„Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum“ Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2023 17:04 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í Póllandi í dag. AP/Michal Dyjuk Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, reyndi það ekki eingöngu á Úkraínumenn. Það reyndi á allan heiminn. Þetta sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann hélt í Póllandi í dag en þar sagði hann Vesturlönd standa sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu. Biden sagði að Kænugarður stæði enn og þar ríkti enn frelsi. Hann sagði einnig að Pólland væri einn af bestu bandamönnum Bandaríkjanna og þakkaði Andrzej Duda, forseta Póllands, fyrir að taka á móti sér. Sjá einnig: Lítið sem kom á óvart í stefnuræðu Pútíns Biden fór óvænt til Úkraínu í gær en þá sagðist hann mættur til Kænugarðs til að sýna fram á staðfastan stuðning Bandaríkjanna við lýðræði og fullveldi Úkraínumanna. Sjá einnig: Biden í óvæntri heimsókn til Kænugarðs „Einræðisherra, sem er staðráðinn að endurbyggja keisaraveldi mun aldrei geta slökkt í ást fólks á frelsi. Ofbeldi mun aldrei brjóta vilja hinna frjálsu á bak aftur og Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum í Úkraínu,“ sagði Biden í ræðu sinni. Biden: "President Putin's craven lust for land and power will fail, and the Ukrainian people's love for their country will prevail. Democracies of the world will stand guard of our freedoms today, tomorrow, and forever. That's what's at stake here -- freedom." pic.twitter.com/kzsBUBGNAA— Aaron Rupar (@atrupar) February 21, 2023 Hann sagði rússneska hermenn og málaliða hafa framið óheyrileg ódæði í Úkraínu. Gert markvissar árásir á almenna borgara, pyntað fólk og nauðgað og rænt börnum í massavís. Biden sagði að viðbrögð úkraínsku þjóðarinnar og heimsins hefðu verið ótrúleg. „Einu ári eftir að sprengjurnar byrjuðu að falla og rússneskum skriðdrekum var ekið inn í Úkraínu, er Úkraína enn sjálfstæð og frjáls,“ sagði Biden. Horfa má á ræðu Bidens í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Happening Now: President Biden delivers remarks in Warsaw ahead of the one year anniversary of Russia s brutal and unprovoked invasion of Ukraine. https://t.co/pGnhRmsSRc— The White House (@WhiteHouse) February 21, 2023 Bandaríkin Pólland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Biden sagði að Kænugarður stæði enn og þar ríkti enn frelsi. Hann sagði einnig að Pólland væri einn af bestu bandamönnum Bandaríkjanna og þakkaði Andrzej Duda, forseta Póllands, fyrir að taka á móti sér. Sjá einnig: Lítið sem kom á óvart í stefnuræðu Pútíns Biden fór óvænt til Úkraínu í gær en þá sagðist hann mættur til Kænugarðs til að sýna fram á staðfastan stuðning Bandaríkjanna við lýðræði og fullveldi Úkraínumanna. Sjá einnig: Biden í óvæntri heimsókn til Kænugarðs „Einræðisherra, sem er staðráðinn að endurbyggja keisaraveldi mun aldrei geta slökkt í ást fólks á frelsi. Ofbeldi mun aldrei brjóta vilja hinna frjálsu á bak aftur og Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum í Úkraínu,“ sagði Biden í ræðu sinni. Biden: "President Putin's craven lust for land and power will fail, and the Ukrainian people's love for their country will prevail. Democracies of the world will stand guard of our freedoms today, tomorrow, and forever. That's what's at stake here -- freedom." pic.twitter.com/kzsBUBGNAA— Aaron Rupar (@atrupar) February 21, 2023 Hann sagði rússneska hermenn og málaliða hafa framið óheyrileg ódæði í Úkraínu. Gert markvissar árásir á almenna borgara, pyntað fólk og nauðgað og rænt börnum í massavís. Biden sagði að viðbrögð úkraínsku þjóðarinnar og heimsins hefðu verið ótrúleg. „Einu ári eftir að sprengjurnar byrjuðu að falla og rússneskum skriðdrekum var ekið inn í Úkraínu, er Úkraína enn sjálfstæð og frjáls,“ sagði Biden. Horfa má á ræðu Bidens í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Happening Now: President Biden delivers remarks in Warsaw ahead of the one year anniversary of Russia s brutal and unprovoked invasion of Ukraine. https://t.co/pGnhRmsSRc— The White House (@WhiteHouse) February 21, 2023
Bandaríkin Pólland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent