ISIS-brúður tapar áfrýjun gegn sviptingu ríkisborgararéttar Kjartan Kjartansson skrifar 23. febrúar 2023 09:12 Shamima Begum var svipt breskum ríkisborgararétti fljótlega eftir að hún fannst í fangabúðum við ISIS-liða í Sýrlandi fyrir fjórum árum. AP Shamima Begum, ung kona sem fæddist í Bretlandi en gekk sem unglingur til liðs við Ríki íslams í Sýrlandi, tapaði áfrýjun gegn ákvörðun breskra stjórnvalda að svipta hana ríkisborgararétti í gær. Lögmaður hennar segir að baráttunni sé hvergi nærri lokið. Begum tókst ásamt tveimur vinkonum sínum að koma sér til Sýrlands frá Bretlandi þegar hún var fimmtán ára gömul árið 2015. Þar gekk hún að eiga vígamann samtakanna. Þau eignuðust þrjú börn saman en þau létust öll ung. Bresk stjórnvöld sviptu Begum ríkisborgararétti á grundvelli þjóðaröryggis skömmu eftir að hún fannst í fangabúðum fyrir meðlimi Ríkis íslams í Sýrlandi árið 2019. Henni er nú haldið í al-Roj-fangabúðunum í norðaustanverðu Sýrlandi. Hún er nú 23 ára gömul. Sérstakur áfrýjunardómstól innflytjendamála hafnaði áfrýjun hennar í gær. Hún heldur því fram að breska innanríkisráðuneytið hafi ekki kannað hvort að hún væri fórnarlamb barnamansals. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að trúverðugar grunsemdir væru um að Begum hafi verið seld mansali til Sýrlandi til kynferðislegrar misnotkunar. Það væri þó ekki nóg til þess að fella ákvörðun stjórnvalda úr gildi. Lögmaður Begum segir að hún ætli að fara með málið lengra. Hún getur skotið málinu til áfrýjunardómstóls í London, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Harðar deilur hafa geisað í Bretlandi um mál Begum undanfarin ár. Sumir telja að hún hafi vísvitandi gengið til liðs við alræmd hryðjuverkasamtök en aðrir benda á að hún hafi verið barn að aldri þegar hún fór til Sýrlands eða að hún ætti að svara til saka í Bretlandi. Sýrland Bretland Tengdar fréttir Fimm konur og átján börn flutt úr ISIS-búðum til Finnlands og Þýskalands Fimm konur og átján börn sneru aftur til Þýskalands og Finnlands úr búðum sem hafa verið heimili fjölskyldna vígamanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) í Sýrlandi. 20. desember 2020 22:07 Segja Begum hafa rétt á að snúa aftur til Bretlands Breskur áfrýjunardómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að Shamima Begum, tvítug kona sem gekk til liðs við Íslamska ríkið fimmtán ára gömul, eigi rétt á því að snúa aftur til heimalandsins til þess að færa rök fyrir sínu máli fyrir dómstólum. 16. júlí 2020 22:02 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Begum tókst ásamt tveimur vinkonum sínum að koma sér til Sýrlands frá Bretlandi þegar hún var fimmtán ára gömul árið 2015. Þar gekk hún að eiga vígamann samtakanna. Þau eignuðust þrjú börn saman en þau létust öll ung. Bresk stjórnvöld sviptu Begum ríkisborgararétti á grundvelli þjóðaröryggis skömmu eftir að hún fannst í fangabúðum fyrir meðlimi Ríkis íslams í Sýrlandi árið 2019. Henni er nú haldið í al-Roj-fangabúðunum í norðaustanverðu Sýrlandi. Hún er nú 23 ára gömul. Sérstakur áfrýjunardómstól innflytjendamála hafnaði áfrýjun hennar í gær. Hún heldur því fram að breska innanríkisráðuneytið hafi ekki kannað hvort að hún væri fórnarlamb barnamansals. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að trúverðugar grunsemdir væru um að Begum hafi verið seld mansali til Sýrlandi til kynferðislegrar misnotkunar. Það væri þó ekki nóg til þess að fella ákvörðun stjórnvalda úr gildi. Lögmaður Begum segir að hún ætli að fara með málið lengra. Hún getur skotið málinu til áfrýjunardómstóls í London, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Harðar deilur hafa geisað í Bretlandi um mál Begum undanfarin ár. Sumir telja að hún hafi vísvitandi gengið til liðs við alræmd hryðjuverkasamtök en aðrir benda á að hún hafi verið barn að aldri þegar hún fór til Sýrlands eða að hún ætti að svara til saka í Bretlandi.
Sýrland Bretland Tengdar fréttir Fimm konur og átján börn flutt úr ISIS-búðum til Finnlands og Þýskalands Fimm konur og átján börn sneru aftur til Þýskalands og Finnlands úr búðum sem hafa verið heimili fjölskyldna vígamanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) í Sýrlandi. 20. desember 2020 22:07 Segja Begum hafa rétt á að snúa aftur til Bretlands Breskur áfrýjunardómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að Shamima Begum, tvítug kona sem gekk til liðs við Íslamska ríkið fimmtán ára gömul, eigi rétt á því að snúa aftur til heimalandsins til þess að færa rök fyrir sínu máli fyrir dómstólum. 16. júlí 2020 22:02 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Fimm konur og átján börn flutt úr ISIS-búðum til Finnlands og Þýskalands Fimm konur og átján börn sneru aftur til Þýskalands og Finnlands úr búðum sem hafa verið heimili fjölskyldna vígamanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) í Sýrlandi. 20. desember 2020 22:07
Segja Begum hafa rétt á að snúa aftur til Bretlands Breskur áfrýjunardómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að Shamima Begum, tvítug kona sem gekk til liðs við Íslamska ríkið fimmtán ára gömul, eigi rétt á því að snúa aftur til heimalandsins til þess að færa rök fyrir sínu máli fyrir dómstólum. 16. júlí 2020 22:02