Alþjóðaólympíunefndin vill að Rússar fái að taka þátt í París á næsta ári Smári Jökull Jónsson skrifar 26. janúar 2023 07:01 Á vetrarólympíuleikunum á síðasta ári kepptu Rússar undir fána rússnesku ólympíunefndarinnar vegna lyfjahneykslis. Vísir/Getty Á stjórnarfundi Alþjóðaólympíunefndarinnar í gær lýsti nefndin því yfir að hún vilji að íþróttamenn frá Rússlandi fái að keppa á Ólympíuleikunum í París á næsta ári sem hlutlausir keppendur. Alþjóðaólympíunefndin fundaði í gær og meðal þeirra mála sem voru á dagskrá fundarins voru þátttökumöguleikar rússneskra íþróttamanna á Ólympíuleikunum í París á næsta ári. Kallað hefur verið eftir því að þeim verði meinuð þátttaka vegna stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, er meðal þeirra sem sagt hefur að rússneskir íþróttamenn ættu ekki að fá að taka þátt en Alþjóðaólympíunefndin hefur nú lýst yfir að hún stefni að því að íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi fái að keppa undir hlutlausum fána. The International Olympic Committee says it wants Russians to compete at the 2024 Paris Olympics as neutral athletes, citing a unifying mission during a time of war.Ukraine president Volodymyr Zelenskyy has called to exclude them entirely.https://t.co/R3GKdKwoeK— AP Sports (@AP_Sports) January 25, 2023 Í kjölfar fundarins í gær birti nefndin yfirlýsingu þar sem kom fram að nefndin vilji búa til leið svo íþróttamenn með rússnesk- og hvít-rússnesk vegabréf gætu tekið þátt yrði ákveðnum skilyrðum fylgt eftir. Engum íþróttamanni ætti að vera mismunað sama hvað stæði í vegabréfi þeirra. Skilyrðin fela meðal annars í sér að íþróttamennirnir mega ekki lýsa yfir stuðningi við stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. Ef íþróttamaður lýsir yfir eða hefur lýst yfir stuðningi við stríðið í Úkraínu þá verður hann útilokaður frá þátttöku í París. Einnig er það skilyrði sett að keppendur séu algjörlega hlutlausir og mega ekki vera fulltrúar Rússlands né nokkurar stofnunar í landinu. Að lokum er það skilyrði sett að rússneskir íþróttamenn þurfa að fylgja reglum Alþjóðalyfjaeftirlitsins (WADA) í einu og öllu en þeir fengu ekki að keppa undir fána Rússlands á Vetrarólympíuleikunum í Peyongchang eftir að upp komst um víðtækt lyfjasvindl Rússa árið 2015. Selenskí ræddi við Macron Í rökstuðningi sínum nefndi stjórn Alþjóðaólympíunefndarinnar dæmi um íþróttamenn gömlu Júgóslavíu sem fengu að keppa á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992, þrátt fyrir að refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna gagnvart Júgóslavíu væru í gildi. Það er ekki búist við að þessum fréttum verði tekið með mikilli gleði af stjórnvöldum í Úkraínu. Selenskí forseti ræddi málið við Emanuel Macron Frakklandsforseta á þriðjudag en Macron hjálpaði París að hljóta tilnefningu Alþjóða ólympíunefndarinnar þegar leikunum var úthlutað til Parísar árið 2017. „Ég lagði sérstaka áherslu á að íþróttafólk frá Rússlandi hefðu ekkert að gera á Ólympíuleikana í París,“ skrifaði Selenskí á samskiptamiðilinn Telegram um spjall hans við Macron. Fundur Alþjóðaólympíunefndarinnar í gær var haldinn í kjölfar samtala meðlima nefndarinnar við fulltrúa ólympíuhreyfingarinnar víðsvegar um heim, forráðamenn íþróttamála í ýmsum löndum sem og fulltrúa íþróttafólks. Þrátt fyrir mótbárur nokkurra aðila í samtölunum, meðal annars frá Úkraínsku ólympíunefndinni, heldur Alþjóðanefndin því fram að góður meirihluti sé fyrir ákvörðuninni á meðal þeirra sem rætt var við. Rússar hafa ekki fengið að keppa undir eigin fána síðan á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 vegna ýmissa brota á lyfjareglum. Ólympíuleikar 2024 í París Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Fannst látinn inn á leikvanginum Sport Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fleiri fréttir Fannst látinn inn á leikvanginum Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira
Alþjóðaólympíunefndin fundaði í gær og meðal þeirra mála sem voru á dagskrá fundarins voru þátttökumöguleikar rússneskra íþróttamanna á Ólympíuleikunum í París á næsta ári. Kallað hefur verið eftir því að þeim verði meinuð þátttaka vegna stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, er meðal þeirra sem sagt hefur að rússneskir íþróttamenn ættu ekki að fá að taka þátt en Alþjóðaólympíunefndin hefur nú lýst yfir að hún stefni að því að íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi fái að keppa undir hlutlausum fána. The International Olympic Committee says it wants Russians to compete at the 2024 Paris Olympics as neutral athletes, citing a unifying mission during a time of war.Ukraine president Volodymyr Zelenskyy has called to exclude them entirely.https://t.co/R3GKdKwoeK— AP Sports (@AP_Sports) January 25, 2023 Í kjölfar fundarins í gær birti nefndin yfirlýsingu þar sem kom fram að nefndin vilji búa til leið svo íþróttamenn með rússnesk- og hvít-rússnesk vegabréf gætu tekið þátt yrði ákveðnum skilyrðum fylgt eftir. Engum íþróttamanni ætti að vera mismunað sama hvað stæði í vegabréfi þeirra. Skilyrðin fela meðal annars í sér að íþróttamennirnir mega ekki lýsa yfir stuðningi við stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. Ef íþróttamaður lýsir yfir eða hefur lýst yfir stuðningi við stríðið í Úkraínu þá verður hann útilokaður frá þátttöku í París. Einnig er það skilyrði sett að keppendur séu algjörlega hlutlausir og mega ekki vera fulltrúar Rússlands né nokkurar stofnunar í landinu. Að lokum er það skilyrði sett að rússneskir íþróttamenn þurfa að fylgja reglum Alþjóðalyfjaeftirlitsins (WADA) í einu og öllu en þeir fengu ekki að keppa undir fána Rússlands á Vetrarólympíuleikunum í Peyongchang eftir að upp komst um víðtækt lyfjasvindl Rússa árið 2015. Selenskí ræddi við Macron Í rökstuðningi sínum nefndi stjórn Alþjóðaólympíunefndarinnar dæmi um íþróttamenn gömlu Júgóslavíu sem fengu að keppa á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992, þrátt fyrir að refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna gagnvart Júgóslavíu væru í gildi. Það er ekki búist við að þessum fréttum verði tekið með mikilli gleði af stjórnvöldum í Úkraínu. Selenskí forseti ræddi málið við Emanuel Macron Frakklandsforseta á þriðjudag en Macron hjálpaði París að hljóta tilnefningu Alþjóða ólympíunefndarinnar þegar leikunum var úthlutað til Parísar árið 2017. „Ég lagði sérstaka áherslu á að íþróttafólk frá Rússlandi hefðu ekkert að gera á Ólympíuleikana í París,“ skrifaði Selenskí á samskiptamiðilinn Telegram um spjall hans við Macron. Fundur Alþjóðaólympíunefndarinnar í gær var haldinn í kjölfar samtala meðlima nefndarinnar við fulltrúa ólympíuhreyfingarinnar víðsvegar um heim, forráðamenn íþróttamála í ýmsum löndum sem og fulltrúa íþróttafólks. Þrátt fyrir mótbárur nokkurra aðila í samtölunum, meðal annars frá Úkraínsku ólympíunefndinni, heldur Alþjóðanefndin því fram að góður meirihluti sé fyrir ákvörðuninni á meðal þeirra sem rætt var við. Rússar hafa ekki fengið að keppa undir eigin fána síðan á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 vegna ýmissa brota á lyfjareglum.
Ólympíuleikar 2024 í París Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Fannst látinn inn á leikvanginum Sport Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fleiri fréttir Fannst látinn inn á leikvanginum Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira