Næsta stopp er: Háskólastrætó Viktor Pétur Finnsson skrifar 26. janúar 2023 08:30 Það tekur fjörutíu mínútur að labba frá Háskólatorgi í Stakkahlíð. Það tekur síðan tuttugu mínútur að ganga þaðan í Læknagarð og aðrar tuttugu mínútur frá Læknagarði aftur á Háskólatorg. Það er langt á milli bygginga Háskóla Íslands og við í Vöku teljum okkur vera með lausnina við þessum vanda. Eins og fram kom í grein Júlíusar Viggós, formanns málefnanefndar Vöku leggjumst við gegn því að auka álögur á þá stúdenta sem velja sér eða þurfa að ferðast um á bíl. Sitjandi meirihluti í Stúdentaráði HÍ hefur talað fyrir því síðastliðin ár að gjöld á bílastæði við háskólann verði hækkuð. Til stendur að leggja gjaldskyldu á bílastæðin á malarplaninu og að bílastæði í boganum fyrir framan aðalbygginguna verði tekin burt. Okkur í Vöku finnst þetta ganga gegn hagsmunum stúdenta eins og allar hækkanir á gjöldum sem snúa að stúdentum. Stjórn Vöku telur að ekki ætti að ráðast í slíkar aðgerðir heldur bæta þurfi aðra samgöngumáta. Strætóleið fyrir stúdenta Bæta þarf strætóleiðir til og frá háskólanum en einnig þarf að leggja fleiri göngu- og hjólastíga háskólasvæðinu. Til þess að ekki reynist hættulegt að nýta sér samgöngur við háskólann þarf að auka þjónustu á háskólasvæðinu með því að moka, salta og sanda göngustíga. Mikil slysahætta getur myndast á veturna fyrir fótgangandi, hjólandi eða þá sem kjósa að ferðast á rafskutlum. Þessi þjónusta hefur einfaldlega setið á hakanum. Við í Vöku leggjum til svokallaðan Háskólastrætó. Sá strætó væri í raun ný leið í leiðakerfi strætó sem væri sérsniðin að þörfum háskólanema. Leiðin myndi ganga milli allra stúdentagarða og stoppa við Háskólatorg, Þjóðarbókhlöðu, Læknagarð, Stakkahlíð, Skipholt, Háskólabíó, Eirberg, Haga og við Hlemm eða tengingu við aðrar leiðir. Leiðin myndi því þjónusta alla stúdenta og minnka biðtíma á sama tíma. Háskólaleið eins og þessi, myndi auka hvata nemenda til þess að nota almenningssamgöngur. Leiðin, sem er í raun nauðsynleg fyrir stúdenta, er til þess gerð að stúdentar þurfi sjaldnar að skipta um strætó á leið sinni í skólann. Einnig væri auðveldara fyrir nemendur í Stakkahlíð og Læknagarði að koma sér á milli staða á skilvirkan hátt. Margir háskólar erlendis hafa eigin háskólaleið og í mörgum tilfellum fleiri en eina. Háskólastrætó ætti einnig að hjálpa þeim sem búa á stúdentagörðum víðs vegar um bæinn að komast til og frá skóla með beinni leið. Þetta yrði mikið framfaraskref fyrir hagsmuni námsmanna. Með þessu viljum við koma til móts við þá nemendur sem búa í úthverfum með því að fella niður gjaldskyldu, og alla þá háskólanema sem vilja nýta sér almenningssamgöngur. Við í Vöku viljum að samgöngur henti sem flestum. Þess vegna berjumst við fyrir bættum strætóleiðum, gönguog hjólastígum, um leið og við leggjum áherslu á að bílastæðagjöld verði ekki sett á við háskólann. Framkvæmd Háskólastrætós er auðveld þar sem innviðir eru til staðar og hvorki þarf að byggja stoppistöðvar né breyta núverandi kerfi. Er hugmyndin bæði gerleg og ódýr fyrir Reykjavíkurborg, Strætó og háskólann. Þetta er eitt af þeim málum sem okkur í Vöku finnst að hagsmunafélög stúdenta ættu að setja á oddinn. Framför á þessu sviði myndi stuðla að miklum umbótum í þágu námsmanna við HÍ. Höfundur er formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Háskólar Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Það tekur fjörutíu mínútur að labba frá Háskólatorgi í Stakkahlíð. Það tekur síðan tuttugu mínútur að ganga þaðan í Læknagarð og aðrar tuttugu mínútur frá Læknagarði aftur á Háskólatorg. Það er langt á milli bygginga Háskóla Íslands og við í Vöku teljum okkur vera með lausnina við þessum vanda. Eins og fram kom í grein Júlíusar Viggós, formanns málefnanefndar Vöku leggjumst við gegn því að auka álögur á þá stúdenta sem velja sér eða þurfa að ferðast um á bíl. Sitjandi meirihluti í Stúdentaráði HÍ hefur talað fyrir því síðastliðin ár að gjöld á bílastæði við háskólann verði hækkuð. Til stendur að leggja gjaldskyldu á bílastæðin á malarplaninu og að bílastæði í boganum fyrir framan aðalbygginguna verði tekin burt. Okkur í Vöku finnst þetta ganga gegn hagsmunum stúdenta eins og allar hækkanir á gjöldum sem snúa að stúdentum. Stjórn Vöku telur að ekki ætti að ráðast í slíkar aðgerðir heldur bæta þurfi aðra samgöngumáta. Strætóleið fyrir stúdenta Bæta þarf strætóleiðir til og frá háskólanum en einnig þarf að leggja fleiri göngu- og hjólastíga háskólasvæðinu. Til þess að ekki reynist hættulegt að nýta sér samgöngur við háskólann þarf að auka þjónustu á háskólasvæðinu með því að moka, salta og sanda göngustíga. Mikil slysahætta getur myndast á veturna fyrir fótgangandi, hjólandi eða þá sem kjósa að ferðast á rafskutlum. Þessi þjónusta hefur einfaldlega setið á hakanum. Við í Vöku leggjum til svokallaðan Háskólastrætó. Sá strætó væri í raun ný leið í leiðakerfi strætó sem væri sérsniðin að þörfum háskólanema. Leiðin myndi ganga milli allra stúdentagarða og stoppa við Háskólatorg, Þjóðarbókhlöðu, Læknagarð, Stakkahlíð, Skipholt, Háskólabíó, Eirberg, Haga og við Hlemm eða tengingu við aðrar leiðir. Leiðin myndi því þjónusta alla stúdenta og minnka biðtíma á sama tíma. Háskólaleið eins og þessi, myndi auka hvata nemenda til þess að nota almenningssamgöngur. Leiðin, sem er í raun nauðsynleg fyrir stúdenta, er til þess gerð að stúdentar þurfi sjaldnar að skipta um strætó á leið sinni í skólann. Einnig væri auðveldara fyrir nemendur í Stakkahlíð og Læknagarði að koma sér á milli staða á skilvirkan hátt. Margir háskólar erlendis hafa eigin háskólaleið og í mörgum tilfellum fleiri en eina. Háskólastrætó ætti einnig að hjálpa þeim sem búa á stúdentagörðum víðs vegar um bæinn að komast til og frá skóla með beinni leið. Þetta yrði mikið framfaraskref fyrir hagsmuni námsmanna. Með þessu viljum við koma til móts við þá nemendur sem búa í úthverfum með því að fella niður gjaldskyldu, og alla þá háskólanema sem vilja nýta sér almenningssamgöngur. Við í Vöku viljum að samgöngur henti sem flestum. Þess vegna berjumst við fyrir bættum strætóleiðum, gönguog hjólastígum, um leið og við leggjum áherslu á að bílastæðagjöld verði ekki sett á við háskólann. Framkvæmd Háskólastrætós er auðveld þar sem innviðir eru til staðar og hvorki þarf að byggja stoppistöðvar né breyta núverandi kerfi. Er hugmyndin bæði gerleg og ódýr fyrir Reykjavíkurborg, Strætó og háskólann. Þetta er eitt af þeim málum sem okkur í Vöku finnst að hagsmunafélög stúdenta ættu að setja á oddinn. Framför á þessu sviði myndi stuðla að miklum umbótum í þágu námsmanna við HÍ. Höfundur er formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun