ISIS-brúður tapar áfrýjun gegn sviptingu ríkisborgararéttar Kjartan Kjartansson skrifar 23. febrúar 2023 09:12 Shamima Begum var svipt breskum ríkisborgararétti fljótlega eftir að hún fannst í fangabúðum við ISIS-liða í Sýrlandi fyrir fjórum árum. AP Shamima Begum, ung kona sem fæddist í Bretlandi en gekk sem unglingur til liðs við Ríki íslams í Sýrlandi, tapaði áfrýjun gegn ákvörðun breskra stjórnvalda að svipta hana ríkisborgararétti í gær. Lögmaður hennar segir að baráttunni sé hvergi nærri lokið. Begum tókst ásamt tveimur vinkonum sínum að koma sér til Sýrlands frá Bretlandi þegar hún var fimmtán ára gömul árið 2015. Þar gekk hún að eiga vígamann samtakanna. Þau eignuðust þrjú börn saman en þau létust öll ung. Bresk stjórnvöld sviptu Begum ríkisborgararétti á grundvelli þjóðaröryggis skömmu eftir að hún fannst í fangabúðum fyrir meðlimi Ríkis íslams í Sýrlandi árið 2019. Henni er nú haldið í al-Roj-fangabúðunum í norðaustanverðu Sýrlandi. Hún er nú 23 ára gömul. Sérstakur áfrýjunardómstól innflytjendamála hafnaði áfrýjun hennar í gær. Hún heldur því fram að breska innanríkisráðuneytið hafi ekki kannað hvort að hún væri fórnarlamb barnamansals. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að trúverðugar grunsemdir væru um að Begum hafi verið seld mansali til Sýrlandi til kynferðislegrar misnotkunar. Það væri þó ekki nóg til þess að fella ákvörðun stjórnvalda úr gildi. Lögmaður Begum segir að hún ætli að fara með málið lengra. Hún getur skotið málinu til áfrýjunardómstóls í London, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Harðar deilur hafa geisað í Bretlandi um mál Begum undanfarin ár. Sumir telja að hún hafi vísvitandi gengið til liðs við alræmd hryðjuverkasamtök en aðrir benda á að hún hafi verið barn að aldri þegar hún fór til Sýrlands eða að hún ætti að svara til saka í Bretlandi. Sýrland Bretland Tengdar fréttir Fimm konur og átján börn flutt úr ISIS-búðum til Finnlands og Þýskalands Fimm konur og átján börn sneru aftur til Þýskalands og Finnlands úr búðum sem hafa verið heimili fjölskyldna vígamanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) í Sýrlandi. 20. desember 2020 22:07 Segja Begum hafa rétt á að snúa aftur til Bretlands Breskur áfrýjunardómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að Shamima Begum, tvítug kona sem gekk til liðs við Íslamska ríkið fimmtán ára gömul, eigi rétt á því að snúa aftur til heimalandsins til þess að færa rök fyrir sínu máli fyrir dómstólum. 16. júlí 2020 22:02 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Begum tókst ásamt tveimur vinkonum sínum að koma sér til Sýrlands frá Bretlandi þegar hún var fimmtán ára gömul árið 2015. Þar gekk hún að eiga vígamann samtakanna. Þau eignuðust þrjú börn saman en þau létust öll ung. Bresk stjórnvöld sviptu Begum ríkisborgararétti á grundvelli þjóðaröryggis skömmu eftir að hún fannst í fangabúðum fyrir meðlimi Ríkis íslams í Sýrlandi árið 2019. Henni er nú haldið í al-Roj-fangabúðunum í norðaustanverðu Sýrlandi. Hún er nú 23 ára gömul. Sérstakur áfrýjunardómstól innflytjendamála hafnaði áfrýjun hennar í gær. Hún heldur því fram að breska innanríkisráðuneytið hafi ekki kannað hvort að hún væri fórnarlamb barnamansals. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að trúverðugar grunsemdir væru um að Begum hafi verið seld mansali til Sýrlandi til kynferðislegrar misnotkunar. Það væri þó ekki nóg til þess að fella ákvörðun stjórnvalda úr gildi. Lögmaður Begum segir að hún ætli að fara með málið lengra. Hún getur skotið málinu til áfrýjunardómstóls í London, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Harðar deilur hafa geisað í Bretlandi um mál Begum undanfarin ár. Sumir telja að hún hafi vísvitandi gengið til liðs við alræmd hryðjuverkasamtök en aðrir benda á að hún hafi verið barn að aldri þegar hún fór til Sýrlands eða að hún ætti að svara til saka í Bretlandi.
Sýrland Bretland Tengdar fréttir Fimm konur og átján börn flutt úr ISIS-búðum til Finnlands og Þýskalands Fimm konur og átján börn sneru aftur til Þýskalands og Finnlands úr búðum sem hafa verið heimili fjölskyldna vígamanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) í Sýrlandi. 20. desember 2020 22:07 Segja Begum hafa rétt á að snúa aftur til Bretlands Breskur áfrýjunardómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að Shamima Begum, tvítug kona sem gekk til liðs við Íslamska ríkið fimmtán ára gömul, eigi rétt á því að snúa aftur til heimalandsins til þess að færa rök fyrir sínu máli fyrir dómstólum. 16. júlí 2020 22:02 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Fimm konur og átján börn flutt úr ISIS-búðum til Finnlands og Þýskalands Fimm konur og átján börn sneru aftur til Þýskalands og Finnlands úr búðum sem hafa verið heimili fjölskyldna vígamanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) í Sýrlandi. 20. desember 2020 22:07
Segja Begum hafa rétt á að snúa aftur til Bretlands Breskur áfrýjunardómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að Shamima Begum, tvítug kona sem gekk til liðs við Íslamska ríkið fimmtán ára gömul, eigi rétt á því að snúa aftur til heimalandsins til þess að færa rök fyrir sínu máli fyrir dómstólum. 16. júlí 2020 22:02