Er verið að reyna að gera út af við íslenska háskólastúdenta? Úlfhildur Elín Guðmundsdóttir skrifar 16. febrúar 2023 09:00 Eins og staðan er í dag er háskólanám okkar í samræmi við aðra Evrópska staðla ekki satt? Rangt. Á Íslandi lifir ennþá sá hugsunarháttur að stúdentar eiga að keyra sig út við það að fá námsgráðu í hendurnar. Í Háskóla Íslands lítur út fyrir það að prófessorar hverrar deildar geta ekki samræmt vinnubrögð sín, einn áfanginn gæti verið mjög sanngjarn en annar ekki. Í fyrsta lagi á það ekki að vera normið í dag að lokapróf séu skylda. Það hefur marg sýnt sig að lokapróf sýna ekki fram á kunnáttu og gera ekkert annað en að ýta undir kvíða og streitu stúdenta. Frekar ætti að taka upp þá hefð að hafa heimapróf, eða þó allavega hafa einhver gögn leyfileg við próftöku. Í öðru lagi erum við sem fullorðið fólk á 21. Öldinni að fara að skrifa ritgerðir niður á blað þegar við erum að taka próf. Það er ruglað að en sé verið að notast við pappír í prófum í háskóla. Þetta er endalaus eyðsla á blöðum hjá stofnun sem eiga að vera til “fyrirmyndar” auk þess að þetta gagnast lærdómi ekki neitt. Það er löngu búið að þróa tæki og tól sem nýtast okkur í svona tilfellum, notumst við þau! Í þriðja lagi er verið að reyna að keyra stúdenta út með þessu kerfi, bæði háskólar og menntaskólar. Að vinna í þremur og allt upp að fimm áföngum í 4 og ½ mánuð er meira en að segja. Þetta dregur allan vilja og metnað úr sál stúdenta og ýtir bara undir vanlíðan. Skólar í Evrópu Þegar skoðaðir eru aðrir skólar í Evrópu má sjá eitt sem stendur frekar upp úr þar. Félagslíf sem stúdentaráð og skólar setja upp, vikulega. Alls konar viðburðir, mismunandi sem hentar hvaða hóp af fólki sem er. Hvort sem við skoðum Finnland, Holland, Spán eða Þýskaland þá eru þar miklu frekar hópar sem hittast, gera eitthvað saman og hafa gaman. Þetta kemur meðauknum tíma sem fólk hefur til þess að eyða í sjálft sig, frekar en að liggja heima yfir bókum allan liðlangan daginn. Ekki endilega með því að hella í sig áfengi, heldur alls konar annað sem er í boði. Námskerfið er allt öðruvísi, auðvitað fer það eftir skólum, en skemmtilegast finnst mér að sjá hvernig farið er að þessu á mörgum stöðum í Evrópu. Önnum er skipt upp í 2 eða 3 styttri “annir”. Hver áfangi endist ekki nema í mánuð eða tvo og ekki eru teknir fleiri en tveir eða þrír áfangar í einu. Þetta strax leyfir stúdentum að lifa aðeins frjálslegri lífstíl þar sem hægt er að afla sér frekari tekna eða jafnvel bara til þess að eiga meiri tíma með vinum, fjölskyldu eða námsfélögum. Kostnað skólagöngu á Íslandi er eitthvað sem virkilega þarf að rýna betur í. Af hverju geta svona stór ríki eins og Noregur, Svíþjóð og Danmörk leyft háskólanámi að vera stúdentum að kostanaðarlausu, auk þess að gefa námsbækur en Ísland hækkar sín skólagjöld? Ef háskólagjöld hækka upp í 100.000kr.- þá væri hægt að bjóða stúdentum upp á fleiri fríðindi í skólanum. Mörgu þarf að breyta í skólakerfinu á Íslandi. Förum að taka það í gegn áður en það verður of seint! Höfundur er stúdent við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og staðan er í dag er háskólanám okkar í samræmi við aðra Evrópska staðla ekki satt? Rangt. Á Íslandi lifir ennþá sá hugsunarháttur að stúdentar eiga að keyra sig út við það að fá námsgráðu í hendurnar. Í Háskóla Íslands lítur út fyrir það að prófessorar hverrar deildar geta ekki samræmt vinnubrögð sín, einn áfanginn gæti verið mjög sanngjarn en annar ekki. Í fyrsta lagi á það ekki að vera normið í dag að lokapróf séu skylda. Það hefur marg sýnt sig að lokapróf sýna ekki fram á kunnáttu og gera ekkert annað en að ýta undir kvíða og streitu stúdenta. Frekar ætti að taka upp þá hefð að hafa heimapróf, eða þó allavega hafa einhver gögn leyfileg við próftöku. Í öðru lagi erum við sem fullorðið fólk á 21. Öldinni að fara að skrifa ritgerðir niður á blað þegar við erum að taka próf. Það er ruglað að en sé verið að notast við pappír í prófum í háskóla. Þetta er endalaus eyðsla á blöðum hjá stofnun sem eiga að vera til “fyrirmyndar” auk þess að þetta gagnast lærdómi ekki neitt. Það er löngu búið að þróa tæki og tól sem nýtast okkur í svona tilfellum, notumst við þau! Í þriðja lagi er verið að reyna að keyra stúdenta út með þessu kerfi, bæði háskólar og menntaskólar. Að vinna í þremur og allt upp að fimm áföngum í 4 og ½ mánuð er meira en að segja. Þetta dregur allan vilja og metnað úr sál stúdenta og ýtir bara undir vanlíðan. Skólar í Evrópu Þegar skoðaðir eru aðrir skólar í Evrópu má sjá eitt sem stendur frekar upp úr þar. Félagslíf sem stúdentaráð og skólar setja upp, vikulega. Alls konar viðburðir, mismunandi sem hentar hvaða hóp af fólki sem er. Hvort sem við skoðum Finnland, Holland, Spán eða Þýskaland þá eru þar miklu frekar hópar sem hittast, gera eitthvað saman og hafa gaman. Þetta kemur meðauknum tíma sem fólk hefur til þess að eyða í sjálft sig, frekar en að liggja heima yfir bókum allan liðlangan daginn. Ekki endilega með því að hella í sig áfengi, heldur alls konar annað sem er í boði. Námskerfið er allt öðruvísi, auðvitað fer það eftir skólum, en skemmtilegast finnst mér að sjá hvernig farið er að þessu á mörgum stöðum í Evrópu. Önnum er skipt upp í 2 eða 3 styttri “annir”. Hver áfangi endist ekki nema í mánuð eða tvo og ekki eru teknir fleiri en tveir eða þrír áfangar í einu. Þetta strax leyfir stúdentum að lifa aðeins frjálslegri lífstíl þar sem hægt er að afla sér frekari tekna eða jafnvel bara til þess að eiga meiri tíma með vinum, fjölskyldu eða námsfélögum. Kostnað skólagöngu á Íslandi er eitthvað sem virkilega þarf að rýna betur í. Af hverju geta svona stór ríki eins og Noregur, Svíþjóð og Danmörk leyft háskólanámi að vera stúdentum að kostanaðarlausu, auk þess að gefa námsbækur en Ísland hækkar sín skólagjöld? Ef háskólagjöld hækka upp í 100.000kr.- þá væri hægt að bjóða stúdentum upp á fleiri fríðindi í skólanum. Mörgu þarf að breyta í skólakerfinu á Íslandi. Förum að taka það í gegn áður en það verður of seint! Höfundur er stúdent við Háskóla Íslands.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar