Sturlaðar staðreyndir um græðgi! Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 3. febrúar 2023 13:01 Yfirdráttarvextir vs. dráttarvextir Yfirdráttarvextir eru 13,75% hjá öllum þremur bönkunum. Vextir greiddir út mánaðarlega þannig að raunverulega eru vextirnir 14,65% Dráttarvextir hjá SÍ eru 13,75%. Dráttarvextir greiddir á tólf mánaða fresti 1 m.kr. í yfirdrátt á ári þá eru vextir bankanna 146.505 kr. ef þeir væru á dráttarvöxtum þá væru vaxtagjöldin 137.500 eða 11.500 kr. lægri á ári. Vextir á veltureikningum miðað við viðskiptareikning bankanna hjá SÍ Vextir á veltureikningum eru: ISB 0,75% LAIS 0,75% ARION 0,40% Vextir á viðskiptareikningi bankanna hjá Seðlabanka Íslands eru í dag 5,75% Bankarnir greiða viðskiptavinum sínum 0,4-0,75% í vexti á viðskiptareikningum en þeir fá síðan 5,75% vexti á sínum viðskiptareikningum hjá Seðlabanka Íslands. Álagning bankann á veltureikningum eru því 1338% hjá Arion banka en hún er aðeins 667% hjá Íslandsbanka og Landsbankanum. Munurinn á því hvort þú sért svo í mínus eða plús á veltureikningnum í bankanum þínum er síðan sérstakt umræðuefni en ef þú ert í plús færðu 0,4-0,75% í vexti en ef þú ferð í mínus fara þeir í 13,75% (14,65%) Vextir á veltureikningum einstaklinga (Debitkortareikningi) hjá Arion banka 1. október 2021 voru 0,05%. Í dag eru þessir vextir 0,40%. Stýrivextir Seðlabankans þann 1. október 2021 voru 1,25% en eru í dag 6% hafa hækkað um 4,75% á meðan að vextir á veltureikningum hafa hækkað um 0,35%. Vextir á yfirdráttarreikningum voru 9% þann 1. október 2021 en eru í dag 13,75% og hafa hækkað um 4,75% eða það sama og stýrivextir Seðlabankans. Hagnaður fjármálafyrirtækja meiri en samanlagður hagnaður sjávarútvegs og iðnaðar 2021 Heildarhagnaður allra íslenskra fyrirtækja var 434 milljarðar árið 2021 skv. Tölum frá Creditinfo. Af því voru bankar og vátryggingafélög með 28% á meðan sjávarútvegur hagnaðist 15% og framleiðsla um 9%. Það var meiri hagnaður hjá fjármálafyrirtækjunum heldur en samanlagður hagnaður af sjávarútvegi og framleiðslu á árinu 2021 Hreinar vaxtatekjur aukning milli 2021 og 2022. Aukin álagning sem hver þarf að greiða? Áætla má að aukning hreinna vaxtatekna bankanna verði um 27 milljarðar á árinu 2022. Á samkeppnismarkaði kæmust bankar ekki upp með að auka álagningu sína á milli ára. Nú fara bankarnir að birta afkomu tölur sínar fyrir síðasta ár. Landsbankinn hefur birt sínar tölur og kemur í ljós að viðskiptavinir bankans eru að greiða hækkandi álag sem vegur upp tap bankans á hlutabréfum. Það er einnig ljóst að fullyrðingar bankanna um að lækkun bankaskatts hafi verið lykilforsenda þess að lækka álögur á viðskiptavini hefur ekki gengið eftir heldur hið þveröfuga gerst. Pálmi Einarsson, einn af mörgum sem barist hafa fyrir samfélagsbanka skrifaði: "Eitt allra stærsta vandamál samtímans bæði hér á landi og erlendis er spilling stjórnmálamanna og í banka- og peningakerfi heimsins. Bankar framleiða ekkert, engar vörur og skapa engin raunveruleg þrívíð verðmæti." Ef Seðlabankinn tekur upp á því að hækka hér stýrivexti mun það ýta undir enn frekari tilfærslu á fjármunum frá skuldsettum heimilum og fyrirtækjum til bankanna. Er furða að helstu viðmælendur og greiningaraðilar sem kallaðir eru til sem álitsgjafar koma úr fjármálakerfinu? Þeir kalla beinlínis eftir því að Seðlabankinn hækki vexti. Og tala þannig undir rós til gamals vinar og kollega úr þeirra röðum. Við skulum því alveg búa okkur undir að sú sturlun sem við okkur blasir haldi ekki aðeins áfram heldur verði enn sturlaðri. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Stéttarfélög Íslenskir bankar Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Skoðun Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Sjá meira
Yfirdráttarvextir vs. dráttarvextir Yfirdráttarvextir eru 13,75% hjá öllum þremur bönkunum. Vextir greiddir út mánaðarlega þannig að raunverulega eru vextirnir 14,65% Dráttarvextir hjá SÍ eru 13,75%. Dráttarvextir greiddir á tólf mánaða fresti 1 m.kr. í yfirdrátt á ári þá eru vextir bankanna 146.505 kr. ef þeir væru á dráttarvöxtum þá væru vaxtagjöldin 137.500 eða 11.500 kr. lægri á ári. Vextir á veltureikningum miðað við viðskiptareikning bankanna hjá SÍ Vextir á veltureikningum eru: ISB 0,75% LAIS 0,75% ARION 0,40% Vextir á viðskiptareikningi bankanna hjá Seðlabanka Íslands eru í dag 5,75% Bankarnir greiða viðskiptavinum sínum 0,4-0,75% í vexti á viðskiptareikningum en þeir fá síðan 5,75% vexti á sínum viðskiptareikningum hjá Seðlabanka Íslands. Álagning bankann á veltureikningum eru því 1338% hjá Arion banka en hún er aðeins 667% hjá Íslandsbanka og Landsbankanum. Munurinn á því hvort þú sért svo í mínus eða plús á veltureikningnum í bankanum þínum er síðan sérstakt umræðuefni en ef þú ert í plús færðu 0,4-0,75% í vexti en ef þú ferð í mínus fara þeir í 13,75% (14,65%) Vextir á veltureikningum einstaklinga (Debitkortareikningi) hjá Arion banka 1. október 2021 voru 0,05%. Í dag eru þessir vextir 0,40%. Stýrivextir Seðlabankans þann 1. október 2021 voru 1,25% en eru í dag 6% hafa hækkað um 4,75% á meðan að vextir á veltureikningum hafa hækkað um 0,35%. Vextir á yfirdráttarreikningum voru 9% þann 1. október 2021 en eru í dag 13,75% og hafa hækkað um 4,75% eða það sama og stýrivextir Seðlabankans. Hagnaður fjármálafyrirtækja meiri en samanlagður hagnaður sjávarútvegs og iðnaðar 2021 Heildarhagnaður allra íslenskra fyrirtækja var 434 milljarðar árið 2021 skv. Tölum frá Creditinfo. Af því voru bankar og vátryggingafélög með 28% á meðan sjávarútvegur hagnaðist 15% og framleiðsla um 9%. Það var meiri hagnaður hjá fjármálafyrirtækjunum heldur en samanlagður hagnaður af sjávarútvegi og framleiðslu á árinu 2021 Hreinar vaxtatekjur aukning milli 2021 og 2022. Aukin álagning sem hver þarf að greiða? Áætla má að aukning hreinna vaxtatekna bankanna verði um 27 milljarðar á árinu 2022. Á samkeppnismarkaði kæmust bankar ekki upp með að auka álagningu sína á milli ára. Nú fara bankarnir að birta afkomu tölur sínar fyrir síðasta ár. Landsbankinn hefur birt sínar tölur og kemur í ljós að viðskiptavinir bankans eru að greiða hækkandi álag sem vegur upp tap bankans á hlutabréfum. Það er einnig ljóst að fullyrðingar bankanna um að lækkun bankaskatts hafi verið lykilforsenda þess að lækka álögur á viðskiptavini hefur ekki gengið eftir heldur hið þveröfuga gerst. Pálmi Einarsson, einn af mörgum sem barist hafa fyrir samfélagsbanka skrifaði: "Eitt allra stærsta vandamál samtímans bæði hér á landi og erlendis er spilling stjórnmálamanna og í banka- og peningakerfi heimsins. Bankar framleiða ekkert, engar vörur og skapa engin raunveruleg þrívíð verðmæti." Ef Seðlabankinn tekur upp á því að hækka hér stýrivexti mun það ýta undir enn frekari tilfærslu á fjármunum frá skuldsettum heimilum og fyrirtækjum til bankanna. Er furða að helstu viðmælendur og greiningaraðilar sem kallaðir eru til sem álitsgjafar koma úr fjármálakerfinu? Þeir kalla beinlínis eftir því að Seðlabankinn hækki vexti. Og tala þannig undir rós til gamals vinar og kollega úr þeirra röðum. Við skulum því alveg búa okkur undir að sú sturlun sem við okkur blasir haldi ekki aðeins áfram heldur verði enn sturlaðri. Höfundur er formaður VR.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun