Dvínandi stuðningur við inngöngu í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 17. febrúar 2023 19:30 Miðað við niðurstöður skoðanakannana hefur stuðningur við inngöngu í Evrópusambandið farið dvínandi hér á landi eftir að hafa aukizt talsvert í kjölfar innrásar rússneska hersins í Úkraínu í lok febrúar á síðasta ári. Hafa fjölmiðlar eins og Ríkisútvarpið og Heimildin vakið máls á þessu í umfjöllunum sínum um málið. Áður höfðu allar kannanir í þrettán ár samfellt sýnt fleiri andvíga því að Ísland gengi í sambandið. Vart þarf að koma á óvart að stuðningur við inngöngu í Evrópusambandið hafi aukizt fyrstu mánuðina eftir innrásina í Úkraínu ofan í stöðu efnahagsmála. Hins vegar hefur hið hörmulega stríð í Úkraínu meðal annars varpað enn betra ljósi en áður á það hve illa sambandið stendur að vígi í öryggis- og varnarmálum, ekki sízt þegar kemur að efnahagsöryggi, fyrir utan annað sem innganga í það hefði í för með sér. Miðað við niðurstöður nýjustu skoðanakönnunarinnar, sem gerð var nýverið af Maskínu fyrir Evrópuhreyfinguna sem hlynnt er inngöngu Íslands í Evrópusambandið, skilja nú einungis tæp fimm prósentustig þá að sem vilja ganga í sambandið og þá sem eru því andvígir en fyrir að verða ári síðan var munurinn um 14% inngöngusinnum í vil. Þannig voru 40,8% hlynnt inngöngu samkvæmt könnuninni en 35,9% andvíg. Fyrir tæpu ári síðan voru 47% hlynnt inngöngu í Evrópusambandið og 33% andvíg samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Gallups sem gerð var einungis nokkrum dögum eftir innrás rússneska hersins í Úkraínu. Síðasta sumar mældist stuðningurinn við inngöngu 48,5% í könnun Prósents, í nóvember 42,8% samkvæmt sama fyrirtæki og nú síðast sem fyrr segir 40,8% samkvæmt könnun Maskínu. Fylgi Viðreisnar, eina flokksins sem leggur áherzlu á inngöngu í Evrópusambandið, mælist einungis um 7% samkvæmt niðurstöðum nýjustu könnunar á fylgi flokkanna. Fylgi Samfylkingarinnar, hins flokksins sem talað hefur fyrir málinu í gegnum tíðina en setti það á ís síðasta haust, hefur í kjölfar þeirrar ákvörðunar tvöfaldast. Kannanir benda til þess að sú ákvörðun hafi vegið þungt í þeim efnum. Margt bendir þannig til þess að áherzla á inngöngu Íslands í Evrópusambandið sé ekki ávísun á fylgisaukningu flokka. Ekki einu sinni þegar reynt er að telja fólki trú um það að sambandið sé einungis gjaldmiðill. Þvert á móti. Ólíkt Samfylkingunni býr Viðreisn við þann vanda að hafa beinlínis verið stofnuð í kringum þetta eina tiltekna stefnumál. Án þess væri forsendan fyrir tilvist flokksins úr sögunni. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Miðað við niðurstöður skoðanakannana hefur stuðningur við inngöngu í Evrópusambandið farið dvínandi hér á landi eftir að hafa aukizt talsvert í kjölfar innrásar rússneska hersins í Úkraínu í lok febrúar á síðasta ári. Hafa fjölmiðlar eins og Ríkisútvarpið og Heimildin vakið máls á þessu í umfjöllunum sínum um málið. Áður höfðu allar kannanir í þrettán ár samfellt sýnt fleiri andvíga því að Ísland gengi í sambandið. Vart þarf að koma á óvart að stuðningur við inngöngu í Evrópusambandið hafi aukizt fyrstu mánuðina eftir innrásina í Úkraínu ofan í stöðu efnahagsmála. Hins vegar hefur hið hörmulega stríð í Úkraínu meðal annars varpað enn betra ljósi en áður á það hve illa sambandið stendur að vígi í öryggis- og varnarmálum, ekki sízt þegar kemur að efnahagsöryggi, fyrir utan annað sem innganga í það hefði í för með sér. Miðað við niðurstöður nýjustu skoðanakönnunarinnar, sem gerð var nýverið af Maskínu fyrir Evrópuhreyfinguna sem hlynnt er inngöngu Íslands í Evrópusambandið, skilja nú einungis tæp fimm prósentustig þá að sem vilja ganga í sambandið og þá sem eru því andvígir en fyrir að verða ári síðan var munurinn um 14% inngöngusinnum í vil. Þannig voru 40,8% hlynnt inngöngu samkvæmt könnuninni en 35,9% andvíg. Fyrir tæpu ári síðan voru 47% hlynnt inngöngu í Evrópusambandið og 33% andvíg samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Gallups sem gerð var einungis nokkrum dögum eftir innrás rússneska hersins í Úkraínu. Síðasta sumar mældist stuðningurinn við inngöngu 48,5% í könnun Prósents, í nóvember 42,8% samkvæmt sama fyrirtæki og nú síðast sem fyrr segir 40,8% samkvæmt könnun Maskínu. Fylgi Viðreisnar, eina flokksins sem leggur áherzlu á inngöngu í Evrópusambandið, mælist einungis um 7% samkvæmt niðurstöðum nýjustu könnunar á fylgi flokkanna. Fylgi Samfylkingarinnar, hins flokksins sem talað hefur fyrir málinu í gegnum tíðina en setti það á ís síðasta haust, hefur í kjölfar þeirrar ákvörðunar tvöfaldast. Kannanir benda til þess að sú ákvörðun hafi vegið þungt í þeim efnum. Margt bendir þannig til þess að áherzla á inngöngu Íslands í Evrópusambandið sé ekki ávísun á fylgisaukningu flokka. Ekki einu sinni þegar reynt er að telja fólki trú um það að sambandið sé einungis gjaldmiðill. Þvert á móti. Ólíkt Samfylkingunni býr Viðreisn við þann vanda að hafa beinlínis verið stofnuð í kringum þetta eina tiltekna stefnumál. Án þess væri forsendan fyrir tilvist flokksins úr sögunni. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun