Fótbolti

Johnson tryggði nýliðunum sigur gegn Leeds

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Brennan Johnson fagnar marki sínu í dag.
Brennan Johnson fagnar marki sínu í dag. Clive Mason/Getty Images

Brennan Johnson skoraði eina mark leiksins er nýliðar Nottingham Forest unnu mikilvægan 1-0 sigur gegn Leeds í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Gestirnir frá Leeds voru mun meira með boltann og sköpuðu sér haug af færum í fyrri hálfleik, en þrefaldi Evrópumeistarinn í marki heimamanna, Keylor Navas, varði sem óður maður.

Það var því heldur gegn gangi leiksins þegar Brennan Johnson kom heimamönnum í forystu á 14. mínútu og það reyndist eina mark fyrri hálfleiksins.

Síðari hálfleikur var svo keimlíkur þeim fyrri þar sem gestirnir sóttu stíft, en ekki tókst þeim að finna leið framhjá Keylor Navas í marki heimamanna og niðurstaðan því 1-0 sigur Nottingham Forest.

Nýliðarnir eru nú með 24 stig í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið hefur leikið 21 leik. Leeds situr hins vegar í 17. sæti með 18 stig eftir 20 leiki og aðeins markatalan skilur liðið frá fallsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×