Arnar getur endað þriðju eyðimerkurgönguna sem þjálfari Víkinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2023 12:30 Arnar Gunnlaugsson var tolleraður eftir sigur Víkinga í bikarúrslitaleiknum. Vísir/Hulda Margrét Það er spilað um titla daglega í íslenska fótboltanum. Í gær fór Þungavigtarbikarinn á loft og í kvöld fer Reykjavíkurmeistarabikar karla sömuleiðis á loft. Undir stjórn Arnar Gunnlaugssonar urðu Víkingar bikarmeistarar í fyrsta sinn í 48 ár árið 2019 og Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í þrjátíu ár árið 2021. Í kvöld getur Víkingsliðið endað enn eina löngu biðina eftir titli. Arnar Gunnlaugsson brosir með bikaranaVísir/Hulda Margrét Víkingur mætir þá Fram í úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla í knattspyrnu. Það mót hafa Víkingar ekki unnið í 41 ár eða síðan vorið 1982. Mótherjarnir í kvöld eru Framarar en þeir urðu síðast bikarmeistarar árið 2014 eða fyrir níu árum síðan. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hefur komið Fossvogsfélaginu aftur á toppinn og undir hans stjórn hefur félagið unnið fjóra titla á fjórum tímabilum. Auk þess að enda fyrrnefndar eyðimerkurgöngur þá endaði Arnar síðan auðvitað aðra bið, í raun 61 árs bið (frá upphafi bikarkeppninnar), þegar Víkingar unnu tvöfalt í fyrsta sinn í sögu knattspyrnuliðs félagsins árið 2021. Frétt um síðasta Reykjavíkurmeistaratitil Víkinga í Morgunblaðinu fyrir meira en fjórum áratugum síðan.Skjámynd/Timarit.is/mbl Víkingar tryggðu sér Reykjavíkurmeistaratitilinn síðast með 3-0 sigri á Fylki 5. maí 1982 en meðal markaskorara liðsins í leiknum var Heimir Karlsson, núverandi útvarpsmaður á Bylgjunni. Hin mörkin skoruðu þeir Stefán Halldórsson og Helgi Helgason. Víkingsliðið var þarna Íslandsmeistari og varði síðan Íslandsmeistaratitilinn seinna um þetta sumar. Þetta var fimmti Reykjavíkurmeistaratitill Víkinga en liðið hafði einnig orðið meistari 1980, 1976 og 1974. Fyrsti Reykjavíkurmeistaratitilinn vannst aftur á móti árið 1940. Frá því að Víkingur varð síðast Reykjavíkurmeistari þá hafa Framarar unnið mótið tíu sinnum þar af tvisvar á þremur árum frá 2012 til 2014. Víkingar tryggði sér sæti í úrslitaleiknum með því að vinna A-riðil (2 sigrar og 1 tap) en Framarar unnu aftur á móti B-riðil (2 sigrar, 1 jafntefli) og eru eina liðið í þessu Reykjavíkurmóti sem hefur ekki tapað leik. Bið eftir Reykjavíkurmeistaratitli karla í fótbolta: 1 ár - Valur (2022)3 ár - KR (2020)5 ár - Fjölnir (2018)7 ár - Leiknir (2016)9 ár - Fram (2014)15 ár - ÍR (2008)16 ár - Fylkir (2007)21 ár - Þróttur (2002)41 ár - Víkingur (1982) Víkingur Reykjavík Fram Besta deild karla Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira
Undir stjórn Arnar Gunnlaugssonar urðu Víkingar bikarmeistarar í fyrsta sinn í 48 ár árið 2019 og Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í þrjátíu ár árið 2021. Í kvöld getur Víkingsliðið endað enn eina löngu biðina eftir titli. Arnar Gunnlaugsson brosir með bikaranaVísir/Hulda Margrét Víkingur mætir þá Fram í úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla í knattspyrnu. Það mót hafa Víkingar ekki unnið í 41 ár eða síðan vorið 1982. Mótherjarnir í kvöld eru Framarar en þeir urðu síðast bikarmeistarar árið 2014 eða fyrir níu árum síðan. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hefur komið Fossvogsfélaginu aftur á toppinn og undir hans stjórn hefur félagið unnið fjóra titla á fjórum tímabilum. Auk þess að enda fyrrnefndar eyðimerkurgöngur þá endaði Arnar síðan auðvitað aðra bið, í raun 61 árs bið (frá upphafi bikarkeppninnar), þegar Víkingar unnu tvöfalt í fyrsta sinn í sögu knattspyrnuliðs félagsins árið 2021. Frétt um síðasta Reykjavíkurmeistaratitil Víkinga í Morgunblaðinu fyrir meira en fjórum áratugum síðan.Skjámynd/Timarit.is/mbl Víkingar tryggðu sér Reykjavíkurmeistaratitilinn síðast með 3-0 sigri á Fylki 5. maí 1982 en meðal markaskorara liðsins í leiknum var Heimir Karlsson, núverandi útvarpsmaður á Bylgjunni. Hin mörkin skoruðu þeir Stefán Halldórsson og Helgi Helgason. Víkingsliðið var þarna Íslandsmeistari og varði síðan Íslandsmeistaratitilinn seinna um þetta sumar. Þetta var fimmti Reykjavíkurmeistaratitill Víkinga en liðið hafði einnig orðið meistari 1980, 1976 og 1974. Fyrsti Reykjavíkurmeistaratitilinn vannst aftur á móti árið 1940. Frá því að Víkingur varð síðast Reykjavíkurmeistari þá hafa Framarar unnið mótið tíu sinnum þar af tvisvar á þremur árum frá 2012 til 2014. Víkingar tryggði sér sæti í úrslitaleiknum með því að vinna A-riðil (2 sigrar og 1 tap) en Framarar unnu aftur á móti B-riðil (2 sigrar, 1 jafntefli) og eru eina liðið í þessu Reykjavíkurmóti sem hefur ekki tapað leik. Bið eftir Reykjavíkurmeistaratitli karla í fótbolta: 1 ár - Valur (2022)3 ár - KR (2020)5 ár - Fjölnir (2018)7 ár - Leiknir (2016)9 ár - Fram (2014)15 ár - ÍR (2008)16 ár - Fylkir (2007)21 ár - Þróttur (2002)41 ár - Víkingur (1982)
Bið eftir Reykjavíkurmeistaratitli karla í fótbolta: 1 ár - Valur (2022)3 ár - KR (2020)5 ár - Fjölnir (2018)7 ár - Leiknir (2016)9 ár - Fram (2014)15 ár - ÍR (2008)16 ár - Fylkir (2007)21 ár - Þróttur (2002)41 ár - Víkingur (1982)
Víkingur Reykjavík Fram Besta deild karla Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira