyttur og síbreytilegur. „Við höfum ekki haft stofnun og löggjöf sem að hefur það hlutverk að aðstoða skólakerfið við sínar áskoranir en líka við það að þróast í takt við breytt samfélag. Þannig að þessi þjóðfundur hér er bara grundvallarhlekkur í þessu ferðalagi sem er að smíða þessa löggjöf,“ segir Ásmundur Einar. Þá þurfi málin að vera í stöðugri endurskoðun samhliða þróuninni í framtíðinni. „Daginn sem við hættum að spá í því hvort að við þurfum að breyta hlutum í þessu kerfi, þá erum við að byrja hnignum. Þannig að grunnurinn að öllu er lagður í menntakerfinu og þeim kerfum sem þjónusta börn á Íslandi og við þurfum alltaf að vera að taka þau til endurskoðunar,“ segir hann.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Við ætlum ekki að glutra niður þessu tækifæri“ Nýráðinn forstjóri Menntamálastofnunar telur að með boðuðum breytingum barna- og menntamálaráðherra muni íslenska skólakerfið nútímavæðast og verða betur í stakk búið að innleiða nýjungar í kennslu. Nýrri stofnun er ætlað að vera þjónandi og styðjandi við starfsfólk skólanna. 18. október 2022 13:05 Byggjum upp skólaþjónustu til framtíðar – taktu þátt! Hinn 17. október sl. kynnti ég áform um viðamiklar breytingar á menntakerfinu og ný heildarlög um skólaþjónustu. Uppbygging heildstæðrar skólaþjónustu um allt land, sem byggð er á þrepaskiptum stuðningi, er ein af meginaðgerðum menntastefnu til ársins 2030. 25. október 2022 08:00 Yfirvöld þurfi að bregðast við svo þau verði ekki sanngirnisbótaskyld Talskonur Heimilis og skóla segja úrræðaleysi ríkja í málefnum barna sem verða fyrir ofbeldi í skólum. Varaformaðurinn vill fá opinbera stefnumótun í málaflokknum. Ella sé hætta á að það þurfi að greiða þolendum ofbeldis sanngirnisbætur í framtíðinni. 3. október 2022 19:46 Börn niður í ellefu ára aldur beiti ofbeldi til þess eins að fá „læk“ á samfélagsmiðlum Ofbeldi meðal ungra krakka hefur aukist og stöðugt fleiri börn bera á sér vopn, að sögn lögreglu. Dæmi séu um að krakkar allt niður í ellefu ára aldur taki þátt í slagsmálum – oft í þeim eina tilgangi að geta birt af þeim myndbönd á samfélagsmiðlum. 13. desember 2021 21:01 Grípa þurfi fyrr inn í þegar kemur að ofbeldishegðun barna Taka þarf ofbeldi meðal barna og ungmenna föstum tökum og grípa inn fyrr að sögn framkvæmdastjóra Barna- og fjölskyldustofu. Málum þar sem ungmenni beita ofbeldi virðast fara fjölgandi en þrír fjórtán ára drengir réðust á fólk að tilefnislausu í miðbænum í gærkvöldi. 16. október 2022 19:38 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
„Við ætlum ekki að glutra niður þessu tækifæri“ Nýráðinn forstjóri Menntamálastofnunar telur að með boðuðum breytingum barna- og menntamálaráðherra muni íslenska skólakerfið nútímavæðast og verða betur í stakk búið að innleiða nýjungar í kennslu. Nýrri stofnun er ætlað að vera þjónandi og styðjandi við starfsfólk skólanna. 18. október 2022 13:05
Byggjum upp skólaþjónustu til framtíðar – taktu þátt! Hinn 17. október sl. kynnti ég áform um viðamiklar breytingar á menntakerfinu og ný heildarlög um skólaþjónustu. Uppbygging heildstæðrar skólaþjónustu um allt land, sem byggð er á þrepaskiptum stuðningi, er ein af meginaðgerðum menntastefnu til ársins 2030. 25. október 2022 08:00
Yfirvöld þurfi að bregðast við svo þau verði ekki sanngirnisbótaskyld Talskonur Heimilis og skóla segja úrræðaleysi ríkja í málefnum barna sem verða fyrir ofbeldi í skólum. Varaformaðurinn vill fá opinbera stefnumótun í málaflokknum. Ella sé hætta á að það þurfi að greiða þolendum ofbeldis sanngirnisbætur í framtíðinni. 3. október 2022 19:46
Börn niður í ellefu ára aldur beiti ofbeldi til þess eins að fá „læk“ á samfélagsmiðlum Ofbeldi meðal ungra krakka hefur aukist og stöðugt fleiri börn bera á sér vopn, að sögn lögreglu. Dæmi séu um að krakkar allt niður í ellefu ára aldur taki þátt í slagsmálum – oft í þeim eina tilgangi að geta birt af þeim myndbönd á samfélagsmiðlum. 13. desember 2021 21:01
Grípa þurfi fyrr inn í þegar kemur að ofbeldishegðun barna Taka þarf ofbeldi meðal barna og ungmenna föstum tökum og grípa inn fyrr að sögn framkvæmdastjóra Barna- og fjölskyldustofu. Málum þar sem ungmenni beita ofbeldi virðast fara fjölgandi en þrír fjórtán ára drengir réðust á fólk að tilefnislausu í miðbænum í gærkvöldi. 16. október 2022 19:38