Með eða á móti Eflingu (og Sólveigu Önnu) Gylfi Þór Gíslason skrifar 25. febrúar 2023 14:01 Fyrst þegar Sólveig Anna tók við sem formaður Eflingar gat ég ekki annað en dást að henni fyrir skelegga framkomu og baráttuvilja hennar fyrir betri kjörum félagsmanna Eflingar. Hvernig hún barðist fyrir starfsfólk á leikskólum og annara í sínu verkalýðsfélagi. Hvernig hún bauð viðsemjendum sínum birginn og náði fram góðum samningum. Nú standa yfir kjaradeilur Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Efling boðar verkföll undir forystu Sólveigar Önnu. Það hefur verið hennar stíll að boða til verkfalla. Verkfallsrétturinn er dýrmætur og sterkt vopn. Honum á að beita ef allt þrýtur og þurfa þykir. Það þekki ég sem lögreglumaður. Ekki höfum við lögreglumenn verkfallsrétt, sem þýðir að við erum ávallt síðastir í röðinni þegar kemur að kjarasamningum opinberra starfsmanna. Það er ekki hægt annað en að dást að kraftinum í Eflingu. En svo má aftur á móti gagnrýna Sólveigu Önnu sem formann Eflingar, að hafa ekki farið með í samningaviðræður með öðrum verkalýðsfélögum í haust og reyna að ná þar fram enn betri samningum. Því alltaf má gera betur. En staðan er núna þessi að Efling er í harðri kjarabaráttu og er aðdáunarvert að sjá hvað Efling, undir forystu Sólveigar Önnu, stendur föst á sínu með sínu fólki. Þótt deila megi um aðferðir. Það er dapurt að horfa upp á hve kjör félagsmann Eflingar eru slæm á meðan fyrirtækin í landinu skila ofur hagnaði. En ekki get ég tekið undir að það sé mikið dýrara að lifa á Reykjavíkursvæðinu en úti á landi. Á hinni svokallaðri landsbyggð eru ekki eins miklir möguleikar á lágu vöruverði, húshitunarkostnaður mun hærri og dýrt að þurfa að sækja flesta þjónustu í heilbrigðiskefinu á höfuðborgarsvæðið. Það er sótt að Eflingu víðar en af atvinnurekendum. Ríkissáttasemjari reyndi að troða upp á Eflingarfólk samningum sem forysta Eflingar hefur neitað að samþykkja. Með miðlunartillögu gegn vilja Eflingar og SA. Síðasta útspil SA er að setja á verkbann á Eflingarfólk. Þar er enn ein árásin á láglaunafólk, sem ég tel vera liður í því að fá ríkisstjórnina til að setja lög á þessa deilu. Ríkisstjórnin gerir ekkert til að bæta kjör hinna lægst launuðu. Það eina sem hún gerir er að kynda undir verðbólgubálinu með hækkunum sínum um áramótin. Verðbólgan kemur verst niður á þeim sem lökust hafa kjörin. Ríkisstjórnin á að stór lækka skatta á láglaunafólk og setja á leiguþak svo eitthvað sé nefnt. Ég styð heilshugar félagsmenn Eflingar fyrir bættum kjörum og megi þau ná sem hagstæðustu samningum verkafólki til heilla. Allt alvöru jafnaðarfólk hlýtur einnig að standa með Eflingu í sinni baráttu fyrir bættum kjörum þeirra og annarra láglaunahópa. Höfundur er formaður verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrst þegar Sólveig Anna tók við sem formaður Eflingar gat ég ekki annað en dást að henni fyrir skelegga framkomu og baráttuvilja hennar fyrir betri kjörum félagsmanna Eflingar. Hvernig hún barðist fyrir starfsfólk á leikskólum og annara í sínu verkalýðsfélagi. Hvernig hún bauð viðsemjendum sínum birginn og náði fram góðum samningum. Nú standa yfir kjaradeilur Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Efling boðar verkföll undir forystu Sólveigar Önnu. Það hefur verið hennar stíll að boða til verkfalla. Verkfallsrétturinn er dýrmætur og sterkt vopn. Honum á að beita ef allt þrýtur og þurfa þykir. Það þekki ég sem lögreglumaður. Ekki höfum við lögreglumenn verkfallsrétt, sem þýðir að við erum ávallt síðastir í röðinni þegar kemur að kjarasamningum opinberra starfsmanna. Það er ekki hægt annað en að dást að kraftinum í Eflingu. En svo má aftur á móti gagnrýna Sólveigu Önnu sem formann Eflingar, að hafa ekki farið með í samningaviðræður með öðrum verkalýðsfélögum í haust og reyna að ná þar fram enn betri samningum. Því alltaf má gera betur. En staðan er núna þessi að Efling er í harðri kjarabaráttu og er aðdáunarvert að sjá hvað Efling, undir forystu Sólveigar Önnu, stendur föst á sínu með sínu fólki. Þótt deila megi um aðferðir. Það er dapurt að horfa upp á hve kjör félagsmann Eflingar eru slæm á meðan fyrirtækin í landinu skila ofur hagnaði. En ekki get ég tekið undir að það sé mikið dýrara að lifa á Reykjavíkursvæðinu en úti á landi. Á hinni svokallaðri landsbyggð eru ekki eins miklir möguleikar á lágu vöruverði, húshitunarkostnaður mun hærri og dýrt að þurfa að sækja flesta þjónustu í heilbrigðiskefinu á höfuðborgarsvæðið. Það er sótt að Eflingu víðar en af atvinnurekendum. Ríkissáttasemjari reyndi að troða upp á Eflingarfólk samningum sem forysta Eflingar hefur neitað að samþykkja. Með miðlunartillögu gegn vilja Eflingar og SA. Síðasta útspil SA er að setja á verkbann á Eflingarfólk. Þar er enn ein árásin á láglaunafólk, sem ég tel vera liður í því að fá ríkisstjórnina til að setja lög á þessa deilu. Ríkisstjórnin gerir ekkert til að bæta kjör hinna lægst launuðu. Það eina sem hún gerir er að kynda undir verðbólgubálinu með hækkunum sínum um áramótin. Verðbólgan kemur verst niður á þeim sem lökust hafa kjörin. Ríkisstjórnin á að stór lækka skatta á láglaunafólk og setja á leiguþak svo eitthvað sé nefnt. Ég styð heilshugar félagsmenn Eflingar fyrir bættum kjörum og megi þau ná sem hagstæðustu samningum verkafólki til heilla. Allt alvöru jafnaðarfólk hlýtur einnig að standa með Eflingu í sinni baráttu fyrir bættum kjörum þeirra og annarra láglaunahópa. Höfundur er formaður verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun