Dramatísk úrslitastund: „Ég er bara orðlaus“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 25. janúar 2023 14:30 Það voru þær Bía, Þórhildur og Ninja sem hlutu fæst atkvæði í Idolinu síðasta föstudag. Stöð 2 Á föstudaginn fóru fram sjö manna úrslit Idol í beinni útsendingu. Eftir að keppendur höfðu lokið við flutning sinn komu kynnarnir með óvænta tilkynningu. Það var ekki aðeins einn keppandi sem yrði sendur heim þetta kvöldið, heldur tveir. Að lokinni símakosningu varð það ljóst að þær Bía, Þórhildur og Ninja höfðu hlotið fæst atkvæði. Tvær þeirra yrðu sendar heim og aðeins ein þeirra myndi halda keppni áfram. Grunaði ekki að þetta yrði svona erfitt Sú fyrri til þess að vera send heim var Þórhildur Helga. Þórhildur hafði flutt lagið Hallelujah með Leonard Cohen. Dómnefnd hafði verið ánægð með flutning Þórhildar en það virðist ekki hafa dugað til. „Ég vissi að það yrði erfitt að horfa á eftir einhverjum fara heim en ekki grunaði mig að það yrði svona erfitt,“ sagði Birgitta Haukdal þegar hún kvaddi Þórhildi. Herra Hnetusmjör sagðist þó vera viss um að þetta væri ekki í síðasta sinn sem þau ættu eftir að sjá Þórhildi. Klippa: Kveðjustund Þórhildar „Mig langar að vinna með þér“ Þá voru það Bía og Ninja sem stóðu tvær eftir. Eftir spennuþrungna bið varð það ljóst að Bía hefði komist áfram og Idol ævintýri Ninju væri því lokið. Ninja hafði flutt lagið All I Could Do Is Cry með Ettu James en í útfærslu Beyoncé. „Ég er bara orðlaus. Mér finnst þetta ömurlegt. En það er það sama og með Þórhildi, ég veit að þetta er rétt að byrja hjá þér. Mér finnst þetta fáránlegt. Mig langar að vinna með þér. Ég er svo mikill aðdáandi,“ sagði Herra Hnetusmjör sem þótti augljóslega erfitt að sjá á eftir Ninju. Birgitta Haukdal var á sama máli og sagði: „Þú ert búin að vera á svo fallegri vegferð hérna. Þú ert búin að stækka með hverjum deginum. Haltu áfram að gera þetta og ég bara get ekki beðið eftir því að fá að hlusta á plötuna þína þegar hún kemur út.“ Klippa: Kveðjustund Ninju Idol Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Myndaveisla: Óvænt tilkynning jók spennustigið í Idolhöllinni Sjö manna úrslit Idol fóru fram í beinni útsendingu á Stöð 2 á föstudaginn. Þema kvöldsins var ástin og spreyttu keppendur sig því á sjóðheitum ástarlögum. 24. janúar 2023 10:19 „Ég var ekki að reyna að vera góður söngvari í þessari keppni“ „Ég var ekki að reyna að vera góður söngvari í þessari keppni, ég var ekki einu sinni að búast við að komast svona langt áfram,“ segir sautján ára Þórhildur Helga sem var önnur þeirra keppanda sem datt út í Idol á föstudag. 23. janúar 2023 15:30 Þessir keppendur kvöddu í kvöld Annar þáttur útsláttarkeppni Idol fór fram í beinni útsendingu að loknum svekkjandi tapleik íslenska landsliðsins í handbolta. Tveir keppendur þurftu að kveðja keppnina eftir símakosningu. 20. janúar 2023 23:13 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Sjá meira
Að lokinni símakosningu varð það ljóst að þær Bía, Þórhildur og Ninja höfðu hlotið fæst atkvæði. Tvær þeirra yrðu sendar heim og aðeins ein þeirra myndi halda keppni áfram. Grunaði ekki að þetta yrði svona erfitt Sú fyrri til þess að vera send heim var Þórhildur Helga. Þórhildur hafði flutt lagið Hallelujah með Leonard Cohen. Dómnefnd hafði verið ánægð með flutning Þórhildar en það virðist ekki hafa dugað til. „Ég vissi að það yrði erfitt að horfa á eftir einhverjum fara heim en ekki grunaði mig að það yrði svona erfitt,“ sagði Birgitta Haukdal þegar hún kvaddi Þórhildi. Herra Hnetusmjör sagðist þó vera viss um að þetta væri ekki í síðasta sinn sem þau ættu eftir að sjá Þórhildi. Klippa: Kveðjustund Þórhildar „Mig langar að vinna með þér“ Þá voru það Bía og Ninja sem stóðu tvær eftir. Eftir spennuþrungna bið varð það ljóst að Bía hefði komist áfram og Idol ævintýri Ninju væri því lokið. Ninja hafði flutt lagið All I Could Do Is Cry með Ettu James en í útfærslu Beyoncé. „Ég er bara orðlaus. Mér finnst þetta ömurlegt. En það er það sama og með Þórhildi, ég veit að þetta er rétt að byrja hjá þér. Mér finnst þetta fáránlegt. Mig langar að vinna með þér. Ég er svo mikill aðdáandi,“ sagði Herra Hnetusmjör sem þótti augljóslega erfitt að sjá á eftir Ninju. Birgitta Haukdal var á sama máli og sagði: „Þú ert búin að vera á svo fallegri vegferð hérna. Þú ert búin að stækka með hverjum deginum. Haltu áfram að gera þetta og ég bara get ekki beðið eftir því að fá að hlusta á plötuna þína þegar hún kemur út.“ Klippa: Kveðjustund Ninju
Idol Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Myndaveisla: Óvænt tilkynning jók spennustigið í Idolhöllinni Sjö manna úrslit Idol fóru fram í beinni útsendingu á Stöð 2 á föstudaginn. Þema kvöldsins var ástin og spreyttu keppendur sig því á sjóðheitum ástarlögum. 24. janúar 2023 10:19 „Ég var ekki að reyna að vera góður söngvari í þessari keppni“ „Ég var ekki að reyna að vera góður söngvari í þessari keppni, ég var ekki einu sinni að búast við að komast svona langt áfram,“ segir sautján ára Þórhildur Helga sem var önnur þeirra keppanda sem datt út í Idol á föstudag. 23. janúar 2023 15:30 Þessir keppendur kvöddu í kvöld Annar þáttur útsláttarkeppni Idol fór fram í beinni útsendingu að loknum svekkjandi tapleik íslenska landsliðsins í handbolta. Tveir keppendur þurftu að kveðja keppnina eftir símakosningu. 20. janúar 2023 23:13 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Sjá meira
Myndaveisla: Óvænt tilkynning jók spennustigið í Idolhöllinni Sjö manna úrslit Idol fóru fram í beinni útsendingu á Stöð 2 á föstudaginn. Þema kvöldsins var ástin og spreyttu keppendur sig því á sjóðheitum ástarlögum. 24. janúar 2023 10:19
„Ég var ekki að reyna að vera góður söngvari í þessari keppni“ „Ég var ekki að reyna að vera góður söngvari í þessari keppni, ég var ekki einu sinni að búast við að komast svona langt áfram,“ segir sautján ára Þórhildur Helga sem var önnur þeirra keppanda sem datt út í Idol á föstudag. 23. janúar 2023 15:30
Þessir keppendur kvöddu í kvöld Annar þáttur útsláttarkeppni Idol fór fram í beinni útsendingu að loknum svekkjandi tapleik íslenska landsliðsins í handbolta. Tveir keppendur þurftu að kveðja keppnina eftir símakosningu. 20. janúar 2023 23:13