Rússar áfrýja eigin sýknudómi til CAS Smári Jökull Jónsson skrifar 25. febrúar 2023 12:46 Kamila Valieva keppti á Ólympíuleikunum í fyrra. Vísir/Getty Á síðustu árum hafa komið upp hneykslismál í Rússlandi vegna lyfjabrota hjá íþróttamönnum og yfirvöld í Rússlandi verið sökuð um að fela gögn fyrir Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnuninni. Nú hafa þeir hins vegar áfrýjað eigin sýknudómi til Alþjóðaíþróttadómstólsins. Málið sem um ræðir fjallar um hina ungu skautakonu Kamila Valieva sem greindist jákvæð á lyfjaprófi í desember árið 2019. Hún var sett í bann af rússneska lyfjaeftirlitinu (RUSADA) en eftir mótmæli starfsliðs Valieva var bannið dregið til baka og hún gat keppt á Ólympíuleikunum í Peking á síðasta ári. Í janúar á þessu ári tók málið hins vegar nýja stefnu. Rússar viðurkenndu þá að Valieva hefði vissulega brotið lyfjareglur en að ekki ætti að refsa henni eða láta hana sæta ábyrgð. Þetta vakti athygli WADA (Alþjóðalyfjaeftirlitsins) sem tilkynnti málið til CAS (Alþjóðaíþróttadómstólsins). Og nú hafa Rússar gert slíkt hið sama, það er að tilkynna sjálfa sig til CAS. „Rússneska lyfjaeftirlitið hefur óskað eftir því að fyrri ákvörðun sín verði lögð til hliðar og CAS úrskurði að íþróttakonan hafi brotið gegn lyfjareglum og fái refsingu við hæfi,“ segir í tilkynningu frá CAS. Verðlaunaafhendingin ekki ennþá farið fram Þá segir einnig í yfirlýsingu CAS að Rússar vonist til að refsingin takmarkist við áminningu. WADA hefur hins vegar farið fram á að Valieva verði dæmd í fjögurra ára keppnisbann Alþjóðaskautasambandið vill hins vegar að mildari höndum verði farið um Valieva. Þeir vilja að hún verði dæmd í bann frá og með 25.desember 2021 sem er dagsetningin, sem hún var upphaflega dæmd í keppnisbann, og að öll úrslit hennar frá þeim degi verði dæmd ógild. Niðurstaðan mun hafa áhrif á niðurstöðu Ólympíuleikanna síðan í fyrra. Valieva var nefnilega hluti af rússneska hópnum sem vann gull í liðakeppni í Peking. Þegar lyfjamálið kom hins vegar fram í dagsljósið daginn eftir keppnina valdi Alþjóðaólympíunefndin að fresta verðlaunafhendingunni og hafa þau ekki enn verið afhent. Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ „Keyrðu yfir okkur og við leyfðum því bara að gerast“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Flutt slösuð í burtu í þyrlu viku fyrir Ólympíuleikana „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Djokovic „ekki dauður enn“ og mætir Alcaraz í fyrsta úrslitaleik ársins Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Sjá meira
Málið sem um ræðir fjallar um hina ungu skautakonu Kamila Valieva sem greindist jákvæð á lyfjaprófi í desember árið 2019. Hún var sett í bann af rússneska lyfjaeftirlitinu (RUSADA) en eftir mótmæli starfsliðs Valieva var bannið dregið til baka og hún gat keppt á Ólympíuleikunum í Peking á síðasta ári. Í janúar á þessu ári tók málið hins vegar nýja stefnu. Rússar viðurkenndu þá að Valieva hefði vissulega brotið lyfjareglur en að ekki ætti að refsa henni eða láta hana sæta ábyrgð. Þetta vakti athygli WADA (Alþjóðalyfjaeftirlitsins) sem tilkynnti málið til CAS (Alþjóðaíþróttadómstólsins). Og nú hafa Rússar gert slíkt hið sama, það er að tilkynna sjálfa sig til CAS. „Rússneska lyfjaeftirlitið hefur óskað eftir því að fyrri ákvörðun sín verði lögð til hliðar og CAS úrskurði að íþróttakonan hafi brotið gegn lyfjareglum og fái refsingu við hæfi,“ segir í tilkynningu frá CAS. Verðlaunaafhendingin ekki ennþá farið fram Þá segir einnig í yfirlýsingu CAS að Rússar vonist til að refsingin takmarkist við áminningu. WADA hefur hins vegar farið fram á að Valieva verði dæmd í fjögurra ára keppnisbann Alþjóðaskautasambandið vill hins vegar að mildari höndum verði farið um Valieva. Þeir vilja að hún verði dæmd í bann frá og með 25.desember 2021 sem er dagsetningin, sem hún var upphaflega dæmd í keppnisbann, og að öll úrslit hennar frá þeim degi verði dæmd ógild. Niðurstaðan mun hafa áhrif á niðurstöðu Ólympíuleikanna síðan í fyrra. Valieva var nefnilega hluti af rússneska hópnum sem vann gull í liðakeppni í Peking. Þegar lyfjamálið kom hins vegar fram í dagsljósið daginn eftir keppnina valdi Alþjóðaólympíunefndin að fresta verðlaunafhendingunni og hafa þau ekki enn verið afhent.
Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ „Keyrðu yfir okkur og við leyfðum því bara að gerast“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Flutt slösuð í burtu í þyrlu viku fyrir Ólympíuleikana „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Djokovic „ekki dauður enn“ og mætir Alcaraz í fyrsta úrslitaleik ársins Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Sjá meira