Dagblöð úthýsa Dilberti eftir rasískan reiðilestur höfundarins Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2023 10:32 Scott Adams, skapari Dilberts, hefur brennt margar brýr að baki sér með sífellt vanstilltari yfirlýsingum á samfélagsmiðlum að undanförnu. Vísir/Getty Útgefendur fjölda bandarískra dagblaða ákváðu að hætta að birta teiknimyndaseríuna Dilbert eftir reiðilestur höfundarins um blökkumenn. Hann lýsti blökkumönnum sem „haturshópi“ sem hann vildi ekki hafa neitt með að gera. Örsögurnar um Dilbert, lífsleiðan skrifstofumann og vanhæfa yfirmenn hans, hafa birst á blaðsíðum dagblaða víða um heim allt frá því á 10. áratug síðustu aldar. Scott Adams, höfundur Dilberts, hefur vakið athygli fyrir furðulegar yfirlýsingar undanfarin ár. Hann afneitar meðal annars loftslagsvísindum og fer með fleipur um kórónuveirufaraldurinn. Steinn tók þó úr þegar Adams jós úr skálum reiði sinnar yfir blökkumenn í þætti sem hann heldur úti á samfélagsmiðlinum Youtube. Þar varaði hann hvítt fólk við því að vera nærri svörtu fólki. Tilefni reiði Adams voru svör fólks við spurningunni hvort það teldi það „í lagi“ að vera hvítur í nýlegri skoðanakönnun. Rúm sjötíu prósent svöruðu spurningunni játandi, þar á meðal 53 prósent svartra svarenda. Hins vegar sögðust 22 prósent svarenda ósammála. Hlutfallið var örlítið hærra á meðal svartra svarenda, 26 prósent. Adams virðist annað hvort hafa misskilið eða vísvitandi rangtúlkað niðurstöðurnar því hann fullyrti að nærri því helmingi blökkumanna væri illa við hvítt fólk samkvæmt könnuninni. „Það er haturshópur og ég vil ekki hafa neitt mað þau að gera. Bestu ráð sem ég gæti gefið hvítu fólki er að halda sig frá svörtu fólki,“ sagði Adams. Sjálfur sagðist hann hafa komist af með því að búa í hverfi þar sem fáir blökkumenn búa. Adams er búsettur nærri San Francisco í Kaliforníu, að sögn staðarblaðsins San Francisco Chronicle sem sjálft hætti að birta Dilbert í haust. "Scott Adams, creator of the Dilbert comic strip, went on a racist rant this week on his Coffee with Scott Adams online video show, and we will no longer carry his comic strip in The Plain Dealer," writes Chris Quinn. "This is not a difficult decision." https://t.co/tF7tN9SrXc— clevelanddotcom (@clevelanddotcom) February 24, 2023 Svört persóna til að gera grín að gagnrýnendum kynþáttahyggju og hinsegin fólki Rasíska myndbandið varð til þess að Gannet, útgáfufyrirtæki hundruð staðarfjölmiðla í Bandaríkjanunum og USA Today, tilkynnti í gær að fyrirtækið ætlaði ekki lengur að birta Dilbert á síðu dagblaða sinna. Áður hafði annar útgefandi staðarblaða, Advance Local, ákveðið að gera slíkt það sama. „Við erum ekki heimili fyrir þá sem aðhyllast kynþáttahatur,“ sagði í leiðara The Plain Dealer í Cleveland sem Advance Local gefur út. Ákvörðunin um að úthýsa Dilberti hafi ekki verið erfið. Sjötíu og sjö dagblöð útgefandans Lee Enterprises hætti að birta Dilbert í fyrra í kjölfar þess að Adams bætti við svartri persónu í söguna í fyrsta skipti. Þá persónu notaði hann hins vegar aðeins til þess að gera grín að gagnrýnendum kynþáttahyggju og að hinsegin fólki, að sögn The Daily Beast. Bandaríkin Tjáningarfrelsi Fjölmiðlar Bókmenntir Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Örsögurnar um Dilbert, lífsleiðan skrifstofumann og vanhæfa yfirmenn hans, hafa birst á blaðsíðum dagblaða víða um heim allt frá því á 10. áratug síðustu aldar. Scott Adams, höfundur Dilberts, hefur vakið athygli fyrir furðulegar yfirlýsingar undanfarin ár. Hann afneitar meðal annars loftslagsvísindum og fer með fleipur um kórónuveirufaraldurinn. Steinn tók þó úr þegar Adams jós úr skálum reiði sinnar yfir blökkumenn í þætti sem hann heldur úti á samfélagsmiðlinum Youtube. Þar varaði hann hvítt fólk við því að vera nærri svörtu fólki. Tilefni reiði Adams voru svör fólks við spurningunni hvort það teldi það „í lagi“ að vera hvítur í nýlegri skoðanakönnun. Rúm sjötíu prósent svöruðu spurningunni játandi, þar á meðal 53 prósent svartra svarenda. Hins vegar sögðust 22 prósent svarenda ósammála. Hlutfallið var örlítið hærra á meðal svartra svarenda, 26 prósent. Adams virðist annað hvort hafa misskilið eða vísvitandi rangtúlkað niðurstöðurnar því hann fullyrti að nærri því helmingi blökkumanna væri illa við hvítt fólk samkvæmt könnuninni. „Það er haturshópur og ég vil ekki hafa neitt mað þau að gera. Bestu ráð sem ég gæti gefið hvítu fólki er að halda sig frá svörtu fólki,“ sagði Adams. Sjálfur sagðist hann hafa komist af með því að búa í hverfi þar sem fáir blökkumenn búa. Adams er búsettur nærri San Francisco í Kaliforníu, að sögn staðarblaðsins San Francisco Chronicle sem sjálft hætti að birta Dilbert í haust. "Scott Adams, creator of the Dilbert comic strip, went on a racist rant this week on his Coffee with Scott Adams online video show, and we will no longer carry his comic strip in The Plain Dealer," writes Chris Quinn. "This is not a difficult decision." https://t.co/tF7tN9SrXc— clevelanddotcom (@clevelanddotcom) February 24, 2023 Svört persóna til að gera grín að gagnrýnendum kynþáttahyggju og hinsegin fólki Rasíska myndbandið varð til þess að Gannet, útgáfufyrirtæki hundruð staðarfjölmiðla í Bandaríkjanunum og USA Today, tilkynnti í gær að fyrirtækið ætlaði ekki lengur að birta Dilbert á síðu dagblaða sinna. Áður hafði annar útgefandi staðarblaða, Advance Local, ákveðið að gera slíkt það sama. „Við erum ekki heimili fyrir þá sem aðhyllast kynþáttahatur,“ sagði í leiðara The Plain Dealer í Cleveland sem Advance Local gefur út. Ákvörðunin um að úthýsa Dilberti hafi ekki verið erfið. Sjötíu og sjö dagblöð útgefandans Lee Enterprises hætti að birta Dilbert í fyrra í kjölfar þess að Adams bætti við svartri persónu í söguna í fyrsta skipti. Þá persónu notaði hann hins vegar aðeins til þess að gera grín að gagnrýnendum kynþáttahyggju og að hinsegin fólki, að sögn The Daily Beast.
Bandaríkin Tjáningarfrelsi Fjölmiðlar Bókmenntir Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira