Tekjur sveitarfélaga, ný hugsun til framtíðar Anton Guðmundsson skrifar 3. mars 2023 09:00 Um tekjustofna sveitarfélaga gilda ákvæði laga nr. 4/1995, tekjustofnalögin. Samkvæmt þeim eru tekjustofnar sveitarfélaga útsvar, fasteignaskattur og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Þá innheimta sveitarfélög gjöld fyrir veitta þjónustu skv. gjaldskrá, s.s. leikskólagjöld, holræsagjöld, vatnsgjald, o.fl., allt eftir því sem lög og reglugerðir mæla fyrir um. Áskilið er að álögð þjónustugjöld séu ekki hærri en raunkostnaður við veitingu viðkomandi þjónustu. Enn fremur hafa sveitarfélög tekjur af eignum sínum, eigin fyrirtækjum og stofnunum sem rekin eru í almannaþágu. Þá innheimta sveitarfélög leigutekjur af lóðum sem þau eiga og hafa úthlutað undir byggingar. Sum sveitarfélög hafa tekjur af sölu byggingaréttar eða viðlíka leyfum til bygginga. Í mínum huga liggur fyrir að sveitarfélög þurfa á auknum tekjum að halda. Á ársþingi Sambands íslenskara sveitarfélaga sem haldið var á akureyri í September síðastliðnum var kynnt skýrsla um endurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaga og hve mikil þörf sé fyrir auknum tekjum sveitarfélaga og var talan 20 milljarðar nefnd. Eini skattur sem fyrirtæki greiða beint til sveitarfélaga eru fasteignagjöld, þessu þarf að breyta að mínu mati, Tryggja þarf sterkari rekstrargrundvöll sveitarfélaga vegna þeirra auknu verkefna sem sveitarfélög eru að fást við, nefni ég málefni grunnskóla og málefni fatlaðs fólks sem dæmi sem eru alfarið komin yfir á sveitarfélögin. Sækja mætti talsverðar tekjur með því að innheimta útsvar af þeim sem eru í rekstri og lifa á fjármagnstekjum, þá á ég ekki við að auka skattheimtuna, heldur að fjármagnstekjuskattur myndi renna bæði til ríkis og sveitarfélaga, þá mætti skattleggja orkumannvirki og færa ýmis opinber gjöld af atvinnurekstri alfarið til sveitarfélaganna. Stærsti þátturinn í þessari tekjuöflun væri leiðrétting á greiðslum til verkefna sem flutt hafa verið frá ríki til sveitarfélaga á undanförnum árum. Við þurfum að kasta við hverjum stein og taka umræðuna og síðan ákvarðanir um þessi mál, Við þurfum að skapa nýja sýn og nýja hugsun til framtíðar í þessum málum. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ og formaður bæjarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Rekstur hins opinbera Suðurnesjabær Skattar og tollar Anton Guðmundsson Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Um tekjustofna sveitarfélaga gilda ákvæði laga nr. 4/1995, tekjustofnalögin. Samkvæmt þeim eru tekjustofnar sveitarfélaga útsvar, fasteignaskattur og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Þá innheimta sveitarfélög gjöld fyrir veitta þjónustu skv. gjaldskrá, s.s. leikskólagjöld, holræsagjöld, vatnsgjald, o.fl., allt eftir því sem lög og reglugerðir mæla fyrir um. Áskilið er að álögð þjónustugjöld séu ekki hærri en raunkostnaður við veitingu viðkomandi þjónustu. Enn fremur hafa sveitarfélög tekjur af eignum sínum, eigin fyrirtækjum og stofnunum sem rekin eru í almannaþágu. Þá innheimta sveitarfélög leigutekjur af lóðum sem þau eiga og hafa úthlutað undir byggingar. Sum sveitarfélög hafa tekjur af sölu byggingaréttar eða viðlíka leyfum til bygginga. Í mínum huga liggur fyrir að sveitarfélög þurfa á auknum tekjum að halda. Á ársþingi Sambands íslenskara sveitarfélaga sem haldið var á akureyri í September síðastliðnum var kynnt skýrsla um endurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaga og hve mikil þörf sé fyrir auknum tekjum sveitarfélaga og var talan 20 milljarðar nefnd. Eini skattur sem fyrirtæki greiða beint til sveitarfélaga eru fasteignagjöld, þessu þarf að breyta að mínu mati, Tryggja þarf sterkari rekstrargrundvöll sveitarfélaga vegna þeirra auknu verkefna sem sveitarfélög eru að fást við, nefni ég málefni grunnskóla og málefni fatlaðs fólks sem dæmi sem eru alfarið komin yfir á sveitarfélögin. Sækja mætti talsverðar tekjur með því að innheimta útsvar af þeim sem eru í rekstri og lifa á fjármagnstekjum, þá á ég ekki við að auka skattheimtuna, heldur að fjármagnstekjuskattur myndi renna bæði til ríkis og sveitarfélaga, þá mætti skattleggja orkumannvirki og færa ýmis opinber gjöld af atvinnurekstri alfarið til sveitarfélaganna. Stærsti þátturinn í þessari tekjuöflun væri leiðrétting á greiðslum til verkefna sem flutt hafa verið frá ríki til sveitarfélaga á undanförnum árum. Við þurfum að kasta við hverjum stein og taka umræðuna og síðan ákvarðanir um þessi mál, Við þurfum að skapa nýja sýn og nýja hugsun til framtíðar í þessum málum. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ og formaður bæjarráðs.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar