Fótbolti

Brig­hton og Brent­ford blanda sér í Meistara­deildar­bar­áttuna

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kaoru Mitoma reyndist hetja Brighton í dag.
Kaoru Mitoma reyndist hetja Brighton í dag. Mike Hewitt/Getty Images

Brighton og Brentford stukku upp í sjötta og sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sigrum í leikjum dagsins. Brighton vann nauman 1-0 sigur gegn Bournemouth, en Brentford vann öruggan 3-0 sigur gegn botnliði Southampton.

Það var hinn sjóðheiti Kaoru Mitoma sem reyndist hetja Brighton er liðið tók á móti Bournemouth þegar hann tryggði sínum mönnum sigurinn með eina marki leiksins á 87. mínútu.

Sigurinn þýðir að Brighton situr nú í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 34 stig eftir 20 leiki, fimm stigum á eftir Newcastle sem situr í fjórða og seinasta Meistaradeildarsætinu.

Þá vann Brentford öruggan 3-0 sigur gegn botnliði Southampton þar sem Ben Mee og Bryan Mbuemo sáu um markaskorun heimamanna í fyrri hálfleik. Það var svo Mathias Jensen sem gulltryggði sigurinn með marki á 80. mínútu.

Brentford situr nú í sjöunda sæti deildarinnar með 33 stig, einu stigi á eftir Brighton, en hefur leikið einum leik meira.

Að lokum vann Leicester öruggan 2-4 sigur gegn Aston Villa á sama tíma, en sigurinn þýðir að Leicester er nú þremur stigum fyrir ofan fallsvæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×