Fyrirætlanir ESB setji stöðu Íslands í hættu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. febrúar 2023 20:51 Bogi segir að ef reglurnar muni óbreyttar ná til Íslands muni tengiflug færast burt héðan. Ekki muni þó draga úr flugi í heiminum. Vísir/Vilhelm Fái Ísland ekki undanþágu frá fyrirhuguðum hertum aðgerðum Evrópusambandsins til að sporna við mengun vegna flugsamgangna gæti landið misst stöðu sína sem tengipunktur milli Evrópu og Ameríku, með slæmum afleiðingum fyrir hagkerfið. Þetta segir forstjóri Icelandair. Um er að ræða reglur sem eiga að taka gildi í upphafi næsta árs og eru liður af aðgerðaáætlun ESB til að draga úr kolefnislosun Evrópu um 55 prósent fyrir árið 2030. Með reglunum yrðu fríar losunarheimildir felldar niður og auknar kröfur gerðar um notkun sjálfbærs eldsneytis, líkt og Túristi fjallaði um í síðasta mánuði. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir afar mikilvægt að Ísland fái undanþágu frá reglunum. „Það sem er að gerast í þessu, í stuttu og einföldu máli, er að þessar nýju reglur sem auka kostnað á flug eru að auka kostnað hlutfallslega mikið meira á flugfélög sem eru að fljúga í gegnum Ísland og tengja í gegnum Ísland á milli heimsálfa, heldur en önnur flugfélög sem tengja annars staðar í gegn eða fljúga beint yfir hafið. Íslenskt hagkerfi og ferðaþjónusta eiga mjög mikið undir þessu tengiflugi,“ sagði Bogi í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Stórmál fyrir fleiri en Icelandair Ef reglunum verði beitt óbreyttum á Ísland muni flug í heiminum ekki minnka, en það muni hins vegar færast frá Íslandi. Það muni hafa í för með sér fækkun ferðamanna, sem sé neikvætt fyrir íslenskt hagkerfi. „Þessi tengiflug og þessi tengimiðstöð sem búið er að byggja upp á Íslandi til mjög margra ára er mikill grundvöllur íslenskrar ferðaþjónustu og mikil stoð í íslenska hagkerfinu.“ Þá myndu reglurnar í óbreyttri mynd fækka áfangastöðum Icelandair til muna, þar sem tengiflugið sé grundvöllur fyrir flugi til margra áfangastaða félagsins. „Það myndi fækka áfangastöðum til og frá Íslandi ef þetta yrði að veruleika og tíðni á þá staði sem yrðu eftir myndi minnka líka. Þannig að fyrir okkur Íslendinga yrði úrval flugs væntanlega talsvert minna, ef þetta verður að veruleika.“ Þá segir hann að þó undanþága myndi skipta Icelandair miklu, sé félagið aðeins lítið peð í málinu, sé litið á stóra samhengið. „Þetta er miklu meira mál fyrir íslenskt hagkerfi, íslenska ferðaþjónustu, íslenskt viðskiptalíf og bara lífskjör á Íslandi. Það sem verra er, er að ef þetta verður að veruleika þá hjálpar það umhverfinu ekki neitt, því að flugið fer bara eitthvað annað,“ sagði Bogi. Telur áhrifin ekki endilega góð Þá segir Bogi að reglurnar komi ekki endilega til með að hafa þau jákvæðu áhrif á umhverfið sem stefnt er að, fái Ísland ekki undanþágu. „Það er hagkvæmara fyrir umhverfið í mörgum tilfellum að fljúga í gegnum Ísland, heldur en að fljúga beint á stórum breiðþotum yfir hafið. Ef þetta verður að veruleika óbreytt þá verður það neikvætt fyrir umhverfið, en ekki jákvætt eins og ég held að tilgangurinn sé,“ sagði Bogi. Hann segist vita til þess að Katrín Jakobsdóttir hafi sent ráðamönnum í Evrópu bréf þar sem stöðu Íslands í málinu væri lýst. Stjórnvöld séu á fullu að vinna í málinu. „Ég veit ekki nákvæmlega hvernig tímalínan lítur út í þessu, en þetta er í farvegi þessar vikurnar.