Kofi Tómasar frænda kveður og Ægir tekur við Bjarki Sigurðsson skrifar 30. janúar 2023 11:14 Ægir brugghús hefur opnað bar í húsnæðinu við Laugaveg 2 þar sem áður mátti finna skemmtistaðinn Kofann. Vísir/Bjarki Ægir brugghús hefur opnað bar við Laugaveg 2. Áður var skemmtistaðurinn Kofinn, sem áður fyrr hét Kofi Tómasar frænda, rekinn í húsnæðinu. Framkvæmdastjórinn segir reksturinn hafa gengið mjög vel eftir opnunina. Um miðjan október á síðasta ári opnaði Ægir brugghús bar við Laugaveg 2. Að sögn Ólafs S. K. Þorvaldz, framkvæmdastjóra og bruggmeistara brugghússins, er staðurinn mun rólegri en forveri hans í húsnæðinu, Kofinn. Þar var ávallt dúndrandi tónlist og opið langt fram á nótt. Skemmtistaðurinn Kofinn var áður við Laugaveg 2. „Þetta er meiri afslöppun og minna djamm. Við erum með opið til klukkan eitt um helgar og ellefu á virkum dögum. Róleg og notaleg tónlist, hægt að spjalla saman án þess að þurfa að öskra,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu. Ægir brugghús er einnig með stað úti á Granda á Eyjarslóð, Ægisgarð. Þar er veislusalur og hentar frekar fyrir hópa. Ólafur segir að nýi staðurinn sé betri upp á aðgengi fyrir almenning, þá sérstaklega erlenda ferðamenn sem vilja smakka bjóra Ægis. Ólafur K. S. Þorvaldz er framkvæmdastjóri og bruggmeistari Ægis Brugghúss.Vísir/Einar „Við höfum fengið mikið af fyrirspurnum um hvort það sé hægt að koma og smakka. Einstaklingar hafa verið að labba alla leið út á Eyjarslóðina til að koma og nálgast bjórinn okkar. Það var kominn tími til að vera með stað sem maður gæti sent fólk á og haft vöruna aðgengilegri,“ segir Ólafur. Túristarnir eru mikill meirihluti viðskiptavina nýja staðarins, þá sérstaklega á virkum dögum. Ólafur segir að áttatíu prósent viðskiptavina séu erlendir ferðamenn. „Staðsetningin er frábær upp á það að gera. Þetta eru örugglega fjölförnustu gatnamót Reykjavíkur. Það hefur verið vel tekið í þetta. Svo erum við komin í samstarf við Wake Up Reykjavík. Þau eru að koma með útlendinga til okkar í svona „food and drink tour“. Þetta er búið að ganga mjög vel eftir að við opnuðum,“ segir Ólafur. Næturlíf Veitingastaðir Áfengi og tóbak Reykjavík Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Um miðjan október á síðasta ári opnaði Ægir brugghús bar við Laugaveg 2. Að sögn Ólafs S. K. Þorvaldz, framkvæmdastjóra og bruggmeistara brugghússins, er staðurinn mun rólegri en forveri hans í húsnæðinu, Kofinn. Þar var ávallt dúndrandi tónlist og opið langt fram á nótt. Skemmtistaðurinn Kofinn var áður við Laugaveg 2. „Þetta er meiri afslöppun og minna djamm. Við erum með opið til klukkan eitt um helgar og ellefu á virkum dögum. Róleg og notaleg tónlist, hægt að spjalla saman án þess að þurfa að öskra,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu. Ægir brugghús er einnig með stað úti á Granda á Eyjarslóð, Ægisgarð. Þar er veislusalur og hentar frekar fyrir hópa. Ólafur segir að nýi staðurinn sé betri upp á aðgengi fyrir almenning, þá sérstaklega erlenda ferðamenn sem vilja smakka bjóra Ægis. Ólafur K. S. Þorvaldz er framkvæmdastjóri og bruggmeistari Ægis Brugghúss.Vísir/Einar „Við höfum fengið mikið af fyrirspurnum um hvort það sé hægt að koma og smakka. Einstaklingar hafa verið að labba alla leið út á Eyjarslóðina til að koma og nálgast bjórinn okkar. Það var kominn tími til að vera með stað sem maður gæti sent fólk á og haft vöruna aðgengilegri,“ segir Ólafur. Túristarnir eru mikill meirihluti viðskiptavina nýja staðarins, þá sérstaklega á virkum dögum. Ólafur segir að áttatíu prósent viðskiptavina séu erlendir ferðamenn. „Staðsetningin er frábær upp á það að gera. Þetta eru örugglega fjölförnustu gatnamót Reykjavíkur. Það hefur verið vel tekið í þetta. Svo erum við komin í samstarf við Wake Up Reykjavík. Þau eru að koma með útlendinga til okkar í svona „food and drink tour“. Þetta er búið að ganga mjög vel eftir að við opnuðum,“ segir Ólafur.
Næturlíf Veitingastaðir Áfengi og tóbak Reykjavík Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira