„Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum“ Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2023 17:04 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í Póllandi í dag. AP/Michal Dyjuk Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, reyndi það ekki eingöngu á Úkraínumenn. Það reyndi á allan heiminn. Þetta sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann hélt í Póllandi í dag en þar sagði hann Vesturlönd standa sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu. Biden sagði að Kænugarður stæði enn og þar ríkti enn frelsi. Hann sagði einnig að Pólland væri einn af bestu bandamönnum Bandaríkjanna og þakkaði Andrzej Duda, forseta Póllands, fyrir að taka á móti sér. Sjá einnig: Lítið sem kom á óvart í stefnuræðu Pútíns Biden fór óvænt til Úkraínu í gær en þá sagðist hann mættur til Kænugarðs til að sýna fram á staðfastan stuðning Bandaríkjanna við lýðræði og fullveldi Úkraínumanna. Sjá einnig: Biden í óvæntri heimsókn til Kænugarðs „Einræðisherra, sem er staðráðinn að endurbyggja keisaraveldi mun aldrei geta slökkt í ást fólks á frelsi. Ofbeldi mun aldrei brjóta vilja hinna frjálsu á bak aftur og Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum í Úkraínu,“ sagði Biden í ræðu sinni. Biden: "President Putin's craven lust for land and power will fail, and the Ukrainian people's love for their country will prevail. Democracies of the world will stand guard of our freedoms today, tomorrow, and forever. That's what's at stake here -- freedom." pic.twitter.com/kzsBUBGNAA— Aaron Rupar (@atrupar) February 21, 2023 Hann sagði rússneska hermenn og málaliða hafa framið óheyrileg ódæði í Úkraínu. Gert markvissar árásir á almenna borgara, pyntað fólk og nauðgað og rænt börnum í massavís. Biden sagði að viðbrögð úkraínsku þjóðarinnar og heimsins hefðu verið ótrúleg. „Einu ári eftir að sprengjurnar byrjuðu að falla og rússneskum skriðdrekum var ekið inn í Úkraínu, er Úkraína enn sjálfstæð og frjáls,“ sagði Biden. Horfa má á ræðu Bidens í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Happening Now: President Biden delivers remarks in Warsaw ahead of the one year anniversary of Russia s brutal and unprovoked invasion of Ukraine. https://t.co/pGnhRmsSRc— The White House (@WhiteHouse) February 21, 2023 Bandaríkin Pólland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Fleiri fréttir Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sjá meira
Biden sagði að Kænugarður stæði enn og þar ríkti enn frelsi. Hann sagði einnig að Pólland væri einn af bestu bandamönnum Bandaríkjanna og þakkaði Andrzej Duda, forseta Póllands, fyrir að taka á móti sér. Sjá einnig: Lítið sem kom á óvart í stefnuræðu Pútíns Biden fór óvænt til Úkraínu í gær en þá sagðist hann mættur til Kænugarðs til að sýna fram á staðfastan stuðning Bandaríkjanna við lýðræði og fullveldi Úkraínumanna. Sjá einnig: Biden í óvæntri heimsókn til Kænugarðs „Einræðisherra, sem er staðráðinn að endurbyggja keisaraveldi mun aldrei geta slökkt í ást fólks á frelsi. Ofbeldi mun aldrei brjóta vilja hinna frjálsu á bak aftur og Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum í Úkraínu,“ sagði Biden í ræðu sinni. Biden: "President Putin's craven lust for land and power will fail, and the Ukrainian people's love for their country will prevail. Democracies of the world will stand guard of our freedoms today, tomorrow, and forever. That's what's at stake here -- freedom." pic.twitter.com/kzsBUBGNAA— Aaron Rupar (@atrupar) February 21, 2023 Hann sagði rússneska hermenn og málaliða hafa framið óheyrileg ódæði í Úkraínu. Gert markvissar árásir á almenna borgara, pyntað fólk og nauðgað og rænt börnum í massavís. Biden sagði að viðbrögð úkraínsku þjóðarinnar og heimsins hefðu verið ótrúleg. „Einu ári eftir að sprengjurnar byrjuðu að falla og rússneskum skriðdrekum var ekið inn í Úkraínu, er Úkraína enn sjálfstæð og frjáls,“ sagði Biden. Horfa má á ræðu Bidens í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Happening Now: President Biden delivers remarks in Warsaw ahead of the one year anniversary of Russia s brutal and unprovoked invasion of Ukraine. https://t.co/pGnhRmsSRc— The White House (@WhiteHouse) February 21, 2023
Bandaríkin Pólland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Fleiri fréttir Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sjá meira