“ Viðtalið við Boga í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan. Icelandair Fréttir af flugi Evrópusambandið Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Um er að ræða reglur sem eiga að taka gildi í upphafi næsta árs og eru liður af aðgerðaáætlun ESB til að draga úr kolefnislosun Evrópu um 55 prósent fyrir árið 2030. Með reglunum yrðu fríar losunarheimildir felldar niður og auknar kröfur gerðar um notkun sjálfbærs eldsneytis, líkt og Túristi fjallaði um í síðasta mánuði. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir afar mikilvægt að Ísland fái undanþágu frá reglunum. „Það sem er að gerast í þessu, í stuttu og einföldu máli, er að þessar nýju reglur sem auka kostnað á flug eru að auka kostnað hlutfallslega mikið meira á flugfélög sem eru að fljúga í gegnum Ísland og tengja í gegnum Ísland á milli heimsálfa, heldur en önnur flugfélög sem tengja annars staðar í gegn eða fljúga beint yfir hafið. Íslenskt hagkerfi og ferðaþjónusta eiga mjög mikið undir þessu tengiflugi,“ sagði Bogi í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Stórmál fyrir fleiri en Icelandair Ef reglunum verði beitt óbreyttum á Ísland muni flug í heiminum ekki minnka, en það muni hins vegar færast frá Íslandi. Það muni hafa í för með sér fækkun ferðamanna, sem sé neikvætt fyrir íslenskt hagkerfi. „Þessi tengiflug og þessi tengimiðstöð sem búið er að byggja upp á Íslandi til mjög margra ára er mikill grundvöllur íslenskrar ferðaþjónustu og mikil stoð í íslenska hagkerfinu.“ Þá myndu reglurnar í óbreyttri mynd fækka áfangastöðum Icelandair til muna, þar sem tengiflugið sé grundvöllur fyrir flugi til margra áfangastaða félagsins. „Það myndi fækka áfangastöðum til og frá Íslandi ef þetta yrði að veruleika og tíðni á þá staði sem yrðu eftir myndi minnka líka. Þannig að fyrir okkur Íslendinga yrði úrval flugs væntanlega talsvert minna, ef þetta verður að veruleika.“ Þá segir hann að þó undanþága myndi skipta Icelandair miklu, sé félagið aðeins lítið peð í málinu, sé litið á stóra samhengið. „Þetta er miklu meira mál fyrir íslenskt hagkerfi, íslenska ferðaþjónustu, íslenskt viðskiptalíf og bara lífskjör á Íslandi. Það sem verra er, er að ef þetta verður að veruleika þá hjálpar það umhverfinu ekki neitt, því að flugið fer bara eitthvað annað,“ sagði Bogi. Telur áhrifin ekki endilega góð Þá segir Bogi að reglurnar komi ekki endilega til með að hafa þau jákvæðu áhrif á umhverfið sem stefnt er að, fái Ísland ekki undanþágu. „Það er hagkvæmara fyrir umhverfið í mörgum tilfellum að fljúga í gegnum Ísland, heldur en að fljúga beint á stórum breiðþotum yfir hafið. Ef þetta verður að veruleika óbreytt þá verður það neikvætt fyrir umhverfið, en ekki jákvætt eins og ég held að tilgangurinn sé,“ sagði Bogi. Hann segist vita til þess að Katrín Jakobsdóttir hafi sent ráðamönnum í Evrópu bréf þar sem stöðu Íslands í málinu væri lýst. Stjórnvöld séu á fullu að vinna í málinu. „Ég veit ekki nákvæmlega hvernig tímalínan lítur út í þessu, en þetta er í farvegi þessar vikurnar.“ Viðtalið við Boga í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan.
Icelandair Fréttir af flugi Evrópusambandið Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira