„Við svona rússíbanahagkerfi verður ekki unað“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. febrúar 2023 15:01 Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Vilhelm Formaður Neytendasamtakanna segir vaxtahækkanir viðskiptabankanna ekki koma á óvart, enda búi Íslendingar við fákeppni í neytendamálum á ýmsum sviðum. Hann kallar eftir aukinni samkeppni og segir sveiflur í hagkerfinu óviðunandi. Í gær tilkynntu allir stóru viðskiptabankarnir þrír, Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion-banki, um hækkanir á út- og innlánsvöxtum, eftir núll komma fimm prósentustiga stýrivaxtahækkun Seðlabankans í síðustu viku. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, hefur ítrekað gagnrýnt bankana fyrir að vera fljótir að hækka vexti, en heldur lengur að lækka þá. Hann segir fréttir gærdagsins því koma lítið á óvart. „Þetta sýnir bara það að samkeppnin á fjármálamarkaði á Íslandi er verulega ábótavant. Þar sem samkeppni skortir eru allar svona hækkanir fljótari að leka út í verðlagið,“ segir Breki í samtali við fréttastofu. Fyrirtæki eigi að þurfa að hugsa sig tvisvar um Breki kallar eftir aukinni samkeppni í þessum málum. „Við búum náttúrulega á fákeppnismarkaði og kannski að beina því til neytenda á hvaða markaði sem er að leita alltaf ódýrustu kosta og skipta við þau fyrirtæki sem bjóða best og hafa hag neytenda fyrir brjósti.“ Fyrir liggi að Íslendingar búi við mjög sveiflukennt hagkerfi. Því þurfi að breyta. „Við þurfum að gera allt sem við getum til að auka stöðugleika hér, því að við svona rússíbanahagkerfi verður ekki unað. Það skekkir allan samanburð og veikir verðvitund neytenda, og er á allan hátt slæmt fyrir okkur öll.“ Það séu ýmis ráð sem hægt væri að grípa til. „Það má efla neytendavernd, efla eftirlit með leikendum á neytendamarkaði og gera ýmislegt til að auka aðhald með fyrirtækjum þannig að þau hugsi sig tvisvar um að beina öllum kostnaðarhækkunum yfir á neytendur,“ segir Breki. Kjaramál Seðlabankinn Íslenskir bankar Tengdar fréttir Arion hækkar sömuleiðis vextina Arion banki hefur tilkynnt um hækkun inn- og útlánsvaxta í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans. Vaxtabreytingarnar taka gildi næstkomandi þriðjudag, 21. febrúar. 17. febrúar 2023 14:31 Landsbankinn hækkar líka vexti Landsbankinn hefur ákveðið að hækka bæði út- og innlánavexti eftir 0,5 prósentustiga stýrivaktahækkun Seðlabankans. Hinir stóru viðskiptabankarnir tveir tilkynntu einnig vaxtahækkun í dag. 17. febrúar 2023 18:49 Hækkar vexti vegna stýrivaxtahækkana Seðlabankans Íslandsbanki hefur tekið af skarið og hækkað vexti í samræmi við stýrivaxtahækkun Seðlabankans, sem var kynnt 8. febrúar síðastliðinn. Yfirdráttarvextir, breytilegir vextir óverðryggða húsnæðislána, breytilegir óverðtryggðir kjörvextir og fleiri tegundir vaxta hækka um 0,5 prósentustig í byrjun næstu viku. 17. febrúar 2023 11:23 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Sjá meira
Í gær tilkynntu allir stóru viðskiptabankarnir þrír, Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion-banki, um hækkanir á út- og innlánsvöxtum, eftir núll komma fimm prósentustiga stýrivaxtahækkun Seðlabankans í síðustu viku. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, hefur ítrekað gagnrýnt bankana fyrir að vera fljótir að hækka vexti, en heldur lengur að lækka þá. Hann segir fréttir gærdagsins því koma lítið á óvart. „Þetta sýnir bara það að samkeppnin á fjármálamarkaði á Íslandi er verulega ábótavant. Þar sem samkeppni skortir eru allar svona hækkanir fljótari að leka út í verðlagið,“ segir Breki í samtali við fréttastofu. Fyrirtæki eigi að þurfa að hugsa sig tvisvar um Breki kallar eftir aukinni samkeppni í þessum málum. „Við búum náttúrulega á fákeppnismarkaði og kannski að beina því til neytenda á hvaða markaði sem er að leita alltaf ódýrustu kosta og skipta við þau fyrirtæki sem bjóða best og hafa hag neytenda fyrir brjósti.“ Fyrir liggi að Íslendingar búi við mjög sveiflukennt hagkerfi. Því þurfi að breyta. „Við þurfum að gera allt sem við getum til að auka stöðugleika hér, því að við svona rússíbanahagkerfi verður ekki unað. Það skekkir allan samanburð og veikir verðvitund neytenda, og er á allan hátt slæmt fyrir okkur öll.“ Það séu ýmis ráð sem hægt væri að grípa til. „Það má efla neytendavernd, efla eftirlit með leikendum á neytendamarkaði og gera ýmislegt til að auka aðhald með fyrirtækjum þannig að þau hugsi sig tvisvar um að beina öllum kostnaðarhækkunum yfir á neytendur,“ segir Breki.
Kjaramál Seðlabankinn Íslenskir bankar Tengdar fréttir Arion hækkar sömuleiðis vextina Arion banki hefur tilkynnt um hækkun inn- og útlánsvaxta í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans. Vaxtabreytingarnar taka gildi næstkomandi þriðjudag, 21. febrúar. 17. febrúar 2023 14:31 Landsbankinn hækkar líka vexti Landsbankinn hefur ákveðið að hækka bæði út- og innlánavexti eftir 0,5 prósentustiga stýrivaktahækkun Seðlabankans. Hinir stóru viðskiptabankarnir tveir tilkynntu einnig vaxtahækkun í dag. 17. febrúar 2023 18:49 Hækkar vexti vegna stýrivaxtahækkana Seðlabankans Íslandsbanki hefur tekið af skarið og hækkað vexti í samræmi við stýrivaxtahækkun Seðlabankans, sem var kynnt 8. febrúar síðastliðinn. Yfirdráttarvextir, breytilegir vextir óverðryggða húsnæðislána, breytilegir óverðtryggðir kjörvextir og fleiri tegundir vaxta hækka um 0,5 prósentustig í byrjun næstu viku. 17. febrúar 2023 11:23 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Sjá meira
Arion hækkar sömuleiðis vextina Arion banki hefur tilkynnt um hækkun inn- og útlánsvaxta í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans. Vaxtabreytingarnar taka gildi næstkomandi þriðjudag, 21. febrúar. 17. febrúar 2023 14:31
Landsbankinn hækkar líka vexti Landsbankinn hefur ákveðið að hækka bæði út- og innlánavexti eftir 0,5 prósentustiga stýrivaktahækkun Seðlabankans. Hinir stóru viðskiptabankarnir tveir tilkynntu einnig vaxtahækkun í dag. 17. febrúar 2023 18:49
Hækkar vexti vegna stýrivaxtahækkana Seðlabankans Íslandsbanki hefur tekið af skarið og hækkað vexti í samræmi við stýrivaxtahækkun Seðlabankans, sem var kynnt 8. febrúar síðastliðinn. Yfirdráttarvextir, breytilegir vextir óverðryggða húsnæðislána, breytilegir óverðtryggðir kjörvextir og fleiri tegundir vaxta hækka um 0,5 prósentustig í byrjun næstu viku. 17. febrúar 2023 11:23