Eru þetta hagsmunir stúdenta? Viktor Pétur Finnsson skrifar 17. febrúar 2023 13:01 Stúdentaráð vísaði fyrr í vikunni frá tillögu Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, um að Stúdentaráð væri andvígt aukinni gjaldskyldu á nemendur. Eftir það fór af stað umræða á netinu og innan háskólans þar sem meðal annars fyrrum formaður Vöku lýsti yfir ósætti við sitt gamla félag sem hann sagði grafa upp gamaldags stefnumál og vera ómeðvitað um umhverfi sitt. Mér finnst því mikilvægt að afstaða Vöku sé skýr í þessu máli. Stúdentar þurfa úrbætur strax Við í Vöku höfum talað fyrir bættum samgöngum við háskólann samhliða því að dregið verði úr kostnaði á stúdenta. Vaka óskar eftir því að Háskóli Íslands, Reykjavíkurborg og hið opinbera styðji við okkur í þeirri baráttu. Ekki má hugsa að þó svo að við séum mótfallin gjaldskyldu á stúdenta, séum við einnig mótfallin bættum almenningssamgöngum. Þvert á móti. Okkur finnst ósanngjarnt að rukka stúdenta fyrir litla sem enga þjónustu. Fyrst þarf að bæta þjónustuna. Öll rök um að einn daginn muni ganga Borgarlína í gegnum háskólasvæðið og að allar „alvöru borgir” hafi sterkt samgöngukerfi eru á skjön við umræðuna sem þarf að eiga sér stað í dag. Staðan er ekki góð og hana þarf að bæta. Það er ekki réttlætanlegt að rukka stúdenta núna þegar tíu ár eru í Borgarlínu. Bæta þarf hjólaleiðir í borginni, gönguleiðir í nálægð við háskólann og þjónustu strætó. Í vetur saltaði og ruddi Reykjavíkurborg illa leiðir í kringum háskólann og því reyndist erfitt að ganga, hjóla, nota rafskútur og fleiri samgöngumáta. Í núverandi ástandi er óboðlegt að rukka fólk fyrir að vilja komast örugglega til og frá námi og þetta kemur mest niður á stúdentum með sértækar þarfir sem eiga erfiðara með að nýta sér aðra samgöngumáta. U-passi er ekki fyrir alla stúdenta Á meðan samgöngur eru með því móti sem þær eru í dag er forkastanlegt að segja það „óhjákvæmilegt” að leggja gjaldskyldu á stúdenta, (líkt og Stúdentaráð hefur haldið fram?). Þó svo að kostnaður við strætó yrði lækkaður með tilkomu hins svokallaða „U-passa” leysir það þó ekki þau fjölmörgu vandamál sem við í Vöku höfum vakið athygli á. Stærsta ástæða þess að við leggjumst gegn gjaldskyldu er ekki vegna þess hve fjárhagslega dýrt það er að taka strætó, heldur vegna þess að þjónusta strætó er ekki nægilega góð fyrir þau sem ekki búa í eða við miðbæinn. Þó svo að kostnaður yrði lækkaður kæmi það, eins og við höfum oft tekið fram, mest niður á þeim sem búa í ytri byggðum höfuðborgarsvæðisins, foreldrum í námi og þeim sem minnst milli handanna hafa og þurfa mögulega að vinna meðfram skóla. Ástæða þess að íbúar Hafnarfjarðar, Grafarvogs, Mosfellsbæjar, Breiðholts og fleiri úthverfa og nágrannasveitarfélaga nýta sér ekki allir almenningssamgöngur, er ekki einungis fjárhagslegur kostnaður heldur einnig óefnislegur kostnaður. Tíminn sem það tekur mig, íbúa í Hafnarfirði, að ferðast til og frá skóla með almenningssamgöngum eru tæplega þrjár klukkustundir á dag. Foreldrar með börn á leikskóla, aðilar í vinnu og fjölmargir aðrir geta ekki nýtt sér núverandi strætókerfi til að sinna skyldum sínum, þó svo að U-passinn sé ódýr. U-passinn aðstoðar þetta fólk ekki og er því ekki raunhæf lausn. Umbætur fyrir alla stúdenta Það er ekki forsvaranlegt að félag, sem hefur þann eina tilgang að berjast fyrir hagsmunum stúdenta, í lagi að leggja aukinn kostnað á stúdenta, þó svo að örlítið mótframlag fáist fyrir. Hægt er að líkja þessu við að minnka skammtastærðir allra fanga í fangelsi gegn því að ákveðinn hópur þeirra fái meiri sósu. Stúdentahreyfingarnar eiga að berjast fyrir því besta fyrir stúdenta og umræðan á að vera hávær. Þess vegna viljum við í Vöku ekki sætta okkur við U-passann sem er bara hörð, gömul brauðsneið þegar við eigum að vera að berjast fyrir því að fá alvöru mat á diskinn. Hugsum í nútíðinni Borgarlínan, verði hún að veruleika, mun vera til hagsbóta fyrir stúdenta þegar hún kemur. Ég ætla að fá að endurtaka mig þegar ég segi að við í Vöku erum ekki á móti bættum almenningssamgöngum, þvert á móti styðjum við þær. Við erum þó mótfallin því að láta stúdenta borga meira núna vegna þess að einhvern tímann í framtíðinni verður þjónustan bætt fyrir nokkra. Ástæða gjaldskyldunnar er ekki að byggja eigi bílastæðahús eða auka þjónustu, heldur er verið að rukka fyrir lélegt malarbílastæði og taka pening af stúdentum. Þó svo að U-passinn yrði tekinn í gagnið samhliða gjaldskyldu á malarbílastæðunum, við Háskólabíó og Þjóðarbókhlöðu, myndu samgöngumátar, sem standa háskólanemum til boða, ekki skána. Það eru því mikil vonbrigði að SHÍ skuli ekki vilja setja sig opinberlega upp á móti því að hækka kostnað á stúdenta þar sem við héldum að við værum öll saman í baráttunni fyrir bættum kjörum allra stúdenta. Mögulega er svo ekki, en vonandi mun þeim snúast hugur. Við ætlumst til þess að þeir fulltrúar sem kjörnir eru til þess að berjast fyrir hagsmunum stúdenta blindist ekki af pólítísku landslagi í landspólitíkinni eða skoðunum stjórnmálaafla utan háskólans. Stúdentapólitíkin á að snúast um bætta stöðu stúdenta og gjaldskylda gengur þvert á það markmið. Vaka berst fyrir hagsmunum stúdenta Á meðan við í Vöku berjumst fyrir stúdenta viljum við hafa stórar hugmyndir sem raunverulega snerta nemendur og vera róttæk í okkar baráttu. Við viljum fleiri hjólastíga, fleiri fallegar gönguleiðir og bætta þjónustu. Við viljum að allir geti stundað nám við háskólann, óháð búsetu eða stöðu að nokkru leyti. Okkur finnst við ekki biðja um of mikið. Stefna Vöku er skýr, setjum háskólanema í fyrsta sætið og hagsmuni þeirra. Bætum samgöngur við HÍ. Höfundur er formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Stúdentaráð vísaði fyrr í vikunni frá tillögu Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, um að Stúdentaráð væri andvígt aukinni gjaldskyldu á nemendur. Eftir það fór af stað umræða á netinu og innan háskólans þar sem meðal annars fyrrum formaður Vöku lýsti yfir ósætti við sitt gamla félag sem hann sagði grafa upp gamaldags stefnumál og vera ómeðvitað um umhverfi sitt. Mér finnst því mikilvægt að afstaða Vöku sé skýr í þessu máli. Stúdentar þurfa úrbætur strax Við í Vöku höfum talað fyrir bættum samgöngum við háskólann samhliða því að dregið verði úr kostnaði á stúdenta. Vaka óskar eftir því að Háskóli Íslands, Reykjavíkurborg og hið opinbera styðji við okkur í þeirri baráttu. Ekki má hugsa að þó svo að við séum mótfallin gjaldskyldu á stúdenta, séum við einnig mótfallin bættum almenningssamgöngum. Þvert á móti. Okkur finnst ósanngjarnt að rukka stúdenta fyrir litla sem enga þjónustu. Fyrst þarf að bæta þjónustuna. Öll rök um að einn daginn muni ganga Borgarlína í gegnum háskólasvæðið og að allar „alvöru borgir” hafi sterkt samgöngukerfi eru á skjön við umræðuna sem þarf að eiga sér stað í dag. Staðan er ekki góð og hana þarf að bæta. Það er ekki réttlætanlegt að rukka stúdenta núna þegar tíu ár eru í Borgarlínu. Bæta þarf hjólaleiðir í borginni, gönguleiðir í nálægð við háskólann og þjónustu strætó. Í vetur saltaði og ruddi Reykjavíkurborg illa leiðir í kringum háskólann og því reyndist erfitt að ganga, hjóla, nota rafskútur og fleiri samgöngumáta. Í núverandi ástandi er óboðlegt að rukka fólk fyrir að vilja komast örugglega til og frá námi og þetta kemur mest niður á stúdentum með sértækar þarfir sem eiga erfiðara með að nýta sér aðra samgöngumáta. U-passi er ekki fyrir alla stúdenta Á meðan samgöngur eru með því móti sem þær eru í dag er forkastanlegt að segja það „óhjákvæmilegt” að leggja gjaldskyldu á stúdenta, (líkt og Stúdentaráð hefur haldið fram?). Þó svo að kostnaður við strætó yrði lækkaður með tilkomu hins svokallaða „U-passa” leysir það þó ekki þau fjölmörgu vandamál sem við í Vöku höfum vakið athygli á. Stærsta ástæða þess að við leggjumst gegn gjaldskyldu er ekki vegna þess hve fjárhagslega dýrt það er að taka strætó, heldur vegna þess að þjónusta strætó er ekki nægilega góð fyrir þau sem ekki búa í eða við miðbæinn. Þó svo að kostnaður yrði lækkaður kæmi það, eins og við höfum oft tekið fram, mest niður á þeim sem búa í ytri byggðum höfuðborgarsvæðisins, foreldrum í námi og þeim sem minnst milli handanna hafa og þurfa mögulega að vinna meðfram skóla. Ástæða þess að íbúar Hafnarfjarðar, Grafarvogs, Mosfellsbæjar, Breiðholts og fleiri úthverfa og nágrannasveitarfélaga nýta sér ekki allir almenningssamgöngur, er ekki einungis fjárhagslegur kostnaður heldur einnig óefnislegur kostnaður. Tíminn sem það tekur mig, íbúa í Hafnarfirði, að ferðast til og frá skóla með almenningssamgöngum eru tæplega þrjár klukkustundir á dag. Foreldrar með börn á leikskóla, aðilar í vinnu og fjölmargir aðrir geta ekki nýtt sér núverandi strætókerfi til að sinna skyldum sínum, þó svo að U-passinn sé ódýr. U-passinn aðstoðar þetta fólk ekki og er því ekki raunhæf lausn. Umbætur fyrir alla stúdenta Það er ekki forsvaranlegt að félag, sem hefur þann eina tilgang að berjast fyrir hagsmunum stúdenta, í lagi að leggja aukinn kostnað á stúdenta, þó svo að örlítið mótframlag fáist fyrir. Hægt er að líkja þessu við að minnka skammtastærðir allra fanga í fangelsi gegn því að ákveðinn hópur þeirra fái meiri sósu. Stúdentahreyfingarnar eiga að berjast fyrir því besta fyrir stúdenta og umræðan á að vera hávær. Þess vegna viljum við í Vöku ekki sætta okkur við U-passann sem er bara hörð, gömul brauðsneið þegar við eigum að vera að berjast fyrir því að fá alvöru mat á diskinn. Hugsum í nútíðinni Borgarlínan, verði hún að veruleika, mun vera til hagsbóta fyrir stúdenta þegar hún kemur. Ég ætla að fá að endurtaka mig þegar ég segi að við í Vöku erum ekki á móti bættum almenningssamgöngum, þvert á móti styðjum við þær. Við erum þó mótfallin því að láta stúdenta borga meira núna vegna þess að einhvern tímann í framtíðinni verður þjónustan bætt fyrir nokkra. Ástæða gjaldskyldunnar er ekki að byggja eigi bílastæðahús eða auka þjónustu, heldur er verið að rukka fyrir lélegt malarbílastæði og taka pening af stúdentum. Þó svo að U-passinn yrði tekinn í gagnið samhliða gjaldskyldu á malarbílastæðunum, við Háskólabíó og Þjóðarbókhlöðu, myndu samgöngumátar, sem standa háskólanemum til boða, ekki skána. Það eru því mikil vonbrigði að SHÍ skuli ekki vilja setja sig opinberlega upp á móti því að hækka kostnað á stúdenta þar sem við héldum að við værum öll saman í baráttunni fyrir bættum kjörum allra stúdenta. Mögulega er svo ekki, en vonandi mun þeim snúast hugur. Við ætlumst til þess að þeir fulltrúar sem kjörnir eru til þess að berjast fyrir hagsmunum stúdenta blindist ekki af pólítísku landslagi í landspólitíkinni eða skoðunum stjórnmálaafla utan háskólans. Stúdentapólitíkin á að snúast um bætta stöðu stúdenta og gjaldskylda gengur þvert á það markmið. Vaka berst fyrir hagsmunum stúdenta Á meðan við í Vöku berjumst fyrir stúdenta viljum við hafa stórar hugmyndir sem raunverulega snerta nemendur og vera róttæk í okkar baráttu. Við viljum fleiri hjólastíga, fleiri fallegar gönguleiðir og bætta þjónustu. Við viljum að allir geti stundað nám við háskólann, óháð búsetu eða stöðu að nokkru leyti. Okkur finnst við ekki biðja um of mikið. Stefna Vöku er skýr, setjum háskólanema í fyrsta sætið og hagsmuni þeirra. Bætum samgöngur við HÍ. Höfundur er formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar