Sameinaðar á Íslandi eftir tveggja ára aðskilnað Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 20. febrúar 2023 22:40 Rylee og Megan áttu dásamlegar stundir á Íslandi og nutu þess að uppgötva allar helstu náttúruperlur landsins saman. Aðsend Tvær konur, önnur frá Bandaríkjunum og hin frá Bretlandi, hittust í Þýskalandi árið 2019 og urðu yfir sig ástfangnar. Ferðatakmarkanir vegna kórónuveirunnar settu hins vegar stórt strik í reikninginn og komu í veg fyrir að þær gátu hist. Eftir tæpan tveggja ára aðskilnað voru þær loksins sameinaðar á ný, á Íslandi. Ástarsaga kvennanna, Rylee Dolezal og Megan Ure, vakti fyrst athygli þegar þær tóku þátt í keppni á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins eShores, en fyrirtækið óskaði eftir sögum einstaklinga sem fundið hafa ástina á erlendri grundu. Leiðir Rylee og Megan lágu fyrst saman á þýskunámskeiði í Leipzig sumarið 2019. „Við áttum mjög auðvelt með að tala saman, meira að segja á þýsku,“ segir Rylee í samtali við breska miðilinn Mirror. „Við vorum saman í tímum og þess á milli áttum við góðar stundir saman. Við fórum í nokkrar ferðir um landið, heimsóttum Potsam og Dresden og það var virkilega gaman.“ Þegar námskeiðinu lauk voru Rylee og Megan kolfallnar fyrir hvor annarri en þurftu hvor um sig að fara til síns heimalands, Rylee til Bandaríkjanna og Megan til Bretlands. Þær voru staðráðnar í því að vera í fjarsambandi. Næstu vikur og mánuði töluðu þær saman á hverjum degi í síma eða í gegnum myndsímtöl. Þær gerðu sér hvorug grein fyrir hversu lengi þær áttu eftir að vera aðskildar. „Sumarið þar á eftir, árið 2020 ætlaði Megan síðan að heimsækja mig til Bandaríkjanna og við ætluðum að ferðast saman um landið. En síðan kom Covid. Við vorum sífellt að gera ný plön en þurftum svo alltaf að fresta þeim,“ segir Rylee. Voru spenntar og stressaðar Heimsfaraldurinn olli því að á þessum tíma var ómögulegt að ferðast á milli Bandaríkjanna og Bretlands. Rylee og Megan voru því fastar sitt hvoru megin við Atlandshafið og þráðu að hitta hvor aðra en þurftu að sætta sig við að vera í sambandi í gegnum internetið. Þegar leið að sumri árið 2021 var ferðatakmörkunum aflétt í sumum löndum. Eitt af þeim löndum var Ísland. Að sögn Rylee var það Megan sem stakk upp á því að þær myndu nota tækifærið og hittast á miðri leið, nánar tiltekið í Reykjavík. Þegar hér var komið sögu höfðu þær ekki hist í tvö ár. „Það var hún sem fékk þessa sturluðu hugmynd, að hittast á Íslandi í tvær vikur,“ segir Rylee og bætir við að Megan hafi þurft að fara til Íslands viku á undan henni til að fara í sóttkví. Rylee var hins vegar fullbólusett. Rylee rifjar jafnframt upp þá stund þegar þær hittust á ný. „Megan var nýsloppin úr sóttkví og þess vegna þurfti ég að strætó á hótelið. Hún hljóp út af hótelinu og yfir á strætóstoppistöðina. Það var yndislegt. Við vorum báðar rosalega spenntar, en líka pínulítið stressaðar yfir því hvort tengingin væri ennþá til staðar. Fyrstu 15 mínúturnar voru svolítið vandræðalegar,“ segir hún en bætir við að það hafi þó ekki staðið yfir lengi. Þær stöllur áttu að sögn Rylee dásamlegar stundir á Íslandi og nutu þess að uppgötva allar helstu náttúruperlur landsins saman. Í dag, tveimur og hálfu ári eftir endurfundina á Íslandi er parið búsett í London og eru hæstánægðar með lífið og tilveruna. „Þið þurfið að vera virkilega skuldbundin hvort öðru, og megið ekki óttast skuldbindinguna,“ segir Rylee þegar hún er spurð um hvað þurfi til að láta fjarsamband ganga upp. Ástin og lífið Ferðamennska á Íslandi Bretland Bandaríkin Íslandsvinir Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ Sjá meira
Ástarsaga kvennanna, Rylee Dolezal og Megan Ure, vakti fyrst athygli þegar þær tóku þátt í keppni á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins eShores, en fyrirtækið óskaði eftir sögum einstaklinga sem fundið hafa ástina á erlendri grundu. Leiðir Rylee og Megan lágu fyrst saman á þýskunámskeiði í Leipzig sumarið 2019. „Við áttum mjög auðvelt með að tala saman, meira að segja á þýsku,“ segir Rylee í samtali við breska miðilinn Mirror. „Við vorum saman í tímum og þess á milli áttum við góðar stundir saman. Við fórum í nokkrar ferðir um landið, heimsóttum Potsam og Dresden og það var virkilega gaman.“ Þegar námskeiðinu lauk voru Rylee og Megan kolfallnar fyrir hvor annarri en þurftu hvor um sig að fara til síns heimalands, Rylee til Bandaríkjanna og Megan til Bretlands. Þær voru staðráðnar í því að vera í fjarsambandi. Næstu vikur og mánuði töluðu þær saman á hverjum degi í síma eða í gegnum myndsímtöl. Þær gerðu sér hvorug grein fyrir hversu lengi þær áttu eftir að vera aðskildar. „Sumarið þar á eftir, árið 2020 ætlaði Megan síðan að heimsækja mig til Bandaríkjanna og við ætluðum að ferðast saman um landið. En síðan kom Covid. Við vorum sífellt að gera ný plön en þurftum svo alltaf að fresta þeim,“ segir Rylee. Voru spenntar og stressaðar Heimsfaraldurinn olli því að á þessum tíma var ómögulegt að ferðast á milli Bandaríkjanna og Bretlands. Rylee og Megan voru því fastar sitt hvoru megin við Atlandshafið og þráðu að hitta hvor aðra en þurftu að sætta sig við að vera í sambandi í gegnum internetið. Þegar leið að sumri árið 2021 var ferðatakmörkunum aflétt í sumum löndum. Eitt af þeim löndum var Ísland. Að sögn Rylee var það Megan sem stakk upp á því að þær myndu nota tækifærið og hittast á miðri leið, nánar tiltekið í Reykjavík. Þegar hér var komið sögu höfðu þær ekki hist í tvö ár. „Það var hún sem fékk þessa sturluðu hugmynd, að hittast á Íslandi í tvær vikur,“ segir Rylee og bætir við að Megan hafi þurft að fara til Íslands viku á undan henni til að fara í sóttkví. Rylee var hins vegar fullbólusett. Rylee rifjar jafnframt upp þá stund þegar þær hittust á ný. „Megan var nýsloppin úr sóttkví og þess vegna þurfti ég að strætó á hótelið. Hún hljóp út af hótelinu og yfir á strætóstoppistöðina. Það var yndislegt. Við vorum báðar rosalega spenntar, en líka pínulítið stressaðar yfir því hvort tengingin væri ennþá til staðar. Fyrstu 15 mínúturnar voru svolítið vandræðalegar,“ segir hún en bætir við að það hafi þó ekki staðið yfir lengi. Þær stöllur áttu að sögn Rylee dásamlegar stundir á Íslandi og nutu þess að uppgötva allar helstu náttúruperlur landsins saman. Í dag, tveimur og hálfu ári eftir endurfundina á Íslandi er parið búsett í London og eru hæstánægðar með lífið og tilveruna. „Þið þurfið að vera virkilega skuldbundin hvort öðru, og megið ekki óttast skuldbindinguna,“ segir Rylee þegar hún er spurð um hvað þurfi til að láta fjarsamband ganga upp.
Ástin og lífið Ferðamennska á Íslandi Bretland Bandaríkin Íslandsvinir Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ Sjá meira