Vegna fyrirhugaðrar upptöku á notkun rafbyssa við löggæslustörf á Íslandi Eva Einarsdóttir skrifar 27. janúar 2023 19:00 Íslandsdeild Amnesty International ítrekar fyrri hvatningar til íslenskra stjórnvalda að taka tillit til þeirra athugasemda sem samtökin hafa gert við notkun rafbyssa. Deildin hvetur stjórnvöld til þess að innleiða ekki notkun þeirra við löggæslustörf á Íslandi fyrr en farið hefur verið að tilmælum sem fram koma í skýrslum Amnesty International og að fram fari ítarleg og óháð rannsókn á notkun rafbyssa og áhrifum þeirra. Árið 2007 fékk Íslandsdeild Amnesty International upplýsingar um að íslensk lögregluyfirvöld hefðu til athugunar að lögreglan tæki til notkunar rafbyssur hér á landi. Í ljósi alvarlegra athugasemda Amnesty International við beitingu slíkra vopna sendu samtökin bréf til yfirvalda ásamt eintökum tveggja rannsóknarskýrslna, Amnesty International: European Union: Stopping the Trade in Tools of Torture Pol 34/011/2007og USA: Amnesty International´s continuing concerns about taser use AMR 51/030/2006. Árið 2008 sendi Íslandsdeild Amnesty International dómsmálaráðherra bréf þar sem vakin var athygli hans á gögnum um dauðsföll þar sem rafbyssur hafa verið notaðar og um mikla hættu á misnotkun rafbyssa. Með bréfinu fylgdu framangreindar tvær rannsóknarskýrslur samtakanna, auk eftirtalinna tveggja skýrslna: Canada: Inappropriate and exessive use of tasers, AMR 20/002/2007og USA: Amnesty International´s concerns about taser use: Statement to the U.S Justice Department inquiry into deaths in custody AMR 51/151/2007 Í síðastnefndu skýrslunni kom m.a. fram að Amnesty International hafi á tímabilinu frá júní 2001 til september 2007 skrásett 290 dauðsföll einstaklinga sem Taser rafbyssum var beitt á í Bandaríkjunum einum. Þar af hafi verið staðfest í tugum tilvika að notkun rafbyssa hafi verið eina eða höfuðorsök dauðsfallsins. Í febrúar 2012 var heildarfjöldi látinna kominn úr 290 í ríflega 500 manns og skoruðu samtökin þá á þarlend stjórnvöld að takmarka notkun rafbyssa. Í kjölfar annarrar fjölmiðlaumfjöllunar á árinu 2015 um notkun rafbyssa á Íslandi sendi Íslandsdeild Amnesty International yfirvöldum bréf þar sem ítrekaðar voru fyrri hvatningar til íslenskra stjórnvalda um að taka tillit til þeirra athugasemda sem Amnesty International hefur gert við notkun rafbyssa og innleiða ekki notkun þeirra við löggæslustörf á Íslandi fyrr en farið hefði verið að tilmælum alþjóðasamtakanna Amnesty International um að fram færi ítarleg og óháð rannsókn á notkun rafbyssa og áhrifum þeirra. Í febrúar 2018 gaf hollenska deild Amnesty International út skýrsluna A failed experiment: the TASER-pilot of the Dutch Police sem lýsti miklum vanköntum á innleiðingu rafbyssunotkunar og beitingu rafbyssa í Hollandi. Í skýrslunni kom fram að rafbyssur hafi ítrekað verið notaðar í aðstæðum þar sem það var ekki talið réttlætanlegt. Má nefna að í 23 tilvikum var sá sem varð fyrir rafbyssuspennu þá þegar í varðhaldi lögreglu og í þremur tilvikum í handjárnum eða innan heilbrigðisstofnunar. Einnig kemur fram að rafbyssum hafi oft verið beitt með þeim hætti að þeim sé ætlað að valda sársauka en ekki tímabundinni tauga- og vöðvalömun. Meðalhófs hafi ekki verið gætt og í nokkrum tilvikum hafi beiting rafbyssu geta talist til pyndinga og annarrar grimmilegrar, ómannlegrar eða vanvirðandi meðferðar. Þá kom fram í skýrslunni að hollensk yfirvöld hefðu ekki veitt nægilega nákvæmar leiðbeiningar um beitingu rafbyssa. Þjálfun hafi verið ábótavant og skort hafi upplýsingar um heilsufarsáhættu sem fylgir beitingu svo flókinna vopna. Íslandsdeild Amnesty International hvetur stjórnvöld til að kynna sér meðfylgjandi skýrslur samtakanna og taka fullt tillit til niðurstaðna þeirra áður en frekari ákvarðanir um notkun og innleiðingu rafbyssa á Íslandi verða teknar. Höfundur er formaður Íslandsdeildar Amnesty International. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Rafbyssur Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Íslandsdeild Amnesty International ítrekar fyrri hvatningar til íslenskra stjórnvalda að taka tillit til þeirra athugasemda sem samtökin hafa gert við notkun rafbyssa. Deildin hvetur stjórnvöld til þess að innleiða ekki notkun þeirra við löggæslustörf á Íslandi fyrr en farið hefur verið að tilmælum sem fram koma í skýrslum Amnesty International og að fram fari ítarleg og óháð rannsókn á notkun rafbyssa og áhrifum þeirra. Árið 2007 fékk Íslandsdeild Amnesty International upplýsingar um að íslensk lögregluyfirvöld hefðu til athugunar að lögreglan tæki til notkunar rafbyssur hér á landi. Í ljósi alvarlegra athugasemda Amnesty International við beitingu slíkra vopna sendu samtökin bréf til yfirvalda ásamt eintökum tveggja rannsóknarskýrslna, Amnesty International: European Union: Stopping the Trade in Tools of Torture Pol 34/011/2007og USA: Amnesty International´s continuing concerns about taser use AMR 51/030/2006. Árið 2008 sendi Íslandsdeild Amnesty International dómsmálaráðherra bréf þar sem vakin var athygli hans á gögnum um dauðsföll þar sem rafbyssur hafa verið notaðar og um mikla hættu á misnotkun rafbyssa. Með bréfinu fylgdu framangreindar tvær rannsóknarskýrslur samtakanna, auk eftirtalinna tveggja skýrslna: Canada: Inappropriate and exessive use of tasers, AMR 20/002/2007og USA: Amnesty International´s concerns about taser use: Statement to the U.S Justice Department inquiry into deaths in custody AMR 51/151/2007 Í síðastnefndu skýrslunni kom m.a. fram að Amnesty International hafi á tímabilinu frá júní 2001 til september 2007 skrásett 290 dauðsföll einstaklinga sem Taser rafbyssum var beitt á í Bandaríkjunum einum. Þar af hafi verið staðfest í tugum tilvika að notkun rafbyssa hafi verið eina eða höfuðorsök dauðsfallsins. Í febrúar 2012 var heildarfjöldi látinna kominn úr 290 í ríflega 500 manns og skoruðu samtökin þá á þarlend stjórnvöld að takmarka notkun rafbyssa. Í kjölfar annarrar fjölmiðlaumfjöllunar á árinu 2015 um notkun rafbyssa á Íslandi sendi Íslandsdeild Amnesty International yfirvöldum bréf þar sem ítrekaðar voru fyrri hvatningar til íslenskra stjórnvalda um að taka tillit til þeirra athugasemda sem Amnesty International hefur gert við notkun rafbyssa og innleiða ekki notkun þeirra við löggæslustörf á Íslandi fyrr en farið hefði verið að tilmælum alþjóðasamtakanna Amnesty International um að fram færi ítarleg og óháð rannsókn á notkun rafbyssa og áhrifum þeirra. Í febrúar 2018 gaf hollenska deild Amnesty International út skýrsluna A failed experiment: the TASER-pilot of the Dutch Police sem lýsti miklum vanköntum á innleiðingu rafbyssunotkunar og beitingu rafbyssa í Hollandi. Í skýrslunni kom fram að rafbyssur hafi ítrekað verið notaðar í aðstæðum þar sem það var ekki talið réttlætanlegt. Má nefna að í 23 tilvikum var sá sem varð fyrir rafbyssuspennu þá þegar í varðhaldi lögreglu og í þremur tilvikum í handjárnum eða innan heilbrigðisstofnunar. Einnig kemur fram að rafbyssum hafi oft verið beitt með þeim hætti að þeim sé ætlað að valda sársauka en ekki tímabundinni tauga- og vöðvalömun. Meðalhófs hafi ekki verið gætt og í nokkrum tilvikum hafi beiting rafbyssu geta talist til pyndinga og annarrar grimmilegrar, ómannlegrar eða vanvirðandi meðferðar. Þá kom fram í skýrslunni að hollensk yfirvöld hefðu ekki veitt nægilega nákvæmar leiðbeiningar um beitingu rafbyssa. Þjálfun hafi verið ábótavant og skort hafi upplýsingar um heilsufarsáhættu sem fylgir beitingu svo flókinna vopna. Íslandsdeild Amnesty International hvetur stjórnvöld til að kynna sér meðfylgjandi skýrslur samtakanna og taka fullt tillit til niðurstaðna þeirra áður en frekari ákvarðanir um notkun og innleiðingu rafbyssa á Íslandi verða teknar. Höfundur er formaður Íslandsdeildar Amnesty International.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar