ÍSÍ og ÍF mótmæla mögulegri þátttöku Rússa og Hvít-Rússa Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2023 12:13 Sumarólympíuleikarnir fóru síðast fram í Tókýó 2021, ári síðar en til stóð, og fara næst fram í París 2024. Getty/Matthias Hangst Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, og Íþróttasamband fatlaðra, hafa ásamt sams konar samböndum á Norðurlöndum sent frá sér yfirlýsingu í tengslum við umræðu um mögulega endurkomu rússnesks íþróttafólks til keppni í alþjóðlegum mótum. Í yfirlýsingunni er ítrekuð skýr afstaða sambandanna þess efnis að ekki skuli opna fyrir þátttöku íþróttafólks og embættismanna frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi í alþjóðlegu íþróttastarfi. Samböndin lýsa yfir stuðningi við úkraínsku þjóðina og ítreka kröfuna um frið. Rússneskt íþróttafólk var bannað frá alþjóðlegum keppnum í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu í fyrra. Alþjóðaólympíunefndin, IOC, virtist hins vegar fyrir tveimur vikum hafa í hyggju að gefa á ný grænt ljós fyrir Rússa og Hvít-Rússa, svo að keppendur þaðan gætu keppt að því að komast inn á Ólympíuleikana í París á næsta ári. Þetta vakti hörð viðbrögð og Kamil Bortniczuk, íþrótta- og ferðamálaráðherra Póllands, sagði að allt að fjörutíu þjóðir kæmu til með að sniðganga Ólympíuleikana ef að Rússum og Hvít-Rússum yrði leyft að keppa. IOC sendi svo frá sér yfirlýsingu í síðustu viku þar sem fullyrt var að áfram yrði viðhaldið þeim refsingum sem ákveðnar voru fyrir þjóðirnar tvær, og að um annað yrði ekki hægt að semja. Yfirlýsing ÍSÍ, ÍF og annarra sambanda Norðurlandanna er í takti við þá yfirlýsingu og er hægt að lesa hana hér að neðan. Yfirlýsing frá norrænum Ólympíunefndum, íþróttasamböndum og íþróttasamböndum fatlaðra vegna stríðsins í Úkraínu: 1. Staðan í stríðinu í Úkraínu hefur ekki breyst. 2. Þess vegna stöndum við fast við þá afstöðu okkar, að opna ekki fyrir þátttöku íþróttafólks og embættismanna frá Rússlandi og Belarús í alþjóðlegu íþróttastarfi. 3. Nú er ekki rétti tíminn til að huga að endurkomu þeirra; það er afstaða okkar. 4. Við, Ólympíunefndir, íþróttasambönd og íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum, notum þetta tækifæri til að ítreka staðfastan stuðning okkar enn og aftur við úkraínsku þjóðina og kröfuna um frið. 5. Við, Ólympíunefndir, íþróttasambönd og íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum munum vinna saman og í nánu samráði við viðeigandi hagsmunaaðila til að meta stöðuna og fylgjast náið með ástandinu. Þessi yfirlýsing hefur verið samþykkt af forsetum/formönnum eftirfarandi samtaka: Danmörk Danish Olympic Committee and Confederation of Sports, Hans NatorpDanish Paralympic Committee, John Petersson Finnland Finnish Olympic Committee, Jan Vapaavuori Finnish Paralympic Committee, Sari Rautio Ísland Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Lárus Blöndal Íþróttasamband fatlaðra, Þórður Árni Hjaltested Noregur Norwegian Olympic and Paralympic Committee and Confederation of Sports, Berit Kjøll Svíþjóð Swedish Olympic Committee, Acting President Anders LarssonSwedish Confederation of Sports, Björn ErikssonSwedish Paralympic Committee, Åsa Llinares Norlin Grænland The Sports Confederation of Greenland, Nuka Kleemann Færeyjar Faroese Confederation of Sports and Olympic Committee, Elin Heðinsdóttir Joensen Faroe Islands Paralympic Committee, Petur Elias Petersen Álandseyjar Åland Islands Sports Federation, Anders Ingves Ólympíuleikar 2024 í París Innrás Rússa í Úkraínu ÍSÍ Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Í yfirlýsingunni er ítrekuð skýr afstaða sambandanna þess efnis að ekki skuli opna fyrir þátttöku íþróttafólks og embættismanna frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi í alþjóðlegu íþróttastarfi. Samböndin lýsa yfir stuðningi við úkraínsku þjóðina og ítreka kröfuna um frið. Rússneskt íþróttafólk var bannað frá alþjóðlegum keppnum í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu í fyrra. Alþjóðaólympíunefndin, IOC, virtist hins vegar fyrir tveimur vikum hafa í hyggju að gefa á ný grænt ljós fyrir Rússa og Hvít-Rússa, svo að keppendur þaðan gætu keppt að því að komast inn á Ólympíuleikana í París á næsta ári. Þetta vakti hörð viðbrögð og Kamil Bortniczuk, íþrótta- og ferðamálaráðherra Póllands, sagði að allt að fjörutíu þjóðir kæmu til með að sniðganga Ólympíuleikana ef að Rússum og Hvít-Rússum yrði leyft að keppa. IOC sendi svo frá sér yfirlýsingu í síðustu viku þar sem fullyrt var að áfram yrði viðhaldið þeim refsingum sem ákveðnar voru fyrir þjóðirnar tvær, og að um annað yrði ekki hægt að semja. Yfirlýsing ÍSÍ, ÍF og annarra sambanda Norðurlandanna er í takti við þá yfirlýsingu og er hægt að lesa hana hér að neðan. Yfirlýsing frá norrænum Ólympíunefndum, íþróttasamböndum og íþróttasamböndum fatlaðra vegna stríðsins í Úkraínu: 1. Staðan í stríðinu í Úkraínu hefur ekki breyst. 2. Þess vegna stöndum við fast við þá afstöðu okkar, að opna ekki fyrir þátttöku íþróttafólks og embættismanna frá Rússlandi og Belarús í alþjóðlegu íþróttastarfi. 3. Nú er ekki rétti tíminn til að huga að endurkomu þeirra; það er afstaða okkar. 4. Við, Ólympíunefndir, íþróttasambönd og íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum, notum þetta tækifæri til að ítreka staðfastan stuðning okkar enn og aftur við úkraínsku þjóðina og kröfuna um frið. 5. Við, Ólympíunefndir, íþróttasambönd og íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum munum vinna saman og í nánu samráði við viðeigandi hagsmunaaðila til að meta stöðuna og fylgjast náið með ástandinu. Þessi yfirlýsing hefur verið samþykkt af forsetum/formönnum eftirfarandi samtaka: Danmörk Danish Olympic Committee and Confederation of Sports, Hans NatorpDanish Paralympic Committee, John Petersson Finnland Finnish Olympic Committee, Jan Vapaavuori Finnish Paralympic Committee, Sari Rautio Ísland Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Lárus Blöndal Íþróttasamband fatlaðra, Þórður Árni Hjaltested Noregur Norwegian Olympic and Paralympic Committee and Confederation of Sports, Berit Kjøll Svíþjóð Swedish Olympic Committee, Acting President Anders LarssonSwedish Confederation of Sports, Björn ErikssonSwedish Paralympic Committee, Åsa Llinares Norlin Grænland The Sports Confederation of Greenland, Nuka Kleemann Færeyjar Faroese Confederation of Sports and Olympic Committee, Elin Heðinsdóttir Joensen Faroe Islands Paralympic Committee, Petur Elias Petersen Álandseyjar Åland Islands Sports Federation, Anders Ingves
Yfirlýsing frá norrænum Ólympíunefndum, íþróttasamböndum og íþróttasamböndum fatlaðra vegna stríðsins í Úkraínu: 1. Staðan í stríðinu í Úkraínu hefur ekki breyst. 2. Þess vegna stöndum við fast við þá afstöðu okkar, að opna ekki fyrir þátttöku íþróttafólks og embættismanna frá Rússlandi og Belarús í alþjóðlegu íþróttastarfi. 3. Nú er ekki rétti tíminn til að huga að endurkomu þeirra; það er afstaða okkar. 4. Við, Ólympíunefndir, íþróttasambönd og íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum, notum þetta tækifæri til að ítreka staðfastan stuðning okkar enn og aftur við úkraínsku þjóðina og kröfuna um frið. 5. Við, Ólympíunefndir, íþróttasambönd og íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum munum vinna saman og í nánu samráði við viðeigandi hagsmunaaðila til að meta stöðuna og fylgjast náið með ástandinu. Þessi yfirlýsing hefur verið samþykkt af forsetum/formönnum eftirfarandi samtaka: Danmörk Danish Olympic Committee and Confederation of Sports, Hans NatorpDanish Paralympic Committee, John Petersson Finnland Finnish Olympic Committee, Jan Vapaavuori Finnish Paralympic Committee, Sari Rautio Ísland Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Lárus Blöndal Íþróttasamband fatlaðra, Þórður Árni Hjaltested Noregur Norwegian Olympic and Paralympic Committee and Confederation of Sports, Berit Kjøll Svíþjóð Swedish Olympic Committee, Acting President Anders LarssonSwedish Confederation of Sports, Björn ErikssonSwedish Paralympic Committee, Åsa Llinares Norlin Grænland The Sports Confederation of Greenland, Nuka Kleemann Færeyjar Faroese Confederation of Sports and Olympic Committee, Elin Heðinsdóttir Joensen Faroe Islands Paralympic Committee, Petur Elias Petersen Álandseyjar Åland Islands Sports Federation, Anders Ingves
Ólympíuleikar 2024 í París Innrás Rússa í Úkraínu ÍSÍ Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum