Hamingjan er það sem allir sækjast eftir Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar 28. janúar 2023 18:31 Hamingjan er það sem allir sækjast eftir, en hvernig skilgreinum við hamingjuna? Ég hef aldeilis ekkert einhliða svar við því. Umræðan og auglýsingarnar á öllum fréttamiðlum snýst um að höndla hamingjuna með einum eða öðrum hætti. Kynlíf og peningar virðast vera stærsti þátturinn og til að kynlífið verði gott þurfum við að hafa fallegan líkama. Til þess að hafa fallegan líkama þurfum við að eyða miklum peningum og miklu meiri en flest okkar eiga. Við þurfum líka að hugsa um sálina eða andlegu hliðina og vera hamingjusöm. Skrifa um það á netmiðlum og sýna myndir af okkur með öllum vinunum og í félagslegum viðburðum og gjarnan að sýna myndir af tánum á Tene. Þá er best að hafa þær allar tíu með, og gjarnan fleiri tær til að enginn haldi að við séum alein og einmana. Sólin á Tenerife er kannski ókeypis fyrir þá sem búa þar, en ekki fyrir okkur hin sem borgum fyrir að koma þangað. Fjölmiðlar tröllríða lífi okkar í dag og þá ekki síst netmiðlar. Við fáum fréttir alls staðar úr heiminum á augabragði og náum ekki að melta þær. Umræðan snýst oft um eitthvað sem ekki skiptir máli og ég fór ekki varhluta af að verða vör við umræðuna um fiskarana. Fiskari, bakari, sæðari, ræðari, fræðari, kennari, agari og gagari. Stjórnmálamenn blönduðu sér í málið sem var ekki um neitt. Allir höfðu skoðun og þessa daga sem ég var á Íslandi núna í janúar fannst mér eins og íslenskri þjóð fyndist sér ógnað á einhvern hátt. Það er eitthvað meira á bak við það en hvort fiskimaður verður fiskari. Fyrir mér er ekki fiskimaður orð sem mikið er notað, helst að ég muni eftir fiskimönnunum í Galíleuvatni sem urðu lærisveinar Jesú. Boðskapur Biblíunnar myndi ekki breytast neitt sérstaklega þó það yrði talað um fiskarana í Galíleu. Við fáum líka að fylgjast með þekktu fólki sem við viljum helst líta upp til. Ég hef nákvæmlega engan áhuga á íþróttum og fylgist aldrei með íþróttamönnum. Ég þekki kannski frægustu leikara og tónlistarmenn og svo að sjálfsögðu kóngafólkið í Evrópu og þá kannski mest þau bresku. Eru þau hamingjusöm? Ja það er nú hægt að ætlast til þess að þau séu það með alla peningana sem þau geta notað í að líta sem best út. Við höfum einhvers konar gægjuþörf og fylgjumst með hvað þau borða og hvernig nefið á þeim snýr þegar myndir nást af þeim. T.d. sá ég fyrirsögn þar sem stóð að Harry hefði ekki fengið eins margar pylsur á morgnana og William. Harry litla var sagt að William þyrfti fleiri pylsur því hann yrði kóngur. Ég las að sjálfsögðu greinina því fyrirsögnin var svo athyglisverð. Ég las líka um Harry þegar hann var í fremstu línu í Afghanistan og drap 25 manns. Mér finnst harla ótrúlegt að breskur prins hafi verið í fremstu línu og náð að telja 25 manns sem hann skaut niður. Ég efast svo sem ekki um að hann kunni að telja. Ég veit að ef ég hefði skotið fjölda manns hefði ég verið afar óhamingjusöm og meira en út af nokkrum pylsum. Ég er ekki sérfræðingur í hamingju, en ég velti fyrir mér af hverju við erum svona upptekin af eigin hamingju og mögulegri óhamingju einhverra útvaldra. Það getur enginn upplifað hamingju sem ekki veit hvað óhamingja er. Ég vil gjarnan sjá myndir af prinsum og prinsessum sem líta vel út, í fallegum fötum með falleg börn sér við hlið. Ég hef hins vegar lítinn áhuga á tánum á þeim, en get ekki stillt mig um að fylgjast með erjum þeirra. Bræður hafa barist, og bræður munu berjast. Síðast þegar ég heimsótti dóttur mína og hennar fjölskyldu komu barnabörnin hlaupandi á móti mér og kölluðu AMMA. Þá fann ég innilega hamingjukennd. Höfundur er dósent í menntunarfræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Samfélagsmiðlar Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hamingjan er það sem allir sækjast eftir, en hvernig skilgreinum við hamingjuna? Ég hef aldeilis ekkert einhliða svar við því. Umræðan og auglýsingarnar á öllum fréttamiðlum snýst um að höndla hamingjuna með einum eða öðrum hætti. Kynlíf og peningar virðast vera stærsti þátturinn og til að kynlífið verði gott þurfum við að hafa fallegan líkama. Til þess að hafa fallegan líkama þurfum við að eyða miklum peningum og miklu meiri en flest okkar eiga. Við þurfum líka að hugsa um sálina eða andlegu hliðina og vera hamingjusöm. Skrifa um það á netmiðlum og sýna myndir af okkur með öllum vinunum og í félagslegum viðburðum og gjarnan að sýna myndir af tánum á Tene. Þá er best að hafa þær allar tíu með, og gjarnan fleiri tær til að enginn haldi að við séum alein og einmana. Sólin á Tenerife er kannski ókeypis fyrir þá sem búa þar, en ekki fyrir okkur hin sem borgum fyrir að koma þangað. Fjölmiðlar tröllríða lífi okkar í dag og þá ekki síst netmiðlar. Við fáum fréttir alls staðar úr heiminum á augabragði og náum ekki að melta þær. Umræðan snýst oft um eitthvað sem ekki skiptir máli og ég fór ekki varhluta af að verða vör við umræðuna um fiskarana. Fiskari, bakari, sæðari, ræðari, fræðari, kennari, agari og gagari. Stjórnmálamenn blönduðu sér í málið sem var ekki um neitt. Allir höfðu skoðun og þessa daga sem ég var á Íslandi núna í janúar fannst mér eins og íslenskri þjóð fyndist sér ógnað á einhvern hátt. Það er eitthvað meira á bak við það en hvort fiskimaður verður fiskari. Fyrir mér er ekki fiskimaður orð sem mikið er notað, helst að ég muni eftir fiskimönnunum í Galíleuvatni sem urðu lærisveinar Jesú. Boðskapur Biblíunnar myndi ekki breytast neitt sérstaklega þó það yrði talað um fiskarana í Galíleu. Við fáum líka að fylgjast með þekktu fólki sem við viljum helst líta upp til. Ég hef nákvæmlega engan áhuga á íþróttum og fylgist aldrei með íþróttamönnum. Ég þekki kannski frægustu leikara og tónlistarmenn og svo að sjálfsögðu kóngafólkið í Evrópu og þá kannski mest þau bresku. Eru þau hamingjusöm? Ja það er nú hægt að ætlast til þess að þau séu það með alla peningana sem þau geta notað í að líta sem best út. Við höfum einhvers konar gægjuþörf og fylgjumst með hvað þau borða og hvernig nefið á þeim snýr þegar myndir nást af þeim. T.d. sá ég fyrirsögn þar sem stóð að Harry hefði ekki fengið eins margar pylsur á morgnana og William. Harry litla var sagt að William þyrfti fleiri pylsur því hann yrði kóngur. Ég las að sjálfsögðu greinina því fyrirsögnin var svo athyglisverð. Ég las líka um Harry þegar hann var í fremstu línu í Afghanistan og drap 25 manns. Mér finnst harla ótrúlegt að breskur prins hafi verið í fremstu línu og náð að telja 25 manns sem hann skaut niður. Ég efast svo sem ekki um að hann kunni að telja. Ég veit að ef ég hefði skotið fjölda manns hefði ég verið afar óhamingjusöm og meira en út af nokkrum pylsum. Ég er ekki sérfræðingur í hamingju, en ég velti fyrir mér af hverju við erum svona upptekin af eigin hamingju og mögulegri óhamingju einhverra útvaldra. Það getur enginn upplifað hamingju sem ekki veit hvað óhamingja er. Ég vil gjarnan sjá myndir af prinsum og prinsessum sem líta vel út, í fallegum fötum með falleg börn sér við hlið. Ég hef hins vegar lítinn áhuga á tánum á þeim, en get ekki stillt mig um að fylgjast með erjum þeirra. Bræður hafa barist, og bræður munu berjast. Síðast þegar ég heimsótti dóttur mína og hennar fjölskyldu komu barnabörnin hlaupandi á móti mér og kölluðu AMMA. Þá fann ég innilega hamingjukennd. Höfundur er dósent í menntunarfræðum.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun