Hamingjan er það sem allir sækjast eftir Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar 28. janúar 2023 18:31 Hamingjan er það sem allir sækjast eftir, en hvernig skilgreinum við hamingjuna? Ég hef aldeilis ekkert einhliða svar við því. Umræðan og auglýsingarnar á öllum fréttamiðlum snýst um að höndla hamingjuna með einum eða öðrum hætti. Kynlíf og peningar virðast vera stærsti þátturinn og til að kynlífið verði gott þurfum við að hafa fallegan líkama. Til þess að hafa fallegan líkama þurfum við að eyða miklum peningum og miklu meiri en flest okkar eiga. Við þurfum líka að hugsa um sálina eða andlegu hliðina og vera hamingjusöm. Skrifa um það á netmiðlum og sýna myndir af okkur með öllum vinunum og í félagslegum viðburðum og gjarnan að sýna myndir af tánum á Tene. Þá er best að hafa þær allar tíu með, og gjarnan fleiri tær til að enginn haldi að við séum alein og einmana. Sólin á Tenerife er kannski ókeypis fyrir þá sem búa þar, en ekki fyrir okkur hin sem borgum fyrir að koma þangað. Fjölmiðlar tröllríða lífi okkar í dag og þá ekki síst netmiðlar. Við fáum fréttir alls staðar úr heiminum á augabragði og náum ekki að melta þær. Umræðan snýst oft um eitthvað sem ekki skiptir máli og ég fór ekki varhluta af að verða vör við umræðuna um fiskarana. Fiskari, bakari, sæðari, ræðari, fræðari, kennari, agari og gagari. Stjórnmálamenn blönduðu sér í málið sem var ekki um neitt. Allir höfðu skoðun og þessa daga sem ég var á Íslandi núna í janúar fannst mér eins og íslenskri þjóð fyndist sér ógnað á einhvern hátt. Það er eitthvað meira á bak við það en hvort fiskimaður verður fiskari. Fyrir mér er ekki fiskimaður orð sem mikið er notað, helst að ég muni eftir fiskimönnunum í Galíleuvatni sem urðu lærisveinar Jesú. Boðskapur Biblíunnar myndi ekki breytast neitt sérstaklega þó það yrði talað um fiskarana í Galíleu. Við fáum líka að fylgjast með þekktu fólki sem við viljum helst líta upp til. Ég hef nákvæmlega engan áhuga á íþróttum og fylgist aldrei með íþróttamönnum. Ég þekki kannski frægustu leikara og tónlistarmenn og svo að sjálfsögðu kóngafólkið í Evrópu og þá kannski mest þau bresku. Eru þau hamingjusöm? Ja það er nú hægt að ætlast til þess að þau séu það með alla peningana sem þau geta notað í að líta sem best út. Við höfum einhvers konar gægjuþörf og fylgjumst með hvað þau borða og hvernig nefið á þeim snýr þegar myndir nást af þeim. T.d. sá ég fyrirsögn þar sem stóð að Harry hefði ekki fengið eins margar pylsur á morgnana og William. Harry litla var sagt að William þyrfti fleiri pylsur því hann yrði kóngur. Ég las að sjálfsögðu greinina því fyrirsögnin var svo athyglisverð. Ég las líka um Harry þegar hann var í fremstu línu í Afghanistan og drap 25 manns. Mér finnst harla ótrúlegt að breskur prins hafi verið í fremstu línu og náð að telja 25 manns sem hann skaut niður. Ég efast svo sem ekki um að hann kunni að telja. Ég veit að ef ég hefði skotið fjölda manns hefði ég verið afar óhamingjusöm og meira en út af nokkrum pylsum. Ég er ekki sérfræðingur í hamingju, en ég velti fyrir mér af hverju við erum svona upptekin af eigin hamingju og mögulegri óhamingju einhverra útvaldra. Það getur enginn upplifað hamingju sem ekki veit hvað óhamingja er. Ég vil gjarnan sjá myndir af prinsum og prinsessum sem líta vel út, í fallegum fötum með falleg börn sér við hlið. Ég hef hins vegar lítinn áhuga á tánum á þeim, en get ekki stillt mig um að fylgjast með erjum þeirra. Bræður hafa barist, og bræður munu berjast. Síðast þegar ég heimsótti dóttur mína og hennar fjölskyldu komu barnabörnin hlaupandi á móti mér og kölluðu AMMA. Þá fann ég innilega hamingjukennd. Höfundur er dósent í menntunarfræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Samfélagsmiðlar Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Hamingjan er það sem allir sækjast eftir, en hvernig skilgreinum við hamingjuna? Ég hef aldeilis ekkert einhliða svar við því. Umræðan og auglýsingarnar á öllum fréttamiðlum snýst um að höndla hamingjuna með einum eða öðrum hætti. Kynlíf og peningar virðast vera stærsti þátturinn og til að kynlífið verði gott þurfum við að hafa fallegan líkama. Til þess að hafa fallegan líkama þurfum við að eyða miklum peningum og miklu meiri en flest okkar eiga. Við þurfum líka að hugsa um sálina eða andlegu hliðina og vera hamingjusöm. Skrifa um það á netmiðlum og sýna myndir af okkur með öllum vinunum og í félagslegum viðburðum og gjarnan að sýna myndir af tánum á Tene. Þá er best að hafa þær allar tíu með, og gjarnan fleiri tær til að enginn haldi að við séum alein og einmana. Sólin á Tenerife er kannski ókeypis fyrir þá sem búa þar, en ekki fyrir okkur hin sem borgum fyrir að koma þangað. Fjölmiðlar tröllríða lífi okkar í dag og þá ekki síst netmiðlar. Við fáum fréttir alls staðar úr heiminum á augabragði og náum ekki að melta þær. Umræðan snýst oft um eitthvað sem ekki skiptir máli og ég fór ekki varhluta af að verða vör við umræðuna um fiskarana. Fiskari, bakari, sæðari, ræðari, fræðari, kennari, agari og gagari. Stjórnmálamenn blönduðu sér í málið sem var ekki um neitt. Allir höfðu skoðun og þessa daga sem ég var á Íslandi núna í janúar fannst mér eins og íslenskri þjóð fyndist sér ógnað á einhvern hátt. Það er eitthvað meira á bak við það en hvort fiskimaður verður fiskari. Fyrir mér er ekki fiskimaður orð sem mikið er notað, helst að ég muni eftir fiskimönnunum í Galíleuvatni sem urðu lærisveinar Jesú. Boðskapur Biblíunnar myndi ekki breytast neitt sérstaklega þó það yrði talað um fiskarana í Galíleu. Við fáum líka að fylgjast með þekktu fólki sem við viljum helst líta upp til. Ég hef nákvæmlega engan áhuga á íþróttum og fylgist aldrei með íþróttamönnum. Ég þekki kannski frægustu leikara og tónlistarmenn og svo að sjálfsögðu kóngafólkið í Evrópu og þá kannski mest þau bresku. Eru þau hamingjusöm? Ja það er nú hægt að ætlast til þess að þau séu það með alla peningana sem þau geta notað í að líta sem best út. Við höfum einhvers konar gægjuþörf og fylgjumst með hvað þau borða og hvernig nefið á þeim snýr þegar myndir nást af þeim. T.d. sá ég fyrirsögn þar sem stóð að Harry hefði ekki fengið eins margar pylsur á morgnana og William. Harry litla var sagt að William þyrfti fleiri pylsur því hann yrði kóngur. Ég las að sjálfsögðu greinina því fyrirsögnin var svo athyglisverð. Ég las líka um Harry þegar hann var í fremstu línu í Afghanistan og drap 25 manns. Mér finnst harla ótrúlegt að breskur prins hafi verið í fremstu línu og náð að telja 25 manns sem hann skaut niður. Ég efast svo sem ekki um að hann kunni að telja. Ég veit að ef ég hefði skotið fjölda manns hefði ég verið afar óhamingjusöm og meira en út af nokkrum pylsum. Ég er ekki sérfræðingur í hamingju, en ég velti fyrir mér af hverju við erum svona upptekin af eigin hamingju og mögulegri óhamingju einhverra útvaldra. Það getur enginn upplifað hamingju sem ekki veit hvað óhamingja er. Ég vil gjarnan sjá myndir af prinsum og prinsessum sem líta vel út, í fallegum fötum með falleg börn sér við hlið. Ég hef hins vegar lítinn áhuga á tánum á þeim, en get ekki stillt mig um að fylgjast með erjum þeirra. Bræður hafa barist, og bræður munu berjast. Síðast þegar ég heimsótti dóttur mína og hennar fjölskyldu komu barnabörnin hlaupandi á móti mér og kölluðu AMMA. Þá fann ég innilega hamingjukennd. Höfundur er dósent í menntunarfræðum.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar