„Það er geggjað að upplifa þessi Aha! móment stjórnenda“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 2. febrúar 2023 07:01 Fv. Inga Þórisdóttir og Anna María Þorvaldsdóttir starfa báðar sem stjórnendaþjálfar og styðjast þar við aðferðarfræði markþjálfunar. Þær segja það mjög gefandi þegar stjórnendur hafa farið í gegnum þá speglun og vegferð sem markþjálfunin er og þessi Aha! móment verða hjá viðkomandi. Vísir/Vilhelm „Við höldum á svo mörgum boltum á lofti alla daga. Ekki bara í vinnunni, heldur líka þegar að við komum heim. Þess vegna segjum við oft að það að fara til markþjálfa sé eins og að fara úr storminum í lognið,“ segir Anna María Þorvaldsdóttir stjórnendaþjálfi hjá Víðsýni. „Lognið er þá þetta samtal hjá markþjálfanum þar sem farið er í þá speglun að svara spurningum eins og: Er ég á réttri leið? Er ég að njóta mín sem stjórnandi eða leið mér kannski betur sem sérfræðingur? Og svo framvegis,“ segir Inga Þórisdóttir, stjórnendaþjálfi hjá Via Optima. Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið um markþjálfun, en tilefnið er Markþjálfunardagurinn 2023 sem haldinn er í dag. Markþjálfunardagurinn er stærsti árlegi markþjálfunarviðburðurinn á Íslandi og hefst ráðstefna dagsins klukkan 13 á Hilton Reykjavík Nordica. Nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar má sjá hér. Geggjað að upplifa Aha mómentin Anna María lærði markþjálfan árið 2006 og Inga árið 2013. Þær segja markþjálfun reyndar þess eðlis að enginn sé „búinn“ að læra, það sé einmitt svo mikilvægt að vera „alltaf“ að læra. Sem stjórnendaþjálfar nýta þær sér aðferðarfræði markþjálfunar fyrir viðskiptavini sína. Starfið segja þær mjög gefandi en Anna María kemur sjálf úr þeim geira að hafa lengi starfað í mannauðs- og gæðamálum, bæði á Íslandi og í Skandinavíu. Inga starfaði hins vegar lengst af í fjármálageiranum. Anna og Inga verða með erindi í dag þar sem þær munu ræða um þá vegferð sem stjórnendur fara í þegar þeir fara til markþjálfa. Og það hugarfar sem til þarf. „Hugarfarið þarf að vera það að vilja hafa skýra sýn á því hver maður er, þekkja sjálfan sig og fyrir hvað maður stendur. Þegar vel gengur, virðist þetta kannski auðvelt. En þegar hriktir í eða við erum með of marga bolta á lofti, er hættan sú að við séum ekki að sýna okkar bestu hliðar. Markþjálfunin hjálpar til við þetta. Þar förum við líka vel yfir styrkleika hvers og eins, styrkleika teymisins í vinnunni og svo framvegis,“ segir Inga. „Markþjálfunin er eins og að komast úr rokinu í sólina, en gróskuhugarfarið er það sem einkennir stjórnendur, sem almennt starfa þeir í miklu áreiti. Stjórnendur þurfa því að hafa úthald í langhlaup, sem skiljanlega getur reynt á. Það eru til dæmis margir sem koma til okkar með áhyggjur af því að taka vandamálin of mikið með sér heim. Sem er eitt af atriðunum sem farið er í. Því í markþjálfun skoðum við alltaf heildarmyndina hjá hverjum og einum,“ segir Anna. Mynduð þið segja að það væri gott fyrir stjórnendur að fara í markþjálfun ef það eru til dæmis erfiðir tímar eða mikið álag? Margir gera það en margir koma líka á milli tarna eða þegar þeir vita að það er mikið framundan. Og það er geggjað að upplifa þessi Aha! móment stjórnenda, þegar þeir eru búnir að spegla sjálfan sig og sína styrkleika, sína heildarmynd,“ segir Anna. Inga kinkar kolli, alveg sammála og bætir við: „Já það eru þessi Aha! móment sem eru svo yndisleg. Og síðan auðvitað það þegar stjórnendur eru að klára hjá okkur og segja hæstánægðir: Ég ætla að koma með alla stjórnendurna mína til ykkar. Þá veit maður að við erum greinilega að gera eitthvað rétt!“ Þá segja þær það færast í aukana að fyrirtæki sendi nýja stjórnendur til markþjálfa þegar að þeir taka við stjórnendastarfi. „Markþjálfunin er þá liður í því að undirbúa viðkomandi undir það álag og áreiti sem framundan er,“ segja Anna og Inga. Anna og Inga segja það færast í aukana að fyrirtæki sendi nýja stjórnendur í markþjálfun og búi þannig stjórnendur undir það álag og áreiti sem framundan er. Markþjálfunin geti þar hjálpað miklu. Þá segja þær marga koma í stjórnendaþjálfun sem hafa áhyggjur af því að taka vandamálin of oft með sér heim. Í þjálfuninni er alltaf horft á heildarmyndina hjá viðkomandi.Vísir/Vilhelm „Nú veit ég nákvæmlega hvað ég er að fara að gera“ Anna og Inga segja mismunandi hvernig árangur er skilgreindur. Því hvað telst árangur? Hver og einn þurfi að skilgreina þetta út frá sjálfum sér og sínum gildum og styrkleikum. Ekki því sem við teljum að aðrir meti sem árangur. „Hvað vil ég standa fyrir, hvað er mikilvægt fyrir mig ? Hvar er ég að nýta mína styrkleika sem best ? Hvernig stjórnandi, leiðtogi eða sérfræðingur er ég ? Hvað gefur það mér að bera ábyrgð á frammistöðu annarra ? Er ég á réttum stað ?“ eru allt spurningar sem markþjálfinn leiðir inn í samtalið. Sem að miklu leyti snýst síðan um virka og djúpa hlustun. „Við finnum það mjög oft að eitt mikilvægasta atriðið í markþjálfun er virk og góð hlustun. Að fólk fái að segja upphátt sínar hugsanir og vangaveltur. Fái þessa speglun á sjálfan sig með því að tala og að á það sé hlustað af hlutlausum aðila,“ segir Anna. „Það er mjög einstaklingsbundið hvað hver og einn þarf sem kemur. En án undantekninga kveikir markþjálfunin á nýjum hugsunum. Þessu fylgir því yfirleitt breytt sýn á stöðuna þótt samtölin séu mismunandi. En í þessum samtölum fær stjórnandinn djúpa speglun á sjálfan sig. Og það er þar sem þessi Aha móment koma. Þetta er í alvörunni stundum eins og galdur að upplifa,“ segir Inga og brosir. Anna og Inga segja það afar mismunandi hvort að stjórnendur vilji taka markþjálfunina aðeins út frá vinnunni eða vinnu og einkalífi í bland. Þörfin sé hreinlega mismunandi hjá fólki. Þá segja þær suma koma í markþjálfun um tíma og mæta síðan aftur eftir nokkra mánuði. Enn aðrir setja markþjálfunina inn í dagskránna sína þannig að þeir mæta reglulega, kannski á sex til átta vikna fresti. „Þetta er þá svona eins og smá check-in“ segja Anna og Inga í kór. „Það er líka bara svo gott að fá að tala upphátt og hlusta upphátt. Að fá frið til að fókusera á sjálfan sig. Gefa sér tíma til að velta því fyrir sér hvort maður sé á réttri leið. Enda sér maður alveg að þeir stjórnendur sem koma til markþjálfa reglulega fá oftast einhverja aðra sýn á þessi daglegu vandamál eða áskoranir sem stjórnandinn er að fást við hverju sinni,“ segir Anna og Inga bætir við: Þegar stjórnandi fer síðan út frá okkur er svo algengt að maður heyrir viðkomandi segja: Nú veit ég nákvæmlega hvað ég er að fara að gera. Sem gerir mann einmitt svo þakklátan fyrir þetta starf. Því það er svo gefandi að verða vitni að því þegar stjórnendur sem hafa farið í gegnum þá vegferð að spegla sjálfan sig, finna í kjölfarið enn betur á eiginn skinni þroska sinn og styrk.“ Stjórnun Góðu ráðin Starfsframi Mannauðsmál Vinnustaðamenning Tengdar fréttir „Ég fór í markþjálfun til þess að átta mig á því hvernig ég vildi halda áfram“ „Ég fór í markþjálfun til þess að átta mig á því hvernig ég vildi halda áfram og hvernig ég vildi helst beita mér í því að bæta þjónustuna og kerfið,“ segir Jón Magnús Kristjánsson læknir en hann er einn þeirra sem mun halda erindi á Markþjálfunardeginum 2023 sem haldinn verður næstkomandi fimmtudag. 1. febrúar 2023 07:00 Fjórar kynslóðir á sömu vinnustöðum: Mikilvægt að þjálfa næstu kynslóð leiðtoga „Eitt af því sem stendur upp úr í íslensku atvinnulífi í augnablikinu er að í fyrsta skipti erum við með fjórar ólíkar kynslóðir að vinna saman. Þetta eru þá kynslóðirnar sem eru Z kynslóðin, aldamótakynslóðin, X kynslóðin og sú sem er að jafnaði kölluð Baby boomers kynslóðin,“ segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri Franklin Covey. 14. desember 2022 07:01 Vilja breytt viðhorf: „Við erum eins og sett upp í hillu“ „Við erum eins og sett upp í hillu. Allur þessi mannauður verður að hilluvöru í neðstu hillunni þótt þarna sé á ferðinni fjölmennur og fjölbreyttur hópur sem fyrst og fremst vill lifa innihaldsríku og skemmtilegu lífi. Enda á þriðja æviskeiðið að vera besta æviskeiðið,“ segir Guðfinna S. Bjarnadóttir einn af stofnendum Magnavita. 2. nóvember 2022 07:00 Hefur unnið með þjóðarleiðtogum, Hollywood-stjörnum, vísindamönnum og villtum dýrum Birta Bjargardóttir, bankastjóri Blábankans og heilsumarkþjálfi ubebu er nýkomin heim frá London. Í búsetu finnst Birtu reyndar ekkert mál að skoppast á milli Balí, London og Dýrafjarðar og satt best að segja er ekki hægt að segja annað en að hún lifi hreinlega ævintýralega skemmtilegu lífi. 15. ágúst 2022 07:00 Eigum að hætta að hlaupa eins og hamstur í hjóli Við náum meiri árangri með góðri hvíld heldur en stanslausum hlaupum og pressu í vinnunni. 3. mars 2022 07:00 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
„Lognið er þá þetta samtal hjá markþjálfanum þar sem farið er í þá speglun að svara spurningum eins og: Er ég á réttri leið? Er ég að njóta mín sem stjórnandi eða leið mér kannski betur sem sérfræðingur? Og svo framvegis,“ segir Inga Þórisdóttir, stjórnendaþjálfi hjá Via Optima. Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið um markþjálfun, en tilefnið er Markþjálfunardagurinn 2023 sem haldinn er í dag. Markþjálfunardagurinn er stærsti árlegi markþjálfunarviðburðurinn á Íslandi og hefst ráðstefna dagsins klukkan 13 á Hilton Reykjavík Nordica. Nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar má sjá hér. Geggjað að upplifa Aha mómentin Anna María lærði markþjálfan árið 2006 og Inga árið 2013. Þær segja markþjálfun reyndar þess eðlis að enginn sé „búinn“ að læra, það sé einmitt svo mikilvægt að vera „alltaf“ að læra. Sem stjórnendaþjálfar nýta þær sér aðferðarfræði markþjálfunar fyrir viðskiptavini sína. Starfið segja þær mjög gefandi en Anna María kemur sjálf úr þeim geira að hafa lengi starfað í mannauðs- og gæðamálum, bæði á Íslandi og í Skandinavíu. Inga starfaði hins vegar lengst af í fjármálageiranum. Anna og Inga verða með erindi í dag þar sem þær munu ræða um þá vegferð sem stjórnendur fara í þegar þeir fara til markþjálfa. Og það hugarfar sem til þarf. „Hugarfarið þarf að vera það að vilja hafa skýra sýn á því hver maður er, þekkja sjálfan sig og fyrir hvað maður stendur. Þegar vel gengur, virðist þetta kannski auðvelt. En þegar hriktir í eða við erum með of marga bolta á lofti, er hættan sú að við séum ekki að sýna okkar bestu hliðar. Markþjálfunin hjálpar til við þetta. Þar förum við líka vel yfir styrkleika hvers og eins, styrkleika teymisins í vinnunni og svo framvegis,“ segir Inga. „Markþjálfunin er eins og að komast úr rokinu í sólina, en gróskuhugarfarið er það sem einkennir stjórnendur, sem almennt starfa þeir í miklu áreiti. Stjórnendur þurfa því að hafa úthald í langhlaup, sem skiljanlega getur reynt á. Það eru til dæmis margir sem koma til okkar með áhyggjur af því að taka vandamálin of mikið með sér heim. Sem er eitt af atriðunum sem farið er í. Því í markþjálfun skoðum við alltaf heildarmyndina hjá hverjum og einum,“ segir Anna. Mynduð þið segja að það væri gott fyrir stjórnendur að fara í markþjálfun ef það eru til dæmis erfiðir tímar eða mikið álag? Margir gera það en margir koma líka á milli tarna eða þegar þeir vita að það er mikið framundan. Og það er geggjað að upplifa þessi Aha! móment stjórnenda, þegar þeir eru búnir að spegla sjálfan sig og sína styrkleika, sína heildarmynd,“ segir Anna. Inga kinkar kolli, alveg sammála og bætir við: „Já það eru þessi Aha! móment sem eru svo yndisleg. Og síðan auðvitað það þegar stjórnendur eru að klára hjá okkur og segja hæstánægðir: Ég ætla að koma með alla stjórnendurna mína til ykkar. Þá veit maður að við erum greinilega að gera eitthvað rétt!“ Þá segja þær það færast í aukana að fyrirtæki sendi nýja stjórnendur til markþjálfa þegar að þeir taka við stjórnendastarfi. „Markþjálfunin er þá liður í því að undirbúa viðkomandi undir það álag og áreiti sem framundan er,“ segja Anna og Inga. Anna og Inga segja það færast í aukana að fyrirtæki sendi nýja stjórnendur í markþjálfun og búi þannig stjórnendur undir það álag og áreiti sem framundan er. Markþjálfunin geti þar hjálpað miklu. Þá segja þær marga koma í stjórnendaþjálfun sem hafa áhyggjur af því að taka vandamálin of oft með sér heim. Í þjálfuninni er alltaf horft á heildarmyndina hjá viðkomandi.Vísir/Vilhelm „Nú veit ég nákvæmlega hvað ég er að fara að gera“ Anna og Inga segja mismunandi hvernig árangur er skilgreindur. Því hvað telst árangur? Hver og einn þurfi að skilgreina þetta út frá sjálfum sér og sínum gildum og styrkleikum. Ekki því sem við teljum að aðrir meti sem árangur. „Hvað vil ég standa fyrir, hvað er mikilvægt fyrir mig ? Hvar er ég að nýta mína styrkleika sem best ? Hvernig stjórnandi, leiðtogi eða sérfræðingur er ég ? Hvað gefur það mér að bera ábyrgð á frammistöðu annarra ? Er ég á réttum stað ?“ eru allt spurningar sem markþjálfinn leiðir inn í samtalið. Sem að miklu leyti snýst síðan um virka og djúpa hlustun. „Við finnum það mjög oft að eitt mikilvægasta atriðið í markþjálfun er virk og góð hlustun. Að fólk fái að segja upphátt sínar hugsanir og vangaveltur. Fái þessa speglun á sjálfan sig með því að tala og að á það sé hlustað af hlutlausum aðila,“ segir Anna. „Það er mjög einstaklingsbundið hvað hver og einn þarf sem kemur. En án undantekninga kveikir markþjálfunin á nýjum hugsunum. Þessu fylgir því yfirleitt breytt sýn á stöðuna þótt samtölin séu mismunandi. En í þessum samtölum fær stjórnandinn djúpa speglun á sjálfan sig. Og það er þar sem þessi Aha móment koma. Þetta er í alvörunni stundum eins og galdur að upplifa,“ segir Inga og brosir. Anna og Inga segja það afar mismunandi hvort að stjórnendur vilji taka markþjálfunina aðeins út frá vinnunni eða vinnu og einkalífi í bland. Þörfin sé hreinlega mismunandi hjá fólki. Þá segja þær suma koma í markþjálfun um tíma og mæta síðan aftur eftir nokkra mánuði. Enn aðrir setja markþjálfunina inn í dagskránna sína þannig að þeir mæta reglulega, kannski á sex til átta vikna fresti. „Þetta er þá svona eins og smá check-in“ segja Anna og Inga í kór. „Það er líka bara svo gott að fá að tala upphátt og hlusta upphátt. Að fá frið til að fókusera á sjálfan sig. Gefa sér tíma til að velta því fyrir sér hvort maður sé á réttri leið. Enda sér maður alveg að þeir stjórnendur sem koma til markþjálfa reglulega fá oftast einhverja aðra sýn á þessi daglegu vandamál eða áskoranir sem stjórnandinn er að fást við hverju sinni,“ segir Anna og Inga bætir við: Þegar stjórnandi fer síðan út frá okkur er svo algengt að maður heyrir viðkomandi segja: Nú veit ég nákvæmlega hvað ég er að fara að gera. Sem gerir mann einmitt svo þakklátan fyrir þetta starf. Því það er svo gefandi að verða vitni að því þegar stjórnendur sem hafa farið í gegnum þá vegferð að spegla sjálfan sig, finna í kjölfarið enn betur á eiginn skinni þroska sinn og styrk.“
Stjórnun Góðu ráðin Starfsframi Mannauðsmál Vinnustaðamenning Tengdar fréttir „Ég fór í markþjálfun til þess að átta mig á því hvernig ég vildi halda áfram“ „Ég fór í markþjálfun til þess að átta mig á því hvernig ég vildi halda áfram og hvernig ég vildi helst beita mér í því að bæta þjónustuna og kerfið,“ segir Jón Magnús Kristjánsson læknir en hann er einn þeirra sem mun halda erindi á Markþjálfunardeginum 2023 sem haldinn verður næstkomandi fimmtudag. 1. febrúar 2023 07:00 Fjórar kynslóðir á sömu vinnustöðum: Mikilvægt að þjálfa næstu kynslóð leiðtoga „Eitt af því sem stendur upp úr í íslensku atvinnulífi í augnablikinu er að í fyrsta skipti erum við með fjórar ólíkar kynslóðir að vinna saman. Þetta eru þá kynslóðirnar sem eru Z kynslóðin, aldamótakynslóðin, X kynslóðin og sú sem er að jafnaði kölluð Baby boomers kynslóðin,“ segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri Franklin Covey. 14. desember 2022 07:01 Vilja breytt viðhorf: „Við erum eins og sett upp í hillu“ „Við erum eins og sett upp í hillu. Allur þessi mannauður verður að hilluvöru í neðstu hillunni þótt þarna sé á ferðinni fjölmennur og fjölbreyttur hópur sem fyrst og fremst vill lifa innihaldsríku og skemmtilegu lífi. Enda á þriðja æviskeiðið að vera besta æviskeiðið,“ segir Guðfinna S. Bjarnadóttir einn af stofnendum Magnavita. 2. nóvember 2022 07:00 Hefur unnið með þjóðarleiðtogum, Hollywood-stjörnum, vísindamönnum og villtum dýrum Birta Bjargardóttir, bankastjóri Blábankans og heilsumarkþjálfi ubebu er nýkomin heim frá London. Í búsetu finnst Birtu reyndar ekkert mál að skoppast á milli Balí, London og Dýrafjarðar og satt best að segja er ekki hægt að segja annað en að hún lifi hreinlega ævintýralega skemmtilegu lífi. 15. ágúst 2022 07:00 Eigum að hætta að hlaupa eins og hamstur í hjóli Við náum meiri árangri með góðri hvíld heldur en stanslausum hlaupum og pressu í vinnunni. 3. mars 2022 07:00 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
„Ég fór í markþjálfun til þess að átta mig á því hvernig ég vildi halda áfram“ „Ég fór í markþjálfun til þess að átta mig á því hvernig ég vildi halda áfram og hvernig ég vildi helst beita mér í því að bæta þjónustuna og kerfið,“ segir Jón Magnús Kristjánsson læknir en hann er einn þeirra sem mun halda erindi á Markþjálfunardeginum 2023 sem haldinn verður næstkomandi fimmtudag. 1. febrúar 2023 07:00
Fjórar kynslóðir á sömu vinnustöðum: Mikilvægt að þjálfa næstu kynslóð leiðtoga „Eitt af því sem stendur upp úr í íslensku atvinnulífi í augnablikinu er að í fyrsta skipti erum við með fjórar ólíkar kynslóðir að vinna saman. Þetta eru þá kynslóðirnar sem eru Z kynslóðin, aldamótakynslóðin, X kynslóðin og sú sem er að jafnaði kölluð Baby boomers kynslóðin,“ segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri Franklin Covey. 14. desember 2022 07:01
Vilja breytt viðhorf: „Við erum eins og sett upp í hillu“ „Við erum eins og sett upp í hillu. Allur þessi mannauður verður að hilluvöru í neðstu hillunni þótt þarna sé á ferðinni fjölmennur og fjölbreyttur hópur sem fyrst og fremst vill lifa innihaldsríku og skemmtilegu lífi. Enda á þriðja æviskeiðið að vera besta æviskeiðið,“ segir Guðfinna S. Bjarnadóttir einn af stofnendum Magnavita. 2. nóvember 2022 07:00
Hefur unnið með þjóðarleiðtogum, Hollywood-stjörnum, vísindamönnum og villtum dýrum Birta Bjargardóttir, bankastjóri Blábankans og heilsumarkþjálfi ubebu er nýkomin heim frá London. Í búsetu finnst Birtu reyndar ekkert mál að skoppast á milli Balí, London og Dýrafjarðar og satt best að segja er ekki hægt að segja annað en að hún lifi hreinlega ævintýralega skemmtilegu lífi. 15. ágúst 2022 07:00
Eigum að hætta að hlaupa eins og hamstur í hjóli Við náum meiri árangri með góðri hvíld heldur en stanslausum hlaupum og pressu í vinnunni. 3. mars 2022 07:00