Skoðun

Ljósið í undruninni

Árni Már Jensson skrifar

Í raun­tengdum heimi er sem hefð­bundin trú á Guð sé að ein­hverju leiti á und­an­haldi, eða hvað? Jú, þegar allt leikur í lyndi, fjár­mála­kerfin virka og góðrar heilsu not­ið, er örygg­is­kenndin meiri og þörfin fyrir trú minni. Jesú Kristur verður þannig feimn­is­mál margra að vitja, ræða um eða við­ur­kenna. Svona eins og gam­al­dags barns­trú sem hefur tak­markað með dag­legan raun­veru­leika að gera og ónauð­syn­leg frekar en hitt. Á þessu er eðli­leg skýr­ing sem ræðst að ein­hverju leiti af vel­meg­un­ar­tengdri sljóvgun í huga manns­ins sem hann nýtir ann­ars að tak­mörk­uðu leiti. Á þessu verður þó yfir­leitt breyt­ing þegar hið mann­gerða umhverfi bregst, mark­aðir hrynja, heils­unni hrakar eða náinn ást­vinur verður á brott kvadd­ur. Af hverju ræðst tryggð okkar og rækt við æðri veru­leika út frá jarð­bundn­ari aðstæðum efn­is­heims­ins?

Ver­ald­legur auður grund­vall­ast yfir­leitt á raun­hyggju sem gjarnan sjálfeflir ímynd manns­ins sem upp­haf og endir alls, nokk­urs­konar lau­sn­ara. Þessi sjálfs-­upp­hafn­ing hefur fylgt mann­inum gegnum þró­un­ina og hefur með sjálfs­bjarg­ar­kennd hans að gera, hvöt­ina að lifa af. Við erf­iðar aðstæður finnur hann til sín þegar honum tekst vel til öfl­unar fæðu fyrir sig og sína. Hann mett­ast og nátt­úru­lega verð­launa­lyf­ið dópamín ­streymir til heil­ans. Þessi upp­lifun hefur hjálpað honum að lifa af og þró­ast gegnum harð­neskju­lega tíma. Sömu til­finn­ingu upp­lifir mað­ur­inn í nútíma­sam­fé­lag­inu við per­sónu­lega sigra, vís­inda­legar upp­götv­anir og við­skipta­lega á­vinn­inga svo eitt­hvað sé nefnt. Við­ur­kenn­ing skiptir mann­inn miklu máli og þess meir, sem sjálfs­mynd hans er frum­stæð­ari.

Algengur mis­skiln­ingur felst í því að ver­ald­legur og and­legur auður sé af sama meiði. And­legur auður nær langt út fyrir fæðu­öflun og þeirrar kenndar að lifa af. And­legur auður leitar ekki sjálf síns, er æðri efn­is­heim­inum og hefur með sköp­un, visku, hug­sjónir og skil­yrð­is­lausar óeig­in­gjarnar kenndir að gera. And­leg leit er leiðin sem sjaldnar er far­inn því hún skilar leit­and­anum síður þæg­indum eða skjót­fengnum ávinn­ing en afurð hennar öðl­ast líf og lifir frekar í þroska, hug­sjón og hug­mynda­fræði kom­andi kyn­slóða að njóta. And­leg leit og þörf fyrir trú og bæn eru hluti af duldri þörf manns­ins til að brjót­ast út fyrir dag­lega ládeyðu og lík­am­lega á­netj­an, snerta æðri skör eigin vits­muna. Þörf sem erfitt er að greina hvort kvikni hið innra eða raun­ger­ist í köllun hins ytra og æðra. Þörf sem lýtur að kær­leik, eilífð og vel­ferð alls lífs. Í efna,-og heilsu­fars­legri vel­gengni gleymir mað­ur­inn gjarnan því, að eitt efna­hags­hrun, eitt eld­gos, ein far­sótt, eitt slys, ein röng ákvörðun getur svift hann heim­ili, atvinnu, fóst­ur­jörð, öryggi og lífi.

Raun,-eða ­vís­inda­hyggja, sem stundum hefur verið nefnd systir efans, úti­lokar oft trú og til­vist hins æðra. Úti­lokar til­vist krafta­verka án leit­unar æðri skýr­inga. Þannig elur raun­hyggjan af sér ýmsar kenn­ingar sem færa ímynd­aðar sann­anir fyrir því að Jesú gæti ekki hafa læknað með bæn og handa­yf­ir­lagn­ingu eins og guð­spjöllin bera með sér, sökum þess að vís­indin geti ekki sannað það. Vís­ind­in munu aldrei geta sannað með rökum fræð­anna hvernig Jesú lækn­aði, einmitt vegna þess að fræð­in, afsprengi manns­hug­ans, komu þar hvergi nærri. Í gíf­ur­legri fram­þróun vís­inda umliðin tvö þús­und ár, hefur mað­ur­inn enn sem komið er engan þekk­ing­ar­lega skiln­ing á lækn­ingum Jesú. Hverju sæt­ir? Jú, sam­tal vís­inda­legra fræða og and­legs veru­leika á sér ekki sam­eig­in­legt tungu­mál annað en trúna. Þannig mun Guð­dóm­ur­inn ávalt verða óskilj­an­legur mönn­um, þó þeim standi dyrnar til skiln­ings opn­ar.

Eðli manns­ins í jarð­vist grund­vall­ast gjarnan á þeirri þörf að kryfja til mergjar það sem hann skilur ekki eða getur vart hönd á fest. Þegar kemur að Guði eða verkum Krists verður þannig nær­tæk­ast að ýmist flækja það sem manns­hug­ur­inn skilur ekki eða ein­fald­lega að gef­ast upp og hafna. Sú algenga hug­mynd raun­hyggju­sam­fé­lags­ins, að barns­legt sé að við­ur­kenna það sem mann­inum er óger­legt að auð­kenna út frá þekktum aðferðum er þröng sýn til lífs­ins.

Prúss­nesk/þýski heim­spek­ing­ur­inn Em­anu­el ­Kant (f.22. a­pril 1724-d. 12. ­feb 1804) kom fram með þá kenn­ingu að öll fyr­ir­bæri í tíma og rúmi ættu sér eigin lög­mál, orsök og skýr­ingu: Að þekk­ingin byggi í fyr­ir­bær­unum sjálf­um. Það væri hins vegar tak­mörkuð hugs­ana­geta manns­ins sem gæti ekki skilið lög­mál fyr­ir­bær­anna og lit­uðu því skýr­ing­arnar út frá eigin tak­mörk­uðu við­horfi og þekk­ingu. Það er ekki laust við að fram­lag ­Kant’s til skiln­ings­vita manns­ins séu þakk­ar­verð í það minnsta, eða svo þótti öðrum hugs­uði Albert Ein­stein, sem á unga aldri las kenn­ing­ar ­Kant’s.

Albert Ein­stein (f.14. mars 1879 -d.14. a­pril 1955) var Þýskur kenni­legur eðl­is­fræð­ingur og vís­inda­mað­ur. Hann er einn af best þekktu vís­inda­mönn­um 20. ald­ar­innar og lagði til­ af­stæð­is­kenn­ing­una sem er lík­lega hans þekktasta verk. Rann­sóknir hans hafa einnig haft mikil áhrif á skammta­fræði, safneðl­is­fræði og heims­fræði. Hann hlaut Nóbels­verð­launin í eðl­is­fræði 1921 fyrir rann­sóknir sínar á ljós­á­hrifum sem hann birti árið 1905. Þetta sama ár komu út þrjár greinar eftir hann sem hver þeirra olli straum­hvörfum í eðl­is­fræði og hlutu verð­laun fyrir þjón­ustu í þágu kenni­legrar eðl­is­fræð­i.

Á unga aldri naut hann þess að hugsa en hafði þreytt kenn­ara sína svo á áhuga­leysi sínu í skóla­stundum að skóla­yf­ir­völd kvört­uðu við for­eldra með þeim orðum að óþarft væri að ungi mað­ur­inn mætti í tíma þar sem hann væri í senn áhuga­laus og lat­ur. Ein­stein ­upp­lifði skóla­vist­ina sem kvöl og pínu þar sem allt gengi út á gráður og ein­kunnir í fræðum sem kenn­arar hans skildu ekki til hlítar sjálf­ir. Kynn­i Ein­steins, á unga aldri, af heim­speki­kenn­ing­um Em­anu­el ­Kant’s, urðu honum ákveðin hug­ljómun í við­leitni hans til að skilja gang­verk lífs­ins. Sem ung­lingur las hann Kant og upp­lifði fyr­ir­bæri heims­ins í nýju ljósi.

Einstein sagði:

„Ef við horfum á tréð út um glugg­ann sem teygir ræt­urnar undir gang­stétt­ina eftir vatni, eða blómi sem varpar ilmi sínum til býflugn­anna eða jafn­vel okkur sjálf og þann innri kraft sem við stjórn­umst af, getum við ályktað að allt líf dansar eftir dul­ar­fullum hljómi frá hljóð­færa­leik­ara sem leikur listir sínar úr óræð­inni fjar­lægð. Hvað sem við köllum hljóð­færa­leik­arann; sköp­un­ar­kraft, Guð, eða hvoru­tveggja, er ljóst að sá kraftur lýtur engri bók­legri þekk­ing­u.”

Ein­stein hélt áfram:

„Vís­indin verða aldrei ­full­num­in ­vegna þess að við notum ein­ungis tak­mark­aða getu huga okkar auk þess sem við­leitni okkar við að kanna eigin ver­öld er tak­mörk­uð.”

Það er ekki laust við að þessi skoðun hans end­ur­spegli að ein­hverju leiti van­trú á eigin teg­und, mann­skepn­unni, til að ná langt. Eitt af heill­andi eig­in­leik­um Ein­stein’s ­sem hug­suðar var, að nálgun hans á lausnum grund­vall­að­ist á vís­inda­legri þekk­ingu, and­legri upp­lifun, inn­sæi og auð­mjúku við­horfi gagn­vart hinu mikla sköp­un­ar­verki lífs­ins.

Hann sagð­i:

„Að sköp­unin gæti verið af and­legum upp­runa, sem jafn­gilti ekki því að öll sköpun eða afurð hennar væri and­leg. Hann sagði nátt­úr­una hvorki alfarið vera efn­is­lega né and­lega. Engin trú væri til nema mað­ur­inn sem líf­vera sé einnig and­leg. Mað­ur­inn af holdi og blóði einu saman gæti ekki átt sér trú. Bak við afleið­ingu er önnur afleið­ing og upp­runi allra afleið­inga er ófundin enn sem komið er." Hann sagði jafn­framt, að trú­ar­brögð og vís­indi færu sam­an: „Vís­indi án trú­ar­bragða eru léleg og trú­ar­brögð án vís­inda eru eru blind. Trú­ar­brögð og vís­indi eru sam­tvinnuð með sam­eig­in­legum mark­mið­um; leit­inni að sann­leik­an­um. - Án trú­ar­bragða, er ekki líkn. Sálin sem hvert okkar hlaut í gjöf, lifir í sama anda og umheim­ur­inn."

„Að styðj­ast ein­ungis við þekkta þætti veru­leik­ans er stöðnun og veitir ekki skiln­ing á þeim óþekktu. Þannig er inn­sæi hug­ans heilög gjöf og rökvit­und hug­ans er trúr þjónn.”

Af skrif­um Ein­steins má álykta; að skil­yrð­is­laus kær­leikur væri grund­völlur fyrir ræktun heil­brigðrar sam­visku. Menn eins og Con­fuci­us, Budd­ha, Jesú og G­and­hi hefðu gert meira fyrir mann­kyn en vís­ind­in nokkurn tíma. Hann sagði: „Við verðum að byrja í manns­hjart­anu í bland við sam­visk­una. Æðri gildi sam­visk­unnar geta ein­ungis raun­gerst í óeig­in­gjarnri þjón­ustu fyrir mann­kyn."

Hvernig bætum við ver­öld­ina?

Við bætum ekki ver­öld­ina með vís­ind­unum ein­um, þó þau, í flestum til­vikum komi jákvæðu til leið­ar. Vís­ind­in, eins mik­il­væg og þau eru fram­þró­un­inni, eru afsprengi þekk­ingar en hvorki upp­sprett­an, né lífið sjálft. Þegar ég heyri eða les um fræði, -eða ­stjórn­mála­menn sem afneita æðri veru­leika er ekki laust við að ég missi örlitla trú á getu manns­ins til að hugsa. Sam­hengi gang­verks­ins sem við köllum líf er ekki svo fátæk­lega ein­falt.

Jesú snéri á hvolf öllum hug­myndum manna um dauð­ann og líf­ið. Hann umbreytti hug­myndum manna um stöðu, titla og völd. Hann hafði enda­skipti á hug­myndum manna um Guð. Hann lækn­aði ólækn­andi sjúk­dóma. Hann fram­kvæmdi krafta­verk fyrir bænir og návist. Yfir­burðir hins æðra fólust í auð­mýkt og ­lít­il­læti. Í návist Jesú hvarf hin hefð­bundna skil­grein­ing valds­ins inn í skugga eigin hégóma. Til­vist Kristn­inn­ar, fjöl­menn­ustu trú­ar­bragða ver­ald­ar, byggir nokkurn veg­inn á þremur árum í lífi manns sem hvorki sótt­ist til efna, valds né titla. Hvernig gat það gerst að ein per­sóna, sem einskis óskaði ann­ars en skil­yrð­is­lauss kær­leiks og rétt­lætis öllum til handa gat breytt hug­ar­fari mann­kyns? Jesú end­aði líf sitt á kvala­full­an hátt, pynt­að­ur, smáð­ur, hæddur og tek­inn af lífi með kross­fest­ingu meðal dæmdra glæpa­manna. Jafn­vel fylgj­endur hans yfir­gáfu hann. En Jesú dó ekki, hann reis upp og afsann­aði þar með­ lík­ams­-dauðann sem enda­lok lífs­ins, nokkuð sem hann lof­aði og stóð við.

Saga og útbreiðsla krist­innar hug­mynda­fræði er rétt að hefjast, enda tvö þús­und ár stuttur kafli í lífs­sög­unni. Kristnin er lif­andi afl í leit að sann­leika, feg­urð og rétt­læti. Á þess­ari veg­ferð verður mörgum mann­inum á eins og í líf­inu sjálfu þar sem mik­il­væg­asti lær­dóm­ur­inn felst í eigin mis­tök­um, að horfast í augu við þau, iðrast, fyr­ir­gefa og vaxa andlega.

Kristnin minnir okkur á kær­leik­ann og eilífi sál­ar­inn­ar. Þess fyr­ir­bær­is, sem vís­indin geta ekki auð­kennt eða stað­sett en ­manns­son­ur­inn op­in­ber­aði með lífi sínu, athöfn­um, þján­ingu og upp­risu. Stærð Jesú Krists sem per­sónu, á sér enga hlið­stæðu í ver­ald­ar­sögu manns­ins.

Fátt ætti að vera mann­in­um, sem hugs­andi líf­veru, dásam­legri áskorun en einmitt að beygja sig auð­mjúk­lega undir óræði undr­un­ar­innar og lúta höfði í átt hins æðra sem hann hefur ekki getu til að skil­greina eða fella inn í hefð­bundin hólf þekktra fræða og ein­fald­lega trúa.

Höfundur er áhugamaður um betra líf, samfélag, kristna trú og menningu.




Skoðun

Sjá meira


×