Flugfélagið Flyr gjaldþrota Bjarki Sigurðsson skrifar 31. janúar 2023 21:16 Fyrsta flugferð félagsins fór í loftið í júní árið 2021. Nú er ljóst að þær verða ekki fleiri. Getty/Joan Valls Norska flugfélagið Flyr mun á morgun óska eftir því að verða skráð gjaldþrota. Yfir fjögur hundruð manns vinna hjá flugfélaginu og hefur öllum flugferðum félagsins verið aflýst. Flyr var stofnað í ágúst árið 2020 í miðjum kórónuveirufaraldri og hóf flug í lok júní árið eftir. Félagið er lággjaldaflugfélag og flaug til 34 áfangastaða víðs vegar um Evrópu, þó ekki til Íslands. Orðið flyr er norska fyrir orðið „fljúgandi“. E24 greinir frá því að forstjóri flugfélagsins, Erik Braathen, hafi í kvöld tilkynnt að á morgun yrði félagið skráð gjaldþrota. Hann segir að um sé að ræða afar dapran dag og vill meina að starfsmenn hafi gert allt sem þeir gátu til að halda fyrirtækinu á floti. „Ég vil biðja alla afsökunar sem við höfum eyðilagt ferðaplön hjá, alla samstarfsaðila sem þurfa að koma búnaðnum sínum annað, alla hluthafa sem tapa á fjárfestingu sinni og alla starfsmenn sem eru allt í einu ekki með vinnu. Það er sárt að valda svona mörgum vonbrigðum,“ hefur E24 eftir Braathen. Rekstur félagsins hafði gengið erfiðlega frá upphafi að sögn Braathen og segir hann flugbransann vera afar erfiðan. Hann taldi það vera pláss fyrir félagið í bransanum en svo var ekki. Um helgina fór annað lággjalda flugfélag á hausinn, breska félagið Flybe. Það hafði verið í rekstri síðan í apríl 2022 og er þetta í annað sinn sem félagið verður gjaldþrota. Í mars árið 2020 varð það gjaldþrota eftir mikil rekstrarvandræði. Fréttir af flugi Noregur Tengdar fréttir Flybe aftur farið á hausinn Breska flugfélagið Flybe er aftur farið á hausinn. Félagið hefur fellt niður allar flugferðir og strandaglópar eru í öngum sínum. Talið er að hundruð muni missa vinnuna. 28. janúar 2023 20:00 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Flyr var stofnað í ágúst árið 2020 í miðjum kórónuveirufaraldri og hóf flug í lok júní árið eftir. Félagið er lággjaldaflugfélag og flaug til 34 áfangastaða víðs vegar um Evrópu, þó ekki til Íslands. Orðið flyr er norska fyrir orðið „fljúgandi“. E24 greinir frá því að forstjóri flugfélagsins, Erik Braathen, hafi í kvöld tilkynnt að á morgun yrði félagið skráð gjaldþrota. Hann segir að um sé að ræða afar dapran dag og vill meina að starfsmenn hafi gert allt sem þeir gátu til að halda fyrirtækinu á floti. „Ég vil biðja alla afsökunar sem við höfum eyðilagt ferðaplön hjá, alla samstarfsaðila sem þurfa að koma búnaðnum sínum annað, alla hluthafa sem tapa á fjárfestingu sinni og alla starfsmenn sem eru allt í einu ekki með vinnu. Það er sárt að valda svona mörgum vonbrigðum,“ hefur E24 eftir Braathen. Rekstur félagsins hafði gengið erfiðlega frá upphafi að sögn Braathen og segir hann flugbransann vera afar erfiðan. Hann taldi það vera pláss fyrir félagið í bransanum en svo var ekki. Um helgina fór annað lággjalda flugfélag á hausinn, breska félagið Flybe. Það hafði verið í rekstri síðan í apríl 2022 og er þetta í annað sinn sem félagið verður gjaldþrota. Í mars árið 2020 varð það gjaldþrota eftir mikil rekstrarvandræði.
Fréttir af flugi Noregur Tengdar fréttir Flybe aftur farið á hausinn Breska flugfélagið Flybe er aftur farið á hausinn. Félagið hefur fellt niður allar flugferðir og strandaglópar eru í öngum sínum. Talið er að hundruð muni missa vinnuna. 28. janúar 2023 20:00 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Flybe aftur farið á hausinn Breska flugfélagið Flybe er aftur farið á hausinn. Félagið hefur fellt niður allar flugferðir og strandaglópar eru í öngum sínum. Talið er að hundruð muni missa vinnuna. 28. janúar 2023 20:00