Selenskí í óvæntri heimsókn til Bretlands í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2023 10:40 Sunak tók á móti Selenskí á flugvellinum. Instagram Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti mun í dag heimsækja Bretland í fyrsta sinn síðan Rússar réðust inn í heimaland hans fyrir tæpu ári síðan. Heimsóknin er óvænt en við því er búist að Selenskí muni á morgun ferðast til Brussel til fundar við Evrópusambandið. Breska ríkisútvarpið greinir frá heimsókn Selenskí og segir í frétt BBC að hann muni að öllum líkindum ávarpa breska þingið í dag. Líklegt er talið að Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, muni á sama tíma tilkynna frekari hernaðar- og fjárhagsaðstoð við Úkraínumenn. Þar á meðal muni Sunak bjóða Úkraínumönnum að þjálfa fyrir þá herflugmenn og boða frekari viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum. View this post on Instagram A post shared by (@zelenskiy_official) Buckingham höll tilkynnti klukkan 10:30 að íslenskum tíma að Selenskí muni hitta Karl þriðja Bretakonung í þessari heimsókn sinni. Hafa gefið Úkraínumönnum milljarða Þetta er þriðja opinbera heimsókn Selenskí frá upphafi stríðsins. Sú fyrsta var rétt fyrir jól þegar hann heimsótti Bandaríkin en á heimleið heimsótti hann Pólland. Þá segir í frétt breska ríkisútvarpsins að Selenskí hafi síðast heimsótt Bretland árið 2020. Þá hefur Sunak fundað með Selenskí áður en hann fór til Kænugarðs í nóvember. Í þeirri heimsókn tilkynnti forsætisráðherrann 50 milljón punda fjárhagsaðstoð til Úkraínu, sem nemur um 8,5 milljörðum króna. Sunak sagði þegar hann tilkynnti þann aðstoðarpakka að Bretar vissu hvað þyrfti til til að berjast fyrir frelsi. Bretar hafa stutt þétt við bakið á Úkraínumönnum frá upphafi stríðs og hafa meðal annars sent hergögn og fjármagn. Bretland hefur gefið Úkraínu 2,3 milljarða punda frá upphafi stríðsins, sem nemur um 400 milljörðum króna, og heitið því að gefa annað eins á þessu ári. Líklegur til að funda með ESB Eins og áður segir er talið líklegt að Selenskí muni á þessu ferðalagi sínu fara til Brussel í Belgíu til að funda með Evrópusambandinu. Það hefur þó ekki verið staðfest formlega en upplýsingum um fyrirhugaðan fund hans í Brussel var lekið í síðustu viku. Talið er líklegt að hann muni ávarpa Evrópuþingið á morgun áður en hann heldur á fund leiðtoga ESB ríkjanna. Bretland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Tengdar fréttir Úrvinda hermenn búast við enn harðari átökum Úrvinda úkraínskir hermenn kvarta yfir því að eiga við ofurefli að etja í austurhluta Úkraínu, þrátt fyrir að Rússar hafi ekki enn sent alla þá hermenn sem skikkaðir voru til herþjónustu á víglínurnar. Úkraínskir læknar segja mannfall hafa aukist að undanförnu en hart er barist víða á víglínunum í Úkraínu. 6. febrúar 2023 22:41 Segir Pútín hafa lofað sér því að láta ekki drepa Selenskí Naftali Bennett, fyrrverandi forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi heitið honum því skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu að hann myndi ekki láta drepa Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. 6. febrúar 2023 07:36 Varnarmálaráðherra Úkraínu látinn taka pokann sinn Oleksii Reznikov hefur verið skipt út sem varnarmálaráðherra Úkraínu. Kyrylo Budanov, yfirmaður GUR leyniþjónustunnar, leysir hann af hólmi. 5. febrúar 2023 21:47 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá heimsókn Selenskí og segir í frétt BBC að hann muni að öllum líkindum ávarpa breska þingið í dag. Líklegt er talið að Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, muni á sama tíma tilkynna frekari hernaðar- og fjárhagsaðstoð við Úkraínumenn. Þar á meðal muni Sunak bjóða Úkraínumönnum að þjálfa fyrir þá herflugmenn og boða frekari viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum. View this post on Instagram A post shared by (@zelenskiy_official) Buckingham höll tilkynnti klukkan 10:30 að íslenskum tíma að Selenskí muni hitta Karl þriðja Bretakonung í þessari heimsókn sinni. Hafa gefið Úkraínumönnum milljarða Þetta er þriðja opinbera heimsókn Selenskí frá upphafi stríðsins. Sú fyrsta var rétt fyrir jól þegar hann heimsótti Bandaríkin en á heimleið heimsótti hann Pólland. Þá segir í frétt breska ríkisútvarpsins að Selenskí hafi síðast heimsótt Bretland árið 2020. Þá hefur Sunak fundað með Selenskí áður en hann fór til Kænugarðs í nóvember. Í þeirri heimsókn tilkynnti forsætisráðherrann 50 milljón punda fjárhagsaðstoð til Úkraínu, sem nemur um 8,5 milljörðum króna. Sunak sagði þegar hann tilkynnti þann aðstoðarpakka að Bretar vissu hvað þyrfti til til að berjast fyrir frelsi. Bretar hafa stutt þétt við bakið á Úkraínumönnum frá upphafi stríðs og hafa meðal annars sent hergögn og fjármagn. Bretland hefur gefið Úkraínu 2,3 milljarða punda frá upphafi stríðsins, sem nemur um 400 milljörðum króna, og heitið því að gefa annað eins á þessu ári. Líklegur til að funda með ESB Eins og áður segir er talið líklegt að Selenskí muni á þessu ferðalagi sínu fara til Brussel í Belgíu til að funda með Evrópusambandinu. Það hefur þó ekki verið staðfest formlega en upplýsingum um fyrirhugaðan fund hans í Brussel var lekið í síðustu viku. Talið er líklegt að hann muni ávarpa Evrópuþingið á morgun áður en hann heldur á fund leiðtoga ESB ríkjanna.
Bretland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Tengdar fréttir Úrvinda hermenn búast við enn harðari átökum Úrvinda úkraínskir hermenn kvarta yfir því að eiga við ofurefli að etja í austurhluta Úkraínu, þrátt fyrir að Rússar hafi ekki enn sent alla þá hermenn sem skikkaðir voru til herþjónustu á víglínurnar. Úkraínskir læknar segja mannfall hafa aukist að undanförnu en hart er barist víða á víglínunum í Úkraínu. 6. febrúar 2023 22:41 Segir Pútín hafa lofað sér því að láta ekki drepa Selenskí Naftali Bennett, fyrrverandi forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi heitið honum því skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu að hann myndi ekki láta drepa Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. 6. febrúar 2023 07:36 Varnarmálaráðherra Úkraínu látinn taka pokann sinn Oleksii Reznikov hefur verið skipt út sem varnarmálaráðherra Úkraínu. Kyrylo Budanov, yfirmaður GUR leyniþjónustunnar, leysir hann af hólmi. 5. febrúar 2023 21:47 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Úrvinda hermenn búast við enn harðari átökum Úrvinda úkraínskir hermenn kvarta yfir því að eiga við ofurefli að etja í austurhluta Úkraínu, þrátt fyrir að Rússar hafi ekki enn sent alla þá hermenn sem skikkaðir voru til herþjónustu á víglínurnar. Úkraínskir læknar segja mannfall hafa aukist að undanförnu en hart er barist víða á víglínunum í Úkraínu. 6. febrúar 2023 22:41
Segir Pútín hafa lofað sér því að láta ekki drepa Selenskí Naftali Bennett, fyrrverandi forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi heitið honum því skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu að hann myndi ekki láta drepa Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. 6. febrúar 2023 07:36
Varnarmálaráðherra Úkraínu látinn taka pokann sinn Oleksii Reznikov hefur verið skipt út sem varnarmálaráðherra Úkraínu. Kyrylo Budanov, yfirmaður GUR leyniþjónustunnar, leysir hann af hólmi. 5. febrúar 2023 21:47