Í hverju liggur mesta óréttlæti á Íslandi? Sandra B. Franks skrifar 1. mars 2023 08:30 Þessari spurningu er hægt að svara með ýmsum hætti. Eitt svarið er sú staðreynd að konur fá lægri laun en karlar fyrir sambærileg störf. Iðulega eru störf sem unnin af konum minna metin en karlastörf, og um árabil hefur þetta verið rannsakað og rætt. Er þá ýmist bent á leiðréttan launamun eða óleiðréttan launamun, og svo þennan kynbundna launamun. Í þessu sambandi er rétt að minna á að atvinnuþáttaka kvenna er hvergi eins mikil og hér á landi. Og kynbundinn launamunur ræðst af því að á íslenskum vinnumarkaði eru starfstéttir sem að mestum hluta eru skipaðar körlum og svo eru aðrar starfstéttir sem að mestum hluta eru skipaðar konum, þ.e. hinn kynskpti vinnumarkaður. Nýverið var haldin ráðstefna um samstarf sveitarfélaga um launajafnrétti. Á ráðstefnunni kom fram að kynbundinn launamunur á Íslandi er um 10%. Í því sambandi var bent á dæmi sem sýnir að kona með 650.000 kr. í laun á mánuði verður af tæplegri milljón á ári, sem telst vera um 45 milljónir á starfsævinni. Til viðbótar við það verða lífeyrisgreiðslur hennar lægri en ella. Ef við myndum stækka þennan hóp í 2.000 konur, sem er u.þ.b. sami fjöldi og starfandi kvenkyns sjúkraliðar á Íslandi, kemur í ljós að þessi hópur er snuðaður um tæpa 2 milljarða á ári. Aðgerðir skipta máli Á þessari umræddu ráðstefnu kom einnig fram að launamunur karla og kvenna er töluvert minni meðal þeirra sem starfa hjá sveitarfélögum en meðal þeirra sem starfa hjá ríkinu eða á almennum vinnumarkaði. Það er m.a. vegna þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til hjá sveitarfélögunum, sem nota hið svokallaða starfsmatskerfi við launamyndun starfsfólks. Starfsmat „metur ólík störf í mismunandi starfsstéttir út frá sömu viðmiðum og dregur þannig úr launamun vegna kynbundinna skiptingar vinnumarkaðarins.“ Aðgerðir skipta verulegu máli. Það er hægt að vinna á þessum launamun og það á að vera hægt að uppræta hann. Launamunurinn hverfur ekki af sjálfum sér, það þarf að grípa til aðgerða og breyta núverandi aðferðarfræði um launamyndun. Við getum ekki bara beðið eftir „viðhorfsbreytingunni“ eins og sumir telja nóg. Það þarf að fara út úr núverandi kerfi og innleiða nýtt virðismatskerfi, sem t.d. byggir á hugmyndafræð starfsmats. Lögin tala um jafnrétti. Stjórnarskráin talar einnig um jafnrétti. En samfélagið tryggir það ekki. Það er til staðar kerfisbundið vanmat á störfum kvenna. Fyrst kerfið er okkur óhagstætt þarf að breyta kerfinu. Það þarf að taka mikilvægar ákvarðanir til að tryggja aðgerðir. Það er ekki hægt að horfa aðgerðarlaus upp á að stjórnvöld snuði heilu fagstéttirnar, eins og okkur sjúkraliða, um milljarða bara fyrir það eitt að vera ekki með utanáliggjandi þvagrás. Gerum kvenna-kjarasamninga Við hjá Sjúkraliðafélagi Íslands höfum bent á að nú sé tíminn til að gera „kvenna-kjarasamninga“. Kjarasamninga sem leiðrétta þetta óréttlæti. Á mannamáli er þetta leiðrétting sem þýðir laun hefðbundinna kvennastétta hækka hlutfalslega meira en hjá öðrum. Þetta þýðir ekki að laun kvenna verði hærri en laun karla heldur einungis jöfn. Þessi leið er ekki einungis sanngjörn heldur einnig hagkvæm fyrir samfélagið allt. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Jafnréttismál Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Sjá meira
Þessari spurningu er hægt að svara með ýmsum hætti. Eitt svarið er sú staðreynd að konur fá lægri laun en karlar fyrir sambærileg störf. Iðulega eru störf sem unnin af konum minna metin en karlastörf, og um árabil hefur þetta verið rannsakað og rætt. Er þá ýmist bent á leiðréttan launamun eða óleiðréttan launamun, og svo þennan kynbundna launamun. Í þessu sambandi er rétt að minna á að atvinnuþáttaka kvenna er hvergi eins mikil og hér á landi. Og kynbundinn launamunur ræðst af því að á íslenskum vinnumarkaði eru starfstéttir sem að mestum hluta eru skipaðar körlum og svo eru aðrar starfstéttir sem að mestum hluta eru skipaðar konum, þ.e. hinn kynskpti vinnumarkaður. Nýverið var haldin ráðstefna um samstarf sveitarfélaga um launajafnrétti. Á ráðstefnunni kom fram að kynbundinn launamunur á Íslandi er um 10%. Í því sambandi var bent á dæmi sem sýnir að kona með 650.000 kr. í laun á mánuði verður af tæplegri milljón á ári, sem telst vera um 45 milljónir á starfsævinni. Til viðbótar við það verða lífeyrisgreiðslur hennar lægri en ella. Ef við myndum stækka þennan hóp í 2.000 konur, sem er u.þ.b. sami fjöldi og starfandi kvenkyns sjúkraliðar á Íslandi, kemur í ljós að þessi hópur er snuðaður um tæpa 2 milljarða á ári. Aðgerðir skipta máli Á þessari umræddu ráðstefnu kom einnig fram að launamunur karla og kvenna er töluvert minni meðal þeirra sem starfa hjá sveitarfélögum en meðal þeirra sem starfa hjá ríkinu eða á almennum vinnumarkaði. Það er m.a. vegna þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til hjá sveitarfélögunum, sem nota hið svokallaða starfsmatskerfi við launamyndun starfsfólks. Starfsmat „metur ólík störf í mismunandi starfsstéttir út frá sömu viðmiðum og dregur þannig úr launamun vegna kynbundinna skiptingar vinnumarkaðarins.“ Aðgerðir skipta verulegu máli. Það er hægt að vinna á þessum launamun og það á að vera hægt að uppræta hann. Launamunurinn hverfur ekki af sjálfum sér, það þarf að grípa til aðgerða og breyta núverandi aðferðarfræði um launamyndun. Við getum ekki bara beðið eftir „viðhorfsbreytingunni“ eins og sumir telja nóg. Það þarf að fara út úr núverandi kerfi og innleiða nýtt virðismatskerfi, sem t.d. byggir á hugmyndafræð starfsmats. Lögin tala um jafnrétti. Stjórnarskráin talar einnig um jafnrétti. En samfélagið tryggir það ekki. Það er til staðar kerfisbundið vanmat á störfum kvenna. Fyrst kerfið er okkur óhagstætt þarf að breyta kerfinu. Það þarf að taka mikilvægar ákvarðanir til að tryggja aðgerðir. Það er ekki hægt að horfa aðgerðarlaus upp á að stjórnvöld snuði heilu fagstéttirnar, eins og okkur sjúkraliða, um milljarða bara fyrir það eitt að vera ekki með utanáliggjandi þvagrás. Gerum kvenna-kjarasamninga Við hjá Sjúkraliðafélagi Íslands höfum bent á að nú sé tíminn til að gera „kvenna-kjarasamninga“. Kjarasamninga sem leiðrétta þetta óréttlæti. Á mannamáli er þetta leiðrétting sem þýðir laun hefðbundinna kvennastétta hækka hlutfalslega meira en hjá öðrum. Þetta þýðir ekki að laun kvenna verði hærri en laun karla heldur einungis jöfn. Þessi leið er ekki einungis sanngjörn heldur einnig hagkvæm fyrir samfélagið allt. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun