Fótbolti

„Hefði gert hvað sem er fyrir þessa á­horf­endur nema kannski af­klæðast“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jürgen Klopp var bægast sagt kátur eftir sigur Liverpool gegn Everton í kvöld.
Jürgen Klopp var bægast sagt kátur eftir sigur Liverpool gegn Everton í kvöld. Simon Stacpoole/Offside/Offside via Getty Images

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gat leyft sér að brosa eftir 2-0 sigur liðsins gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þetta var langþráður sigur fyrir Liverpool sem hafði ekki unnið deildarleik síðan fyrir áramót.

„Stemningin var frábær. Ég elska fólið í kringum liðið og það sem þau gerðu í kvöld. Það var einstakt og hjálpaði okkur mikið og strákarnir skiluðu sínu til baka,“ sagði Klopp eftir leikinn.

„Þetta var alvöru nágrannaslagur og við spiluðum leikinn sem við vildum spila, ekki leikinn sem Everton vildi spila.“

„Við héldum boltanum, unnum vel úti á köntunum og héldum ró okkar. Við komumst á milli línanna hjá þeim og ég sá alvöru heild í kvöld. Það voru allir að berjast og við skoruðum eftir tvær virkilega vel útfærðar skyndisóknir. Við vorum ábyggilega með boltann 70 prósent af eliknum og skoruðum úr tveimur skyndisóknum, það gerir þetta sérstakt.“

„Þetta er gríðarlegur léttir. Þú veist aldrei hvenær þetta kemur næst. Ég hefði gert hvað sem er fyrir þessa áhorfendur nema kannski afklæðast,“ sagði Klopp léttur að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×