Mannskæðasti dagur Vesturbakkans um árabil Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2023 15:28 Mótmælendur á Vesturbakkanum í dag. AP/Majdi Mohammed) Níu Palestínumenn voru skotnir til bana og um tuttugu eru særðir eftir árás ísraelskra hermanna á Jenin flóttamannabúðirnar á Vesturbakkanum. Skotbardagi stóð yfir í nokkrar klukkustundir en dagurinn er líklega sá blóðugasti á Vesturbakkanum um árabil. Yfirvöld í Palestínu segja eldri konu meðal þeirra sem dóu og hafa samkvæmt Guardian staðfest að minnst þrír sem dóu hafi tilheyrt vopnahópum. Forsvarsmenn Hamas samtakanna hafa heitið því að Ísraelar muni gjalda fyrir árásina. Í frétt Guardian segir að hermenn hafi mætt á svæðið við sólarupprás og komið sér fyrir við innganga búðanna. Þá hefur miðillinn eftir Sakir Khader, sem er kvikmyndagerðarmaður af palestínskum og hollenskum ættum, að vopnaðir menn hafi skotið á brynvarinn bíl hermannanna og það hafi leitt til fjögurra klukkustunda skotbardaga. | . pic.twitter.com/PmUyv4KqPv— (@ShehabAgency) January 26, 2023 Mennirnir eru sagðir hafa tilheyrt Palestinian Islamic Jihad, PIJ, sem eru umsvifamikil samtök í Jenin. Her Ísraels segir að atlaga hafi verið gerð að búðunum vegna upplýsinga um að meðlimir PIJ væru að undirbúa árásir gegn Ísrael. Talsmaður hersins sagði blaðamönnum í dag að hópurinn hafi verið tifandi tímasprengja. Herinn beitti sprengjum til að þvinga mennina úr íbúð sem þeir héldu til í, samkvæmt frétt Times of Israel, og segir að segir talsmaðurinn að aðrir hafi skotið á ísraelsku hermennina og að skothríðinni hafi verið svarað. Engan hermann sakaði. Gera reglulega mannskæðar árásir Ísraelsher hefur gert reglulegar atlögur sem þessar í norðurhluta Vesturbakkans á undanförnum mánuði. Eftirlitsaðilar segja undanfarna mánuði hafa verið þá mannskæðustu á Vesturbakkanum um árabil. Um 250 Palestínumenn og þrjátíu Ísraelar dóu í fyrra. Þá eru 29 Palestínumenn, bæði menn sem tilheyra vopnahópum og borgarar, sagðir hafa fallið á þessu ári. Ný og mjög svo hægri sinnuð ríkisstjórn Ísraels þykir ekki líkleg til að draga úr spennu á svæðinu. Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar segir til um að byggja fleiri landtökubyggðir á Vesturbakkanum og að einnig eigi að draga úr takmörkunum á hermenn og lögregluþjóna varðandi vopnabeitingu. Ísrael Palestína Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Yfirvöld í Palestínu segja eldri konu meðal þeirra sem dóu og hafa samkvæmt Guardian staðfest að minnst þrír sem dóu hafi tilheyrt vopnahópum. Forsvarsmenn Hamas samtakanna hafa heitið því að Ísraelar muni gjalda fyrir árásina. Í frétt Guardian segir að hermenn hafi mætt á svæðið við sólarupprás og komið sér fyrir við innganga búðanna. Þá hefur miðillinn eftir Sakir Khader, sem er kvikmyndagerðarmaður af palestínskum og hollenskum ættum, að vopnaðir menn hafi skotið á brynvarinn bíl hermannanna og það hafi leitt til fjögurra klukkustunda skotbardaga. | . pic.twitter.com/PmUyv4KqPv— (@ShehabAgency) January 26, 2023 Mennirnir eru sagðir hafa tilheyrt Palestinian Islamic Jihad, PIJ, sem eru umsvifamikil samtök í Jenin. Her Ísraels segir að atlaga hafi verið gerð að búðunum vegna upplýsinga um að meðlimir PIJ væru að undirbúa árásir gegn Ísrael. Talsmaður hersins sagði blaðamönnum í dag að hópurinn hafi verið tifandi tímasprengja. Herinn beitti sprengjum til að þvinga mennina úr íbúð sem þeir héldu til í, samkvæmt frétt Times of Israel, og segir að segir talsmaðurinn að aðrir hafi skotið á ísraelsku hermennina og að skothríðinni hafi verið svarað. Engan hermann sakaði. Gera reglulega mannskæðar árásir Ísraelsher hefur gert reglulegar atlögur sem þessar í norðurhluta Vesturbakkans á undanförnum mánuði. Eftirlitsaðilar segja undanfarna mánuði hafa verið þá mannskæðustu á Vesturbakkanum um árabil. Um 250 Palestínumenn og þrjátíu Ísraelar dóu í fyrra. Þá eru 29 Palestínumenn, bæði menn sem tilheyra vopnahópum og borgarar, sagðir hafa fallið á þessu ári. Ný og mjög svo hægri sinnuð ríkisstjórn Ísraels þykir ekki líkleg til að draga úr spennu á svæðinu. Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar segir til um að byggja fleiri landtökubyggðir á Vesturbakkanum og að einnig eigi að draga úr takmörkunum á hermenn og lögregluþjóna varðandi vopnabeitingu.
Ísrael Palestína Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira