Segir að þetta hús lyfti upp norðanverðum Vestfjörðum Kristján Már Unnarsson skrifar 16. febrúar 2023 23:40 Húsið er risið í Bolungarvíkurhöfn. Við bryggjuna liggur flutningaskip sem er að flytja tækjabúnað fyrir vinnsluna. Hafþór Gunnarsson Stærsta og afkastamesta laxvinnsla landsins rís núna í Bolungarvík á vegum Arctic Fish og á hún að taka til starfa í júní. Ráðamenn fyrirtækisins gera ráð fyrir að bara á síðari helmingi þessa árs verði unninn þar lax fyrir yfir fimmtán milljarða króna. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá flutningaskip í Bolungarvíkurhöfn en verið var að hífa úr því vinnslubúnað fyrir nýja laxasláturhúsið. Daníel Jakobsson hjá Arctic Fish segir að fjárfestingin í húsinu sé um fjórir milljarðar króna. Daníel Jakobsson er framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish.Hafþór Gunnarsson „Það er risastór framkvæmd. Það er um fimm þúsund fermetrar að gólfflatarmáli,“ segir Daníel. Tækin sem skipað var á land í gær eru annarsvegar blæðingartankur og hins vegar kælitankur og var þeim komið fyrir í húsinu. Mikil umsvif fylgja framkvæmdunum í Bolungarvík og hafa milli þrjátíu og fjörutíu manns unnið að uppbyggingunni þar frá því í fyrravor. Tveir kranar á bryggjunni hífa stóran vélbúnað úr lest skipsins.Hafþór Gunnarsson „Það skapast um fjörutíu ársverk þar og er bara eitt tæknivæddasta sláturhús í heimi, mikið af íslenskum búnaði þarna. Mjög tæknivætt og mikil sjálfvirkni þannig að þarna skapast mörg skemmtileg störf,“ segir Daníel. Í fréttum í gær sáum við uppskipun úr norsku vinnsluskipi á Ísafirði á slægðum laxi sem slátrað var í Dýrafirði en um 3.500 tonn renna þar í gegn á þremur vikum, sem þykir mikið. Um fjörutíu manns vinna þessa dagana að smíði hússins og uppsetningu innréttinga og tækjabúnaðar.Hafþór Gunnarsson Húsið í Bolungarvík mun hins vegar afkasta 120 þúsund tonnum á ári, miðað við að starfsfólk vinni á einni vakt, en 240 þúsund tonnum, miðað við tvöfalda vakt, og verður þetta langafkastamesta hús sinnar tegundar í landinu. „Frá því að við förum af stað þar núna um miðjan júní og út árið erum við að gera ráð fyrir að slátra þar um fimmtán þúsund tonnum.“ Útflutningsverðmæti slíks magns er yfir fimmtán milljarðar króna. Húsið er um fimmþúsund fermetrar að flatarmáli.Hafþór Gunnarsson Fyrst um sinn verður laxinum bæði slátrað í húsinu og hann slægður. Jafnframt er gert ráð fyrir flökunarvélum og þeim möguleika að þróa frekari úrvinnslu með stækkun hússins, en fyrirtækið hefur óskað eftir meira landrými með útvíkkun hafnargarðsins, að sögn Daníels. „Og ég held að það verði gríðarleg upplyfting fyrir norðanverða Vestfirði að fá þessa atvinnugrein hér inn, á norðanverða Vestfirði,“ segir Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fiskeldi Bolungarvík Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Skipaflutningar Efnahagsmál Byggðamál Tengdar fréttir Bæjarstýran hlýtur að vera ánægð að fá hafnargjöldin Mikil umsvif hafa verið í Ísafjarðarhöfn og Dýrafirði undanfarnar vikur í kringum norskt fiskvinnsluskip, sem fengið var tímabundið til Vestfjarða til laxaslátrunar. Útflutningsverðmæti afurðanna úr þessu eina verkefni nemur þremur og hálfum til fjórum milljörðum króna. 15. febrúar 2023 22:42 Gátu ekki beðið lengur og keyptu nýbyggingu Fiskmarkaðsins Arctic Oddi ehf., dótturfélag laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish ehf. á Vestfjörðum, hefur keypt nýbyggingu Fiskmarkaðs Bolungarvíkur að Brimbrjótsgötu í Bolungarvík. Hyggst félagið koma upp laxasláturhúsi í byggingunni. 3. janúar 2022 13:45 Með sterkar skoðanir fyrir kosningar: „Laxeldi í bæinn og ekkert múður með það“ Karlarnir á bensínstöðinni vilja fiskeldi og atvinnutækifæri en konurnar á hjúkrunarheimilinu vilja búa í snyrtilegasta og fallegasta bæ á Vestfjörðum. Við kíktum til Bolungarvíkur og tókum púlsinn á bæjarbúum fyrir kosningar. 5. maí 2022 08:02 Kaffikarlar fyrir vestan segja tafir stofnanafólks óeðlilegar „Það er alveg sama hvað við ætlum að reyna að fá. Við fáum aldrei neitt. Sérðu með laxeldið. Það eru bara einhverjir sportveiðimenn sem ráða því. Við viljum bara fá laxeldið í Djúpið,“ segir Pétur Runólfsson, einn karlanna sem við hittum að skrafi í Olís-búðinni í Bolungarvík. 9. mars 2022 23:15 Segir laxeldi stærsta tækifærið til að snúa við byggðaþróun á Vestfjörðum Fiskeldi hefur tekið við af hefðbundnum sjávarútvegi sem stærsta atvinnugreinin á Tálknafirði. Helsti forystumaður Vestfirðinga um árabil segir laxeldið stærsta tækifæri fjórðungsins í atvinnumálum. 24. október 2019 21:00 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá flutningaskip í Bolungarvíkurhöfn en verið var að hífa úr því vinnslubúnað fyrir nýja laxasláturhúsið. Daníel Jakobsson hjá Arctic Fish segir að fjárfestingin í húsinu sé um fjórir milljarðar króna. Daníel Jakobsson er framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish.Hafþór Gunnarsson „Það er risastór framkvæmd. Það er um fimm þúsund fermetrar að gólfflatarmáli,“ segir Daníel. Tækin sem skipað var á land í gær eru annarsvegar blæðingartankur og hins vegar kælitankur og var þeim komið fyrir í húsinu. Mikil umsvif fylgja framkvæmdunum í Bolungarvík og hafa milli þrjátíu og fjörutíu manns unnið að uppbyggingunni þar frá því í fyrravor. Tveir kranar á bryggjunni hífa stóran vélbúnað úr lest skipsins.Hafþór Gunnarsson „Það skapast um fjörutíu ársverk þar og er bara eitt tæknivæddasta sláturhús í heimi, mikið af íslenskum búnaði þarna. Mjög tæknivætt og mikil sjálfvirkni þannig að þarna skapast mörg skemmtileg störf,“ segir Daníel. Í fréttum í gær sáum við uppskipun úr norsku vinnsluskipi á Ísafirði á slægðum laxi sem slátrað var í Dýrafirði en um 3.500 tonn renna þar í gegn á þremur vikum, sem þykir mikið. Um fjörutíu manns vinna þessa dagana að smíði hússins og uppsetningu innréttinga og tækjabúnaðar.Hafþór Gunnarsson Húsið í Bolungarvík mun hins vegar afkasta 120 þúsund tonnum á ári, miðað við að starfsfólk vinni á einni vakt, en 240 þúsund tonnum, miðað við tvöfalda vakt, og verður þetta langafkastamesta hús sinnar tegundar í landinu. „Frá því að við förum af stað þar núna um miðjan júní og út árið erum við að gera ráð fyrir að slátra þar um fimmtán þúsund tonnum.“ Útflutningsverðmæti slíks magns er yfir fimmtán milljarðar króna. Húsið er um fimmþúsund fermetrar að flatarmáli.Hafþór Gunnarsson Fyrst um sinn verður laxinum bæði slátrað í húsinu og hann slægður. Jafnframt er gert ráð fyrir flökunarvélum og þeim möguleika að þróa frekari úrvinnslu með stækkun hússins, en fyrirtækið hefur óskað eftir meira landrými með útvíkkun hafnargarðsins, að sögn Daníels. „Og ég held að það verði gríðarleg upplyfting fyrir norðanverða Vestfirði að fá þessa atvinnugrein hér inn, á norðanverða Vestfirði,“ segir Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fiskeldi Bolungarvík Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Skipaflutningar Efnahagsmál Byggðamál Tengdar fréttir Bæjarstýran hlýtur að vera ánægð að fá hafnargjöldin Mikil umsvif hafa verið í Ísafjarðarhöfn og Dýrafirði undanfarnar vikur í kringum norskt fiskvinnsluskip, sem fengið var tímabundið til Vestfjarða til laxaslátrunar. Útflutningsverðmæti afurðanna úr þessu eina verkefni nemur þremur og hálfum til fjórum milljörðum króna. 15. febrúar 2023 22:42 Gátu ekki beðið lengur og keyptu nýbyggingu Fiskmarkaðsins Arctic Oddi ehf., dótturfélag laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish ehf. á Vestfjörðum, hefur keypt nýbyggingu Fiskmarkaðs Bolungarvíkur að Brimbrjótsgötu í Bolungarvík. Hyggst félagið koma upp laxasláturhúsi í byggingunni. 3. janúar 2022 13:45 Með sterkar skoðanir fyrir kosningar: „Laxeldi í bæinn og ekkert múður með það“ Karlarnir á bensínstöðinni vilja fiskeldi og atvinnutækifæri en konurnar á hjúkrunarheimilinu vilja búa í snyrtilegasta og fallegasta bæ á Vestfjörðum. Við kíktum til Bolungarvíkur og tókum púlsinn á bæjarbúum fyrir kosningar. 5. maí 2022 08:02 Kaffikarlar fyrir vestan segja tafir stofnanafólks óeðlilegar „Það er alveg sama hvað við ætlum að reyna að fá. Við fáum aldrei neitt. Sérðu með laxeldið. Það eru bara einhverjir sportveiðimenn sem ráða því. Við viljum bara fá laxeldið í Djúpið,“ segir Pétur Runólfsson, einn karlanna sem við hittum að skrafi í Olís-búðinni í Bolungarvík. 9. mars 2022 23:15 Segir laxeldi stærsta tækifærið til að snúa við byggðaþróun á Vestfjörðum Fiskeldi hefur tekið við af hefðbundnum sjávarútvegi sem stærsta atvinnugreinin á Tálknafirði. Helsti forystumaður Vestfirðinga um árabil segir laxeldið stærsta tækifæri fjórðungsins í atvinnumálum. 24. október 2019 21:00 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Bæjarstýran hlýtur að vera ánægð að fá hafnargjöldin Mikil umsvif hafa verið í Ísafjarðarhöfn og Dýrafirði undanfarnar vikur í kringum norskt fiskvinnsluskip, sem fengið var tímabundið til Vestfjarða til laxaslátrunar. Útflutningsverðmæti afurðanna úr þessu eina verkefni nemur þremur og hálfum til fjórum milljörðum króna. 15. febrúar 2023 22:42
Gátu ekki beðið lengur og keyptu nýbyggingu Fiskmarkaðsins Arctic Oddi ehf., dótturfélag laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish ehf. á Vestfjörðum, hefur keypt nýbyggingu Fiskmarkaðs Bolungarvíkur að Brimbrjótsgötu í Bolungarvík. Hyggst félagið koma upp laxasláturhúsi í byggingunni. 3. janúar 2022 13:45
Með sterkar skoðanir fyrir kosningar: „Laxeldi í bæinn og ekkert múður með það“ Karlarnir á bensínstöðinni vilja fiskeldi og atvinnutækifæri en konurnar á hjúkrunarheimilinu vilja búa í snyrtilegasta og fallegasta bæ á Vestfjörðum. Við kíktum til Bolungarvíkur og tókum púlsinn á bæjarbúum fyrir kosningar. 5. maí 2022 08:02
Kaffikarlar fyrir vestan segja tafir stofnanafólks óeðlilegar „Það er alveg sama hvað við ætlum að reyna að fá. Við fáum aldrei neitt. Sérðu með laxeldið. Það eru bara einhverjir sportveiðimenn sem ráða því. Við viljum bara fá laxeldið í Djúpið,“ segir Pétur Runólfsson, einn karlanna sem við hittum að skrafi í Olís-búðinni í Bolungarvík. 9. mars 2022 23:15
Segir laxeldi stærsta tækifærið til að snúa við byggðaþróun á Vestfjörðum Fiskeldi hefur tekið við af hefðbundnum sjávarútvegi sem stærsta atvinnugreinin á Tálknafirði. Helsti forystumaður Vestfirðinga um árabil segir laxeldið stærsta tækifæri fjórðungsins í atvinnumálum. 24. október 2019 21:00