VR fyrir öll – upplýsingar til Elvu, frambjóðanda til formanns Helga Ingólfsdóttir skrifar 4. mars 2023 15:00 Elva Hrönn Hjartardóttir frambjóðandi til formanns VR setti fram skoðun hér á Visi.is í morgun sem mig langar að bregðast við. Félagsmenn VR sem eru að nálgast 40 þúsund eru vissulega fjölbreyttur hópur og allt starf félagsins tekur mið af því. Jafnréttis og mannréttindamál skipa stóran sett í allri starfsemi félagsins sem þróast í takt við þarfir félagsmanna og breytingar í samfélaginu. Jafnlaunavottun VR var einmitt það sem dró mig að félaginu á sínum tíma og á vegum stjórnar VR eru starfandi margar nefndir, þar á meðal Jafnréttisnefnd. Vakað á vaktinni – 3ja vaktin er orð ársins! Elva telur að VR hafi sofið á jafnréttisvaktinni en nefnir ekki einu orði 3ju vaktina sem er öflugt átak Jafnréttisnefndar VR undir formennsku Fríðu Thoroddsen, stjórnarkonu í VR. Herferðin um 3ju vaktina vakti svo mikla athygli að það var nefnt orð ársins. Tilgangurinn með 3ju vaktinni felst í því að opna umræðu um hver ber ábyrgð á mörgum þáttum í heimilishaldi, uppeldi og ummönnun fjölskyldumeðlima. Hvað skyldum við mörg þekkja dæmi um að þarna hefur ekki verið rétt gefið og misjöfn ábyrgð foreldra á uppeldi og ummönnum hefur síðan leitt til þess að annað foreldri og oftar móðirin axlar meiri ábyrgð sem aftur hefur áhrif á starfsframa og möguleika á betri kjörum. Við vitum öll að það er enn verk að vinna að ná launajafnrétti og tryggja jafna möguleika allra kynja á vinnumarkaði og svo sannarlega má ekki gleyma að nefna það sem vel er gert og 3ja vaktin er klárlega eitt dæmi af mörgum þar sem VR hefur látið til sín taka í jafnréttismálum. Stjórn VR er samninganefnd félagsins og 6000 félagsmenn taka þátt Það er sérstakt að heyra endurtekið af hálfu Elvu að tveir aðilar(lesist: karlmenn) fari fyrir samningaviðræðum 40 þúsund félagsmanna VR og miður að upplifa vanþekkingu hennar á innra starfi félagsins VR og starfi stjórnar sem er jafnframt samninganefnd félagins. Stjórn VR sem er skipuð 7 konum og 7 körlum er formleg samninganefnd VR og tekur sitt hlutverk alvarlega. Kjaramálasvið VR er svo skipað öflugum starfsmönnum af báðum kynjum og víðtækt samráð er haft við félagsmenn og trúnaðarráð um áherslur félagsmanna og forgangsröðun. Rödd fjölbreytileikans innan VR kemur svo sannarlega fram í kröfugerð félagsins sem 6000 félagsmenn taka þátt í að móta. Margra mánaða vinna kjaramálasviðs og hagfræðideildar félagsins kemur svo á borð stjórnar til umræðu í aðdraganda kjaraviðræðna og þannig fær formaður sitt umboð. Kraftur í baráttunni og ójafnrétti víða Stærsta stéttarfélag landsins VR beitir sér stöðugt fyrir jafnrétti og mannréttindum og stendur öfluga vakt um helstu baráttumál félagsmanna sinna. VR hefur vakið sérstaka athygli á kynbundnu ofbeldi og áreitni með herferðum og sett fræðsluefni á heimasíðu félagsins. Sitjandi stjórn VR og Ragnar Þór Ingólfsson formaður félagsins hafa beitt sér sérstaklega fyrir því mikla ójafnrétti sem felst í mismunandi aðgengi að öruggu húsnæði og þeirri baráttu er ekki lokið. Unga fólkið okkar þarf að sjá möguleika á að geta flutt að heiman og geta framfleytt sér. VR er fjárhagslegur bakhjarl Gráa hersins í lögsókn gegn skerðingum en ójafnrétti eldri borgara er mikið þar sem skerðingar á greiðslum frá Tryggingarstofnun taka 70% af hækkun á lífeyri frá Live sem er nöturlegt fyrir eldri borgara sem ekki eiga mikinn rétt hjá sjóðnum. Laun sem duga til framfærslu er svo stærsta mannréttindamálið því þannig leggjum við grunn að sjálfstæði og reisn allra. Er kominn tími á breytingar? Styrkur VR felst í öflugu lýðræði með rafrænum kosningum á hverju ári þar sem kosið er um 7 fulltrúa í stjórn og á tveggja ára fresti þar kosið er til formanns. Hvort það er kominn tími á breytingar er í höndum félagmanna en það er umhugsunarefni þegar tæpt ár er í að samningar verði lausir á ný og viðræður um næsta kjarasamning þegar komnar í ákveðinn farveg. Miðað við þá hörku sem viðsemjendur okkar hafa sýnt nýverið í samingum mun reyna verulega á reynslu, kraft og þor stjórnar og formanns VR í næstu kjaralotu. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Elva Hrönn Hjartardóttir frambjóðandi til formanns VR setti fram skoðun hér á Visi.is í morgun sem mig langar að bregðast við. Félagsmenn VR sem eru að nálgast 40 þúsund eru vissulega fjölbreyttur hópur og allt starf félagsins tekur mið af því. Jafnréttis og mannréttindamál skipa stóran sett í allri starfsemi félagsins sem þróast í takt við þarfir félagsmanna og breytingar í samfélaginu. Jafnlaunavottun VR var einmitt það sem dró mig að félaginu á sínum tíma og á vegum stjórnar VR eru starfandi margar nefndir, þar á meðal Jafnréttisnefnd. Vakað á vaktinni – 3ja vaktin er orð ársins! Elva telur að VR hafi sofið á jafnréttisvaktinni en nefnir ekki einu orði 3ju vaktina sem er öflugt átak Jafnréttisnefndar VR undir formennsku Fríðu Thoroddsen, stjórnarkonu í VR. Herferðin um 3ju vaktina vakti svo mikla athygli að það var nefnt orð ársins. Tilgangurinn með 3ju vaktinni felst í því að opna umræðu um hver ber ábyrgð á mörgum þáttum í heimilishaldi, uppeldi og ummönnun fjölskyldumeðlima. Hvað skyldum við mörg þekkja dæmi um að þarna hefur ekki verið rétt gefið og misjöfn ábyrgð foreldra á uppeldi og ummönnum hefur síðan leitt til þess að annað foreldri og oftar móðirin axlar meiri ábyrgð sem aftur hefur áhrif á starfsframa og möguleika á betri kjörum. Við vitum öll að það er enn verk að vinna að ná launajafnrétti og tryggja jafna möguleika allra kynja á vinnumarkaði og svo sannarlega má ekki gleyma að nefna það sem vel er gert og 3ja vaktin er klárlega eitt dæmi af mörgum þar sem VR hefur látið til sín taka í jafnréttismálum. Stjórn VR er samninganefnd félagsins og 6000 félagsmenn taka þátt Það er sérstakt að heyra endurtekið af hálfu Elvu að tveir aðilar(lesist: karlmenn) fari fyrir samningaviðræðum 40 þúsund félagsmanna VR og miður að upplifa vanþekkingu hennar á innra starfi félagsins VR og starfi stjórnar sem er jafnframt samninganefnd félagins. Stjórn VR sem er skipuð 7 konum og 7 körlum er formleg samninganefnd VR og tekur sitt hlutverk alvarlega. Kjaramálasvið VR er svo skipað öflugum starfsmönnum af báðum kynjum og víðtækt samráð er haft við félagsmenn og trúnaðarráð um áherslur félagsmanna og forgangsröðun. Rödd fjölbreytileikans innan VR kemur svo sannarlega fram í kröfugerð félagsins sem 6000 félagsmenn taka þátt í að móta. Margra mánaða vinna kjaramálasviðs og hagfræðideildar félagsins kemur svo á borð stjórnar til umræðu í aðdraganda kjaraviðræðna og þannig fær formaður sitt umboð. Kraftur í baráttunni og ójafnrétti víða Stærsta stéttarfélag landsins VR beitir sér stöðugt fyrir jafnrétti og mannréttindum og stendur öfluga vakt um helstu baráttumál félagsmanna sinna. VR hefur vakið sérstaka athygli á kynbundnu ofbeldi og áreitni með herferðum og sett fræðsluefni á heimasíðu félagsins. Sitjandi stjórn VR og Ragnar Þór Ingólfsson formaður félagsins hafa beitt sér sérstaklega fyrir því mikla ójafnrétti sem felst í mismunandi aðgengi að öruggu húsnæði og þeirri baráttu er ekki lokið. Unga fólkið okkar þarf að sjá möguleika á að geta flutt að heiman og geta framfleytt sér. VR er fjárhagslegur bakhjarl Gráa hersins í lögsókn gegn skerðingum en ójafnrétti eldri borgara er mikið þar sem skerðingar á greiðslum frá Tryggingarstofnun taka 70% af hækkun á lífeyri frá Live sem er nöturlegt fyrir eldri borgara sem ekki eiga mikinn rétt hjá sjóðnum. Laun sem duga til framfærslu er svo stærsta mannréttindamálið því þannig leggjum við grunn að sjálfstæði og reisn allra. Er kominn tími á breytingar? Styrkur VR felst í öflugu lýðræði með rafrænum kosningum á hverju ári þar sem kosið er um 7 fulltrúa í stjórn og á tveggja ára fresti þar kosið er til formanns. Hvort það er kominn tími á breytingar er í höndum félagmanna en það er umhugsunarefni þegar tæpt ár er í að samningar verði lausir á ný og viðræður um næsta kjarasamning þegar komnar í ákveðinn farveg. Miðað við þá hörku sem viðsemjendur okkar hafa sýnt nýverið í samingum mun reyna verulega á reynslu, kraft og þor stjórnar og formanns VR í næstu kjaralotu. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar VR.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun