Landið er stjórnlaust Vilhelm Jónsson skrifar 16. febrúar 2023 10:31 Það er vandséð hvernig hægt er að sýna fulla háttvísi þegar skítug slóð forystusauða ríkisstjórnarflokkanna er dregin upp og þeir láta sér ekki segjast þó svo að ítrekað sé flett ofanaf óhæfum embættisverkum þeirra. Þjóðin er sundurtætt og í störukeppni, þar sem hver höndin er upp á móti annarri í eiginhagsmunagæslu og skotgröfum að puðra hvert annað niður. Forsætis- og fjármálaráðherra eru sem fyrr iðnir við að sverja af sér ábyrgð þó að vart líði vika að ekki sé dregið upp óhæft verklag. Má þar nefna að farið er frjálslega með sölu ríkiseigna í þeim tilgangi að mylja undir sig og sína í nafni einkavæðingar og hagsmunargæslu. Tilsvör ráðherranna standast enga skoðun þegar litið er til þess hvernig regluverk eru þverbrotin og hunsuð. Engu að síður kemst fjármálaráðherra upp með hvað sem er í skjóli Katrínar Jakobsdóttur og skósveina ríkisstjórnarflokkanna. Það er löngu orðið tímabært að þjóðin fari að átta sig á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ber fulla ábyrgð á þeim óstöðugleika og því sundurlyndi sem endurspeglast hvert sem litið er í samfélaginu. Óraunhæf fjármálasýsla er allsráðandi ásamt stjórnlausum húsnæðismarkaði sem drifin er áfram af græðgi, óheyrilegum byggingarkostnaði og glórulausum vaxtakjörum.Stjórnvöldum ber að stuðla að stöðugleika og festu gagnvart allri uppbyggingu og láta af gegndarlausri sjálftöku og sérhagsmunagæslu til útvaldra. Engin sátt hefur verið á vinnumarkaðinum árum saman. Sérstaklega eftir launamisréttið og sjálftöku 2017 þegar kjararáð skammtaði útvöldum ríkisstarfsmönnum svívirðilegar launahækkanir í boði Katrínar og Bjarna. Þessi sami hópur vílar síðan ekki fyrir sér að höfða til ábyrgðarkenndar hinnar vinnandi lálaunastéttar sem þegar er við hungurmörk, til að hún kyndi ekki undir verðbólgubálið. Forystusauðir atvinnulífsins sem og aðrir gullkálfar hafa skammtað sér svívirðilegri laun og sjálftöku sem stenst enga skoðun og liggur í tugum og jafnvel hundruðum milljóna. Sjálftaka innan ríkisfyrirtækja sem og banka er á sama leveli í skjóli veruleikafyrtra stjórnenda sem eru of oft vart annað en siðblindir. Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans eru ómarkvissar og hvorki til þess fallnar að vera trúverðugar né vel ígrundaðar auk þess að vera rökstuddar með innantómu hjali. Fjármálaráðherra ásamt forsætisráðherra bera engu að síður höfuðábyrgðina á verðbólgunni og óstjórninni sem bitnar verst á skuldugum heimilum og fyrirtækjum. Það rignir yfir landann svívirðilegum afkomutölum fjármálgeirans og arðgreiðslum. Verslunarrisar, trygginga og olíufélög mergsjúga þjóðina og ekki er afkoman og rányrkja í boði stjórnvalda síðri í sjávarútvegsgreinunum. Gráðugir og ofurríkir sægreifar ryksuga til sín hótelbyggingar,fyrirtæki og allt sem hönd á festir. Einnig eru þeir innvinklaðir í erlend hlutafélög og ýmislegt þar í gangi sem þolir illa dagsljósið hvað ósýnilegri eignamyndun og yfirtökum við kemur. Sjálftaka sem stjórnvöld og aðrir siðblindingjar skammta sér og sínum gefur best til kynna þrælslund þjóðarinnar og hvað hún er tilbúin að láta miklar þrengingar yfir sig ganga. Útvalin sjávarútvegsfélög hafa rakað til sín lífsviðurværi þúsunda heimila af svokallaðri „sameiginlegri auðlind“ í boði stjórnvalda á kostnað landsbyggðarinnar með skelfilegum afleiðingum þar sem hvert byggðarlagið af öðru ber þess aldrei bætur. Hinn ósnertanlegi Samherjagreifi bíður í skjóli stjórnvalda eftir að skammtímaminni landans dvíni eftir allan skítinn sem hefur verið dreginn upp og þrífst í greininni. Það er löngu tímabært að stjórnvöld temji sér vandaðri stjórnarhætti, jafnvel sérstakur er ekki hafinn yfir gagnrýni. Slíkt hið sama á við um ríkissáttasemjara sem misnotar vald sitt með miðlunartillögu sem stenst enga skoðun og er lítið annað en valdníðsla til að kæfa niður lögbundinn samningsrétt Eflingar á kostnað þeirra sem bera minnst úr býtum. Stjórnvöld verða að fara að bera skynbragð á að of hröð og sveiflukennd fasteignar uppbygging skapar óstöðugleika og skort á vinnuafli sem verður þess valdandi að launa- og byggingarkostnaður fer úr böndunum. Sú hraða uppbygging sem fór af stað eftir margra ára niðursveiflu er drifin áfram af stjórnleysi og foráttuheimsku. Að sjálfsögðu dásama fasteignaeigendur hækkandi fasteignaverð sem hefur orðið þess valdandi að allt of margir endurfjármögnuðu íbúðaskuldir og neyslu sem kyndir undir verðbólgu. Hver háskólafræðingurinn af öðrum kemur fram á sjónarsviðið til að upplýsa þjóðina af sinni miklu snilld að skuldir heimilanna séu að lækka og hagvöxtur sé í hæstu hæðum þó hvort tveggja standist enga skoðun. Eðlilega reynir efnameira fólk ásamt öðrum fjármagnseigendum að verja fjármuni sína og ævisparnað með öllum tiltækum ráðum svo sem með því að kaupa upp fasteignir þar sem aðeins neikvæðir vextir eru í boði. Óstjórn leiðir af sér afleiðingar og fátækt fólk sem hefur úr litlu að spila hlýtur óbætanlegan skaða meðan aðrir nýta sér ástandið. Þann hrylling ber að stöðva. Verklag Alþingis er vart annað en hryggðarmynd ásamt óábyrgum ríkisbubbum sem eru ekki í neinum tengslum við ástandið og láta sig það jafnvel engu skipta. Þjóðin var höfð af fíflum og dregin á asnaeyrunum af ábyrgðarlausum stjórnmálamönnum og bankasýslu í aðdraganda bankahrunsins og tímabært að hún fari að sýna þann þroska að treysta ekki enn og aftur misvitrum embættismönnum og siðblindingjum. Of hröð og sveiflukennd uppbygging skapar óstöðugleika og skort á vinnuafli sem verður þess valdandi að launa- og byggingarkostnaður fer úr böndunum. Sjálfskaparvítin eru nánast hvert sem litið er um samfélagið og forsætisráðherra hefur og er tilbúinn að moka tugmilljörðum ef ekki hundruðum út og suður úr ríkissjóði til að treysta stöðu sína til að halda völdum. Slíkt hið sama átti sér stað þegar forsætis- og fjármálaráðherra fóru frjálslega með gjaldeyrisforðasjóðinn í Covid faraldrinum. Sandkassaleikur stjórnvalda er drifinn áfram af illa ígrunduðum smáskammtalækningum og ábyrgðarleysi. Eðlilegt efnahagsástand og fasteignamarkaður mun aldrei þrífast meðan þjóðin býr við handónýtan gjaldmiðil og ábyrgðarlausa stjórnmálamenn. Höfundur er athafnamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhelm Jónsson Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Það er vandséð hvernig hægt er að sýna fulla háttvísi þegar skítug slóð forystusauða ríkisstjórnarflokkanna er dregin upp og þeir láta sér ekki segjast þó svo að ítrekað sé flett ofanaf óhæfum embættisverkum þeirra. Þjóðin er sundurtætt og í störukeppni, þar sem hver höndin er upp á móti annarri í eiginhagsmunagæslu og skotgröfum að puðra hvert annað niður. Forsætis- og fjármálaráðherra eru sem fyrr iðnir við að sverja af sér ábyrgð þó að vart líði vika að ekki sé dregið upp óhæft verklag. Má þar nefna að farið er frjálslega með sölu ríkiseigna í þeim tilgangi að mylja undir sig og sína í nafni einkavæðingar og hagsmunargæslu. Tilsvör ráðherranna standast enga skoðun þegar litið er til þess hvernig regluverk eru þverbrotin og hunsuð. Engu að síður kemst fjármálaráðherra upp með hvað sem er í skjóli Katrínar Jakobsdóttur og skósveina ríkisstjórnarflokkanna. Það er löngu orðið tímabært að þjóðin fari að átta sig á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ber fulla ábyrgð á þeim óstöðugleika og því sundurlyndi sem endurspeglast hvert sem litið er í samfélaginu. Óraunhæf fjármálasýsla er allsráðandi ásamt stjórnlausum húsnæðismarkaði sem drifin er áfram af græðgi, óheyrilegum byggingarkostnaði og glórulausum vaxtakjörum.Stjórnvöldum ber að stuðla að stöðugleika og festu gagnvart allri uppbyggingu og láta af gegndarlausri sjálftöku og sérhagsmunagæslu til útvaldra. Engin sátt hefur verið á vinnumarkaðinum árum saman. Sérstaklega eftir launamisréttið og sjálftöku 2017 þegar kjararáð skammtaði útvöldum ríkisstarfsmönnum svívirðilegar launahækkanir í boði Katrínar og Bjarna. Þessi sami hópur vílar síðan ekki fyrir sér að höfða til ábyrgðarkenndar hinnar vinnandi lálaunastéttar sem þegar er við hungurmörk, til að hún kyndi ekki undir verðbólgubálið. Forystusauðir atvinnulífsins sem og aðrir gullkálfar hafa skammtað sér svívirðilegri laun og sjálftöku sem stenst enga skoðun og liggur í tugum og jafnvel hundruðum milljóna. Sjálftaka innan ríkisfyrirtækja sem og banka er á sama leveli í skjóli veruleikafyrtra stjórnenda sem eru of oft vart annað en siðblindir. Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans eru ómarkvissar og hvorki til þess fallnar að vera trúverðugar né vel ígrundaðar auk þess að vera rökstuddar með innantómu hjali. Fjármálaráðherra ásamt forsætisráðherra bera engu að síður höfuðábyrgðina á verðbólgunni og óstjórninni sem bitnar verst á skuldugum heimilum og fyrirtækjum. Það rignir yfir landann svívirðilegum afkomutölum fjármálgeirans og arðgreiðslum. Verslunarrisar, trygginga og olíufélög mergsjúga þjóðina og ekki er afkoman og rányrkja í boði stjórnvalda síðri í sjávarútvegsgreinunum. Gráðugir og ofurríkir sægreifar ryksuga til sín hótelbyggingar,fyrirtæki og allt sem hönd á festir. Einnig eru þeir innvinklaðir í erlend hlutafélög og ýmislegt þar í gangi sem þolir illa dagsljósið hvað ósýnilegri eignamyndun og yfirtökum við kemur. Sjálftaka sem stjórnvöld og aðrir siðblindingjar skammta sér og sínum gefur best til kynna þrælslund þjóðarinnar og hvað hún er tilbúin að láta miklar þrengingar yfir sig ganga. Útvalin sjávarútvegsfélög hafa rakað til sín lífsviðurværi þúsunda heimila af svokallaðri „sameiginlegri auðlind“ í boði stjórnvalda á kostnað landsbyggðarinnar með skelfilegum afleiðingum þar sem hvert byggðarlagið af öðru ber þess aldrei bætur. Hinn ósnertanlegi Samherjagreifi bíður í skjóli stjórnvalda eftir að skammtímaminni landans dvíni eftir allan skítinn sem hefur verið dreginn upp og þrífst í greininni. Það er löngu tímabært að stjórnvöld temji sér vandaðri stjórnarhætti, jafnvel sérstakur er ekki hafinn yfir gagnrýni. Slíkt hið sama á við um ríkissáttasemjara sem misnotar vald sitt með miðlunartillögu sem stenst enga skoðun og er lítið annað en valdníðsla til að kæfa niður lögbundinn samningsrétt Eflingar á kostnað þeirra sem bera minnst úr býtum. Stjórnvöld verða að fara að bera skynbragð á að of hröð og sveiflukennd fasteignar uppbygging skapar óstöðugleika og skort á vinnuafli sem verður þess valdandi að launa- og byggingarkostnaður fer úr böndunum. Sú hraða uppbygging sem fór af stað eftir margra ára niðursveiflu er drifin áfram af stjórnleysi og foráttuheimsku. Að sjálfsögðu dásama fasteignaeigendur hækkandi fasteignaverð sem hefur orðið þess valdandi að allt of margir endurfjármögnuðu íbúðaskuldir og neyslu sem kyndir undir verðbólgu. Hver háskólafræðingurinn af öðrum kemur fram á sjónarsviðið til að upplýsa þjóðina af sinni miklu snilld að skuldir heimilanna séu að lækka og hagvöxtur sé í hæstu hæðum þó hvort tveggja standist enga skoðun. Eðlilega reynir efnameira fólk ásamt öðrum fjármagnseigendum að verja fjármuni sína og ævisparnað með öllum tiltækum ráðum svo sem með því að kaupa upp fasteignir þar sem aðeins neikvæðir vextir eru í boði. Óstjórn leiðir af sér afleiðingar og fátækt fólk sem hefur úr litlu að spila hlýtur óbætanlegan skaða meðan aðrir nýta sér ástandið. Þann hrylling ber að stöðva. Verklag Alþingis er vart annað en hryggðarmynd ásamt óábyrgum ríkisbubbum sem eru ekki í neinum tengslum við ástandið og láta sig það jafnvel engu skipta. Þjóðin var höfð af fíflum og dregin á asnaeyrunum af ábyrgðarlausum stjórnmálamönnum og bankasýslu í aðdraganda bankahrunsins og tímabært að hún fari að sýna þann þroska að treysta ekki enn og aftur misvitrum embættismönnum og siðblindingjum. Of hröð og sveiflukennd uppbygging skapar óstöðugleika og skort á vinnuafli sem verður þess valdandi að launa- og byggingarkostnaður fer úr böndunum. Sjálfskaparvítin eru nánast hvert sem litið er um samfélagið og forsætisráðherra hefur og er tilbúinn að moka tugmilljörðum ef ekki hundruðum út og suður úr ríkissjóði til að treysta stöðu sína til að halda völdum. Slíkt hið sama átti sér stað þegar forsætis- og fjármálaráðherra fóru frjálslega með gjaldeyrisforðasjóðinn í Covid faraldrinum. Sandkassaleikur stjórnvalda er drifinn áfram af illa ígrunduðum smáskammtalækningum og ábyrgðarleysi. Eðlilegt efnahagsástand og fasteignamarkaður mun aldrei þrífast meðan þjóðin býr við handónýtan gjaldmiðil og ábyrgðarlausa stjórnmálamenn. Höfundur er athafnamaður.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun