ISIS-brúður tapar áfrýjun gegn sviptingu ríkisborgararéttar Kjartan Kjartansson skrifar 23. febrúar 2023 09:12 Shamima Begum var svipt breskum ríkisborgararétti fljótlega eftir að hún fannst í fangabúðum við ISIS-liða í Sýrlandi fyrir fjórum árum. AP Shamima Begum, ung kona sem fæddist í Bretlandi en gekk sem unglingur til liðs við Ríki íslams í Sýrlandi, tapaði áfrýjun gegn ákvörðun breskra stjórnvalda að svipta hana ríkisborgararétti í gær. Lögmaður hennar segir að baráttunni sé hvergi nærri lokið. Begum tókst ásamt tveimur vinkonum sínum að koma sér til Sýrlands frá Bretlandi þegar hún var fimmtán ára gömul árið 2015. Þar gekk hún að eiga vígamann samtakanna. Þau eignuðust þrjú börn saman en þau létust öll ung. Bresk stjórnvöld sviptu Begum ríkisborgararétti á grundvelli þjóðaröryggis skömmu eftir að hún fannst í fangabúðum fyrir meðlimi Ríkis íslams í Sýrlandi árið 2019. Henni er nú haldið í al-Roj-fangabúðunum í norðaustanverðu Sýrlandi. Hún er nú 23 ára gömul. Sérstakur áfrýjunardómstól innflytjendamála hafnaði áfrýjun hennar í gær. Hún heldur því fram að breska innanríkisráðuneytið hafi ekki kannað hvort að hún væri fórnarlamb barnamansals. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að trúverðugar grunsemdir væru um að Begum hafi verið seld mansali til Sýrlandi til kynferðislegrar misnotkunar. Það væri þó ekki nóg til þess að fella ákvörðun stjórnvalda úr gildi. Lögmaður Begum segir að hún ætli að fara með málið lengra. Hún getur skotið málinu til áfrýjunardómstóls í London, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Harðar deilur hafa geisað í Bretlandi um mál Begum undanfarin ár. Sumir telja að hún hafi vísvitandi gengið til liðs við alræmd hryðjuverkasamtök en aðrir benda á að hún hafi verið barn að aldri þegar hún fór til Sýrlands eða að hún ætti að svara til saka í Bretlandi. Sýrland Bretland Tengdar fréttir Fimm konur og átján börn flutt úr ISIS-búðum til Finnlands og Þýskalands Fimm konur og átján börn sneru aftur til Þýskalands og Finnlands úr búðum sem hafa verið heimili fjölskyldna vígamanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) í Sýrlandi. 20. desember 2020 22:07 Segja Begum hafa rétt á að snúa aftur til Bretlands Breskur áfrýjunardómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að Shamima Begum, tvítug kona sem gekk til liðs við Íslamska ríkið fimmtán ára gömul, eigi rétt á því að snúa aftur til heimalandsins til þess að færa rök fyrir sínu máli fyrir dómstólum. 16. júlí 2020 22:02 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Begum tókst ásamt tveimur vinkonum sínum að koma sér til Sýrlands frá Bretlandi þegar hún var fimmtán ára gömul árið 2015. Þar gekk hún að eiga vígamann samtakanna. Þau eignuðust þrjú börn saman en þau létust öll ung. Bresk stjórnvöld sviptu Begum ríkisborgararétti á grundvelli þjóðaröryggis skömmu eftir að hún fannst í fangabúðum fyrir meðlimi Ríkis íslams í Sýrlandi árið 2019. Henni er nú haldið í al-Roj-fangabúðunum í norðaustanverðu Sýrlandi. Hún er nú 23 ára gömul. Sérstakur áfrýjunardómstól innflytjendamála hafnaði áfrýjun hennar í gær. Hún heldur því fram að breska innanríkisráðuneytið hafi ekki kannað hvort að hún væri fórnarlamb barnamansals. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að trúverðugar grunsemdir væru um að Begum hafi verið seld mansali til Sýrlandi til kynferðislegrar misnotkunar. Það væri þó ekki nóg til þess að fella ákvörðun stjórnvalda úr gildi. Lögmaður Begum segir að hún ætli að fara með málið lengra. Hún getur skotið málinu til áfrýjunardómstóls í London, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Harðar deilur hafa geisað í Bretlandi um mál Begum undanfarin ár. Sumir telja að hún hafi vísvitandi gengið til liðs við alræmd hryðjuverkasamtök en aðrir benda á að hún hafi verið barn að aldri þegar hún fór til Sýrlands eða að hún ætti að svara til saka í Bretlandi.
Sýrland Bretland Tengdar fréttir Fimm konur og átján börn flutt úr ISIS-búðum til Finnlands og Þýskalands Fimm konur og átján börn sneru aftur til Þýskalands og Finnlands úr búðum sem hafa verið heimili fjölskyldna vígamanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) í Sýrlandi. 20. desember 2020 22:07 Segja Begum hafa rétt á að snúa aftur til Bretlands Breskur áfrýjunardómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að Shamima Begum, tvítug kona sem gekk til liðs við Íslamska ríkið fimmtán ára gömul, eigi rétt á því að snúa aftur til heimalandsins til þess að færa rök fyrir sínu máli fyrir dómstólum. 16. júlí 2020 22:02 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Fimm konur og átján börn flutt úr ISIS-búðum til Finnlands og Þýskalands Fimm konur og átján börn sneru aftur til Þýskalands og Finnlands úr búðum sem hafa verið heimili fjölskyldna vígamanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) í Sýrlandi. 20. desember 2020 22:07
Segja Begum hafa rétt á að snúa aftur til Bretlands Breskur áfrýjunardómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að Shamima Begum, tvítug kona sem gekk til liðs við Íslamska ríkið fimmtán ára gömul, eigi rétt á því að snúa aftur til heimalandsins til þess að færa rök fyrir sínu máli fyrir dómstólum. 16. júlí 2020 22:02