Mjólkurafurðir hækka minnst í verði á Íslandi Erna Bjarnadóttir skrifar 28. febrúar 2023 17:00 Undanfarið ár hefur verðbólga verið í sögulegum hæðum í nágrannalöndum okkar. Helstu verðbólguvaldar eru þar verð á eldsneyti (þar með talið húshitunarkostnaði) og matvöruverð sem hefur hækkað með ógnarhraða síðastliðið ár. Evrópusambandið birtir mánaðarlega upplýsingar um verðþróun matvæla á sérstöku mælaborði fyrir fæðuöryggi. Nú hafa birst samræmdar tölur fyrir verðþróun síðastliðna tólf mánuði, miðað við janúar 2023. Það vekur óneitanlega athygli að þegar þær upplýsingar eru bornar saman við þróun matvælaverðs á Íslandi, var aðeins eitt land innan ESB þar sem verð á matvörum hækkaði minna en á Íslandi á þessu tólf mánaða tímabili, Kýpur. Heimild: ESB: https://agridata.ec.europa.eu/extensions/FoodSecurity/FoodSecurity.html og Hagstofa Íslands Verðþróun á mjólk, ostum og eggjum Þegar litið er á einstaka undirliði matvælaverðs kemur í ljós að verð hækkaði minnst á Íslandi í þremur vöruflokkum, brauði og kornvörum, sykri og mjólk, ostum og eggjum. Meðfylgjandi línurit sýnir samanburð fyrir síðasttalda flokkinn fyrir öll lönd ESB auk Íslands. Jafnvel þekkt mjólkurframleiðslulönd eins og Danmörk (21,9%) Holland (28%) og Þýskaland (34%) reynast vera með 67%-174% meiri hækkanir á mjólkurverði en raun var á hér á landi. Niðurstaða Þessi samanburður sýnir að flest lönd innan ESB glíma við meiri verðhækkanir á matvælum en Ísland. Þetta á ekki hvað síst við um þann undirflokk matvæla sem innlend framleiðsla hér á landi á hvað mestan hlut í þ.e. mjólk, ostar og egg. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Erna Bjarnadóttir Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið ár hefur verðbólga verið í sögulegum hæðum í nágrannalöndum okkar. Helstu verðbólguvaldar eru þar verð á eldsneyti (þar með talið húshitunarkostnaði) og matvöruverð sem hefur hækkað með ógnarhraða síðastliðið ár. Evrópusambandið birtir mánaðarlega upplýsingar um verðþróun matvæla á sérstöku mælaborði fyrir fæðuöryggi. Nú hafa birst samræmdar tölur fyrir verðþróun síðastliðna tólf mánuði, miðað við janúar 2023. Það vekur óneitanlega athygli að þegar þær upplýsingar eru bornar saman við þróun matvælaverðs á Íslandi, var aðeins eitt land innan ESB þar sem verð á matvörum hækkaði minna en á Íslandi á þessu tólf mánaða tímabili, Kýpur. Heimild: ESB: https://agridata.ec.europa.eu/extensions/FoodSecurity/FoodSecurity.html og Hagstofa Íslands Verðþróun á mjólk, ostum og eggjum Þegar litið er á einstaka undirliði matvælaverðs kemur í ljós að verð hækkaði minnst á Íslandi í þremur vöruflokkum, brauði og kornvörum, sykri og mjólk, ostum og eggjum. Meðfylgjandi línurit sýnir samanburð fyrir síðasttalda flokkinn fyrir öll lönd ESB auk Íslands. Jafnvel þekkt mjólkurframleiðslulönd eins og Danmörk (21,9%) Holland (28%) og Þýskaland (34%) reynast vera með 67%-174% meiri hækkanir á mjólkurverði en raun var á hér á landi. Niðurstaða Þessi samanburður sýnir að flest lönd innan ESB glíma við meiri verðhækkanir á matvælum en Ísland. Þetta á ekki hvað síst við um þann undirflokk matvæla sem innlend framleiðsla hér á landi á hvað mestan hlut í þ.e. mjólk, ostar og egg. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar