Biðja sænska ríkisborgara að gæta sín Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 28. janúar 2023 22:04 Mótmælt hefur verið fyrir framan sænsku ræðismannsskrifstofuna í Istanbúl. EPA-EFE/SEDAT SUNA Sænsk yfirvöld biðja ríkisborgara sína að forðast mannmergð í Tyrklandi. Kveikt var í Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi í vikunni og sögðu tyrknesk stjórnvöld að Svíar ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi þeirra vegna umsóknar að NATO. „Svíar í Tyrklandi eru beðnir um að fylgjast vel með viðvörunum og framgangi mála. Áframhaldandi mótmæli gætu átt sér stað fyrir utan sendiráðið í Ankara og á ræðismannsskrifstofunni í Istanbúl næstu daga. Ríkisborgarar eru beðnir um að forðast mannmergð og mótmæli,“ segir í viðvörun frá sænska utanríkisráðuneytinu. Sambærileg skilaboð hafa borist frá utanríkisráðuneytum Danmerkur og Noregs. Aðdraganda málsins má rekja til þess að kveikt var í eintaki af Kóraninum á mótmælafundi í Stokkhólmi fyrir viku síðan. Mótmæli hafa víða brotist út í kjölfarið. Sænsk stjórnvöld sóttu um aðild að NATO ásamt Finnum í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins þurfa að leggja blessun sína yfir umsóknir nýrra ríkja. „Svíþjóð ætti ekki að reikna með stuðningi frá okkur vegna NATO,“ sagði Erdogan, aðspurður um málið. „Það er ljóst að þeir sem stóðu fyrir slíkri svívirðingu fyrir framan sendiráð okkar geta ekki reiknað með neinni velvild varðandi umsóknina.“ Rasmus Paludan segist ætla að brenna Kóraninn í hverri viku þar til Svíþjóð fær aðild að Atlantshafsbandalaginu.EPA-EFE/Olafur Steinar Gestsson Sænsk yfirvöld höfðu gefið grænt ljós á mótmælafundinn sem haldinn var fyrir framan tyrkneska sendiráðið í Stokkhólmi á laugardag. Það var Rasmus Paludan, formaður danska hægriöfgaflokksins Stram Kurs, sem stóð fyrir því að kveikt var í eintaki af Kóraninum á fundinum. Paludan hefur sagst ætla að kveikja í Kóraninum í hverri viku þar til Svíum verði hleypt inn í Atlantshafsbandalagið. Tobias Billström utanríkisráðherra hefur gagnrýnt mótmælin, en bendir á að tjáningarfrelsi sé við lýði í Svíþjóð. Það þýði þó ekki að sænsk stjórnvöld eða ráðherrann sjálfur styðji þær skoðanir sem hafi verið viðraðar á fundinum. Ulf Kristersson forsætisráðherra tekur í sama streng og ver tjáningarfrelsið. Hann segir athæfið þó mjög ruddalegt. Deutsche Welle greinir frá. Svíþjóð Tyrkland NATO Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
„Svíar í Tyrklandi eru beðnir um að fylgjast vel með viðvörunum og framgangi mála. Áframhaldandi mótmæli gætu átt sér stað fyrir utan sendiráðið í Ankara og á ræðismannsskrifstofunni í Istanbúl næstu daga. Ríkisborgarar eru beðnir um að forðast mannmergð og mótmæli,“ segir í viðvörun frá sænska utanríkisráðuneytinu. Sambærileg skilaboð hafa borist frá utanríkisráðuneytum Danmerkur og Noregs. Aðdraganda málsins má rekja til þess að kveikt var í eintaki af Kóraninum á mótmælafundi í Stokkhólmi fyrir viku síðan. Mótmæli hafa víða brotist út í kjölfarið. Sænsk stjórnvöld sóttu um aðild að NATO ásamt Finnum í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins þurfa að leggja blessun sína yfir umsóknir nýrra ríkja. „Svíþjóð ætti ekki að reikna með stuðningi frá okkur vegna NATO,“ sagði Erdogan, aðspurður um málið. „Það er ljóst að þeir sem stóðu fyrir slíkri svívirðingu fyrir framan sendiráð okkar geta ekki reiknað með neinni velvild varðandi umsóknina.“ Rasmus Paludan segist ætla að brenna Kóraninn í hverri viku þar til Svíþjóð fær aðild að Atlantshafsbandalaginu.EPA-EFE/Olafur Steinar Gestsson Sænsk yfirvöld höfðu gefið grænt ljós á mótmælafundinn sem haldinn var fyrir framan tyrkneska sendiráðið í Stokkhólmi á laugardag. Það var Rasmus Paludan, formaður danska hægriöfgaflokksins Stram Kurs, sem stóð fyrir því að kveikt var í eintaki af Kóraninum á fundinum. Paludan hefur sagst ætla að kveikja í Kóraninum í hverri viku þar til Svíum verði hleypt inn í Atlantshafsbandalagið. Tobias Billström utanríkisráðherra hefur gagnrýnt mótmælin, en bendir á að tjáningarfrelsi sé við lýði í Svíþjóð. Það þýði þó ekki að sænsk stjórnvöld eða ráðherrann sjálfur styðji þær skoðanir sem hafi verið viðraðar á fundinum. Ulf Kristersson forsætisráðherra tekur í sama streng og ver tjáningarfrelsið. Hann segir athæfið þó mjög ruddalegt. Deutsche Welle greinir frá.
Svíþjóð Tyrkland NATO Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira