Mjólkurafurðir hækka minnst í verði á Íslandi Erna Bjarnadóttir skrifar 28. febrúar 2023 17:00 Undanfarið ár hefur verðbólga verið í sögulegum hæðum í nágrannalöndum okkar. Helstu verðbólguvaldar eru þar verð á eldsneyti (þar með talið húshitunarkostnaði) og matvöruverð sem hefur hækkað með ógnarhraða síðastliðið ár. Evrópusambandið birtir mánaðarlega upplýsingar um verðþróun matvæla á sérstöku mælaborði fyrir fæðuöryggi. Nú hafa birst samræmdar tölur fyrir verðþróun síðastliðna tólf mánuði, miðað við janúar 2023. Það vekur óneitanlega athygli að þegar þær upplýsingar eru bornar saman við þróun matvælaverðs á Íslandi, var aðeins eitt land innan ESB þar sem verð á matvörum hækkaði minna en á Íslandi á þessu tólf mánaða tímabili, Kýpur. Heimild: ESB: https://agridata.ec.europa.eu/extensions/FoodSecurity/FoodSecurity.html og Hagstofa Íslands Verðþróun á mjólk, ostum og eggjum Þegar litið er á einstaka undirliði matvælaverðs kemur í ljós að verð hækkaði minnst á Íslandi í þremur vöruflokkum, brauði og kornvörum, sykri og mjólk, ostum og eggjum. Meðfylgjandi línurit sýnir samanburð fyrir síðasttalda flokkinn fyrir öll lönd ESB auk Íslands. Jafnvel þekkt mjólkurframleiðslulönd eins og Danmörk (21,9%) Holland (28%) og Þýskaland (34%) reynast vera með 67%-174% meiri hækkanir á mjólkurverði en raun var á hér á landi. Niðurstaða Þessi samanburður sýnir að flest lönd innan ESB glíma við meiri verðhækkanir á matvælum en Ísland. Þetta á ekki hvað síst við um þann undirflokk matvæla sem innlend framleiðsla hér á landi á hvað mestan hlut í þ.e. mjólk, ostar og egg. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Erna Bjarnadóttir Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Undanfarið ár hefur verðbólga verið í sögulegum hæðum í nágrannalöndum okkar. Helstu verðbólguvaldar eru þar verð á eldsneyti (þar með talið húshitunarkostnaði) og matvöruverð sem hefur hækkað með ógnarhraða síðastliðið ár. Evrópusambandið birtir mánaðarlega upplýsingar um verðþróun matvæla á sérstöku mælaborði fyrir fæðuöryggi. Nú hafa birst samræmdar tölur fyrir verðþróun síðastliðna tólf mánuði, miðað við janúar 2023. Það vekur óneitanlega athygli að þegar þær upplýsingar eru bornar saman við þróun matvælaverðs á Íslandi, var aðeins eitt land innan ESB þar sem verð á matvörum hækkaði minna en á Íslandi á þessu tólf mánaða tímabili, Kýpur. Heimild: ESB: https://agridata.ec.europa.eu/extensions/FoodSecurity/FoodSecurity.html og Hagstofa Íslands Verðþróun á mjólk, ostum og eggjum Þegar litið er á einstaka undirliði matvælaverðs kemur í ljós að verð hækkaði minnst á Íslandi í þremur vöruflokkum, brauði og kornvörum, sykri og mjólk, ostum og eggjum. Meðfylgjandi línurit sýnir samanburð fyrir síðasttalda flokkinn fyrir öll lönd ESB auk Íslands. Jafnvel þekkt mjólkurframleiðslulönd eins og Danmörk (21,9%) Holland (28%) og Þýskaland (34%) reynast vera með 67%-174% meiri hækkanir á mjólkurverði en raun var á hér á landi. Niðurstaða Þessi samanburður sýnir að flest lönd innan ESB glíma við meiri verðhækkanir á matvælum en Ísland. Þetta á ekki hvað síst við um þann undirflokk matvæla sem innlend framleiðsla hér á landi á hvað mestan hlut í þ.e. mjólk, ostar og egg. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar