Sakaður um að kýla ungmenni, hóta öryggisverði og veifa byssu á næturklúbbi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. mars 2023 23:14 Ja Morant er á leið í að minnsta kosti tveggja leikja bann fyrir að veifa byssu á næturklúbbi eftir tap Memphis Grizzlies, en það er þó ekki það eina sem hann er sakaður um. Vísir/Getty NBA-stjarnan Ja Morant, leikmaður Mamphis Grizzlies, hefur verið sendur í að minnsta kosti tveggja leikja bann eftir að myndband af honum þar sem hann virtist veifa byssu inni á næturklúbbi birtis á Instagram-síðu hans. Þessi 23 ára leikmaður Memphis Grizzlies virtist veifa skammbyssu inni á næturklúbbi þar sem hann var að skemmta sér aðeins nokkrum klukkustundum eftir 113-97 tap liðsins gegn Denver Nuggets í NBA-deildinni í nótt. NBA-deildin er nú með myndskeiðið til skoðunnar og leikmaðurinn hefur verið sendur í að minnsta kosti tveggja leikja bann fyrir athæfið, en það er lið hans sem tekur ákvörðun um að Morant sé á leið í bann. „Ja Morant verður ekki með liðinu í næstu tveimur leikjum í það minnsta,“ sagði í stuttorðri yfirlýsingu frá félaginu. Statement from the Memphis Grizzlies pic.twitter.com/CLB2TG5nnI— Grizzlies PR (@GrizzliesPR) March 4, 2023 Þetta er ekki eina dæmið um það að Ja Morant komi sér í klandur utan vallar. Fyrir rúmum mánuði voru hann og vinir hans sakaðir um að beina rauðum laser á liðsrútu Indiana Pacers og nú í vikunni var hann sakaður um að hóta öryggisverði í verslunarmiðstöð seinasta sumar. Öryggisvörðurinn tilkynnti Morant til lögreglu eftir samskipti þeirra sem áttu sér stað á bílastæði fyrir utan verslunarmiðstöðina. 🤦♂️ pic.twitter.com/bXrEFjjc4W— NBACentral (@TheNBACentral) March 4, 2023 Þá er Morant einnig sakaður um að hafa kýlt 17 ára dreng ítrekað er þeir spiluðu körfubolta á heimili leikmannsins. Það atvik átti sér stað fjórum dögum eftir að Morant hótaði öryggisverðinum, en hann og vinir hans eru sagðir hafa slegið drenginn til jarðar og eftir að slagsmálunum lauk hafi Morant farið inn á heimili sitt og komið aftur út með byssu sýnilega. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagði Morant þó að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. Hann hafi vissulega átt fyrsta höggið, en aðeins eftir að drengurinn kastaði bolta í höfuð hans og gekk í átt til hans. Þá segir Morant að drengurinn hafi hótað að kveikja í heimili hans þegar hann gekk í burtu eftir atvikið. Ja Morant was accused of punching a 17-year-old boy 12-13 times and flashing a gun at him during a pickup basketball game last summer, according to a police report obtained by @mollyhcFull story: https://t.co/NsRnhsIXlk pic.twitter.com/DH0utTt37V— Bleacher Report (@BleacherReport) March 1, 2023 NBA Skotvopn Mest lesið Uppgjör: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Sjá meira
Þessi 23 ára leikmaður Memphis Grizzlies virtist veifa skammbyssu inni á næturklúbbi þar sem hann var að skemmta sér aðeins nokkrum klukkustundum eftir 113-97 tap liðsins gegn Denver Nuggets í NBA-deildinni í nótt. NBA-deildin er nú með myndskeiðið til skoðunnar og leikmaðurinn hefur verið sendur í að minnsta kosti tveggja leikja bann fyrir athæfið, en það er lið hans sem tekur ákvörðun um að Morant sé á leið í bann. „Ja Morant verður ekki með liðinu í næstu tveimur leikjum í það minnsta,“ sagði í stuttorðri yfirlýsingu frá félaginu. Statement from the Memphis Grizzlies pic.twitter.com/CLB2TG5nnI— Grizzlies PR (@GrizzliesPR) March 4, 2023 Þetta er ekki eina dæmið um það að Ja Morant komi sér í klandur utan vallar. Fyrir rúmum mánuði voru hann og vinir hans sakaðir um að beina rauðum laser á liðsrútu Indiana Pacers og nú í vikunni var hann sakaður um að hóta öryggisverði í verslunarmiðstöð seinasta sumar. Öryggisvörðurinn tilkynnti Morant til lögreglu eftir samskipti þeirra sem áttu sér stað á bílastæði fyrir utan verslunarmiðstöðina. 🤦♂️ pic.twitter.com/bXrEFjjc4W— NBACentral (@TheNBACentral) March 4, 2023 Þá er Morant einnig sakaður um að hafa kýlt 17 ára dreng ítrekað er þeir spiluðu körfubolta á heimili leikmannsins. Það atvik átti sér stað fjórum dögum eftir að Morant hótaði öryggisverðinum, en hann og vinir hans eru sagðir hafa slegið drenginn til jarðar og eftir að slagsmálunum lauk hafi Morant farið inn á heimili sitt og komið aftur út með byssu sýnilega. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagði Morant þó að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. Hann hafi vissulega átt fyrsta höggið, en aðeins eftir að drengurinn kastaði bolta í höfuð hans og gekk í átt til hans. Þá segir Morant að drengurinn hafi hótað að kveikja í heimili hans þegar hann gekk í burtu eftir atvikið. Ja Morant was accused of punching a 17-year-old boy 12-13 times and flashing a gun at him during a pickup basketball game last summer, according to a police report obtained by @mollyhcFull story: https://t.co/NsRnhsIXlk pic.twitter.com/DH0utTt37V— Bleacher Report (@BleacherReport) March 1, 2023
NBA Skotvopn Mest lesið Uppgjör: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Sjá meira