Ekki fleiri brúðkaup! Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 14. febrúar 2023 08:01 Að ganga í hjónaband hefur félagslegar, lagalegar og trúarlegar víddir. Þessar víddir eru aðgreinanlegar en tengjast með margvíslegum hætti. Hin félagslega vídd felst annarsvegar í því að hjónaefni bjóða ástvinum til fagnaðar til að samgleðjast elskendum yfir þeirri ást sem þau, þær og þeir eiga, og hinsvegar til að marka landamæri nýrrar fjölskyldu. Hið síðarnefnda er sérlega mikilvægt þegar stofnað er til samsettrar fjölskyldu, þar sem stúpbörn eiga í hlut. Hin lagalega vídd snýr að mikilvægum þáttum er varða réttarstöðu hjóna. Dæmi um slíkt eru réttindi við veikindi eða fráfall maka og réttlæti í þeim hjónaböndum, þar sem annað hjóna hverfur af vinnumarkaði til að sinna börnum. Félagslegar og lagalegar forsendur hjónabandsins hafa breyst mikið á undanförnum árum og í því ljósi er að mínu mati orðið brúðkaup ekki lengur lýsandi, heldur úrelt orð. Orðið er gegnsætt að merkingu og fyrri hlutinn vísar til þáttar brúðar í giftingarathöfn. Orðið hjón er í okkar tungumáli ekki lengur eingöngu notað um gagnkynhneigð hjónabönd og það er rangnefni að lýsa giftingu karlkyns hjóna, sem brúðkaupi. Mikilvægara er þó að fjárhagslegar forsendur hjónabandsins hafa breyst í samfélagi þar sem möguleikar kynjanna til að sjá fyrir sér eru, eða ættu að vera, óháðar kynjum. Seinni hluti orðsins brúðkaup vísar í heimanmund brúðarinnar, það að brúður var mundi keypt. Í stað brúðkaups legg ég til að við veraldlegar athafnir sé frekar talað um giftingu og í trúarlegu samhengi hjónavígslu. Hin trúarlega vídd hjónabandsins byggir annarsvegar á þeirri hugmynd að líf okkar sé hlaðið merkingu, að það að hjón hafi fundið hvort annað, hverja aðra og hvorn annan sé ekki tilviljun heldur hlaðið tilgangi, og hinsvegar á þeirri vígslu sem hjónaefni gangast undir. Það er óvenjulegt í íslensku að sama orð sé notað yfir kirkjulega vígslu (ordinatio) og vígslu hjóna (consecratio), en inntakið er það sama. Líkt og kirkjunnar þjónn vígist til þjónustu við söfnuð, vígjast hjón til þjónustu við hvort annað, hverja aðra og hvorn annan. Ólíkt þeim stöðumun sem fólginn er í merkingu orðsins brúðkaup, á vígslan sér stað í hjónavígslu þegar hjónaefni hafa játast hvort öðru, hvor annari og hvor öðrum, og krjúpa saman sem jafningjar. Vígsla merkir fyrirbæn til þjónustu. Hjónaefnin biðja Guð um að þeim veitist það sem þau, þær og þeir þarfnast til að geta elskað og þjónustað hvort annað, hvor aðra og hvorn annan í auðmýkt á samfylgd þeirra í lífinu. Ástvinir þeirra sameinast í þeirri fyrirbæn fyrir þjónustu, sem presturinn leiðir fyrir hönd hjónanna. Sú líkamsstaða sem hjónaefni taka sér, með því að krjúpa saman, sýnir annarsvegar að þau eru jafningjar og hinsvegar táknrænt að auðmýkt er forsenda allrar elsku. Í hjónabandi er sú afstaða að elska auðmjúk, auðug af mýkt gagnvart hvort öðru, hvor annari og hvor öðrum, lykillinn að lífshamingjunni. Ef hjón haldast á hnjánum í gegnum lífið, munu hjónin haldast saman, hvað sem lífið færir þeim í fang. Í Fríkirkjunni fá safnaðarmeðlimir hjónavígslu, þeim að kostnaðarlausu. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
Að ganga í hjónaband hefur félagslegar, lagalegar og trúarlegar víddir. Þessar víddir eru aðgreinanlegar en tengjast með margvíslegum hætti. Hin félagslega vídd felst annarsvegar í því að hjónaefni bjóða ástvinum til fagnaðar til að samgleðjast elskendum yfir þeirri ást sem þau, þær og þeir eiga, og hinsvegar til að marka landamæri nýrrar fjölskyldu. Hið síðarnefnda er sérlega mikilvægt þegar stofnað er til samsettrar fjölskyldu, þar sem stúpbörn eiga í hlut. Hin lagalega vídd snýr að mikilvægum þáttum er varða réttarstöðu hjóna. Dæmi um slíkt eru réttindi við veikindi eða fráfall maka og réttlæti í þeim hjónaböndum, þar sem annað hjóna hverfur af vinnumarkaði til að sinna börnum. Félagslegar og lagalegar forsendur hjónabandsins hafa breyst mikið á undanförnum árum og í því ljósi er að mínu mati orðið brúðkaup ekki lengur lýsandi, heldur úrelt orð. Orðið er gegnsætt að merkingu og fyrri hlutinn vísar til þáttar brúðar í giftingarathöfn. Orðið hjón er í okkar tungumáli ekki lengur eingöngu notað um gagnkynhneigð hjónabönd og það er rangnefni að lýsa giftingu karlkyns hjóna, sem brúðkaupi. Mikilvægara er þó að fjárhagslegar forsendur hjónabandsins hafa breyst í samfélagi þar sem möguleikar kynjanna til að sjá fyrir sér eru, eða ættu að vera, óháðar kynjum. Seinni hluti orðsins brúðkaup vísar í heimanmund brúðarinnar, það að brúður var mundi keypt. Í stað brúðkaups legg ég til að við veraldlegar athafnir sé frekar talað um giftingu og í trúarlegu samhengi hjónavígslu. Hin trúarlega vídd hjónabandsins byggir annarsvegar á þeirri hugmynd að líf okkar sé hlaðið merkingu, að það að hjón hafi fundið hvort annað, hverja aðra og hvorn annan sé ekki tilviljun heldur hlaðið tilgangi, og hinsvegar á þeirri vígslu sem hjónaefni gangast undir. Það er óvenjulegt í íslensku að sama orð sé notað yfir kirkjulega vígslu (ordinatio) og vígslu hjóna (consecratio), en inntakið er það sama. Líkt og kirkjunnar þjónn vígist til þjónustu við söfnuð, vígjast hjón til þjónustu við hvort annað, hverja aðra og hvorn annan. Ólíkt þeim stöðumun sem fólginn er í merkingu orðsins brúðkaup, á vígslan sér stað í hjónavígslu þegar hjónaefni hafa játast hvort öðru, hvor annari og hvor öðrum, og krjúpa saman sem jafningjar. Vígsla merkir fyrirbæn til þjónustu. Hjónaefnin biðja Guð um að þeim veitist það sem þau, þær og þeir þarfnast til að geta elskað og þjónustað hvort annað, hvor aðra og hvorn annan í auðmýkt á samfylgd þeirra í lífinu. Ástvinir þeirra sameinast í þeirri fyrirbæn fyrir þjónustu, sem presturinn leiðir fyrir hönd hjónanna. Sú líkamsstaða sem hjónaefni taka sér, með því að krjúpa saman, sýnir annarsvegar að þau eru jafningjar og hinsvegar táknrænt að auðmýkt er forsenda allrar elsku. Í hjónabandi er sú afstaða að elska auðmjúk, auðug af mýkt gagnvart hvort öðru, hvor annari og hvor öðrum, lykillinn að lífshamingjunni. Ef hjón haldast á hnjánum í gegnum lífið, munu hjónin haldast saman, hvað sem lífið færir þeim í fang. Í Fríkirkjunni fá safnaðarmeðlimir hjónavígslu, þeim að kostnaðarlausu. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